Vegagerðin fær 850 milljóna aukaframlag í stað þriggja milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2014 06:00 Nýframkvæmdir bíða Vegamálastjóri vill heldur að viðbótarframlag í fjárlögum fari í viðhald vega frekar en nýframkvæmdir. Fréttablaðið/Daníel Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira