Vegagerðin fær 850 milljóna aukaframlag í stað þriggja milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. september 2014 06:00 Nýframkvæmdir bíða Vegamálastjóri vill heldur að viðbótarframlag í fjárlögum fari í viðhald vega frekar en nýframkvæmdir. Fréttablaðið/Daníel Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Ljóst er að lítið verður um nýjar framkvæmdir Vegagerðarinnar á komandi ári en í stað þriggja milljarða króna viðbótarframlags sem kveðið var á um í samgönguáætlun sem rædd var á Alþingi í vor er í fjárlögum ársins 2015 gert ráð fyrir hækkun sem hljóðar upp á 850 milljónir króna. Heildarfjárveiting til Vegagerðarinnar er20 milljarðar og 419 milljónir króna sem jafngildir 315 milljóna króna hækkun að raungildi frá fjárlögum yfirstandandi árs. „Þetta er náttúrulega mun lægri upphæð en við vonuðumst til eftir að samgönguáætlun var lögð fram,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri eftir að fjárlagafrumvarpið var gert opinbert í gær. „Þarna eru að skila sér 850 milljónir sem eiga að fara í nýframkvæmdir. Það þýðir að það er engin viðbót í viðhald sem við teljum mjög mikilvægt að sinna.“Viðhaldsleysi farið að koma niður á endingu vega Af þeim þremur milljörðum sem ráðgert var í samgönguáætlun að leggja til Vegagerðarinnar átti einn þriðji að renna í viðhald og viðgerðir vega. Hreinn segir vonbrigði að ekki sé reiknað með neinni aukningu í þá liði. Í frumvarpinu er það þó tekið fram að í meðförum þess á þingi sé mögulegt að færa einhvern hluta framlagsins úr nýframkvæmdum í viðhald. „Það myndi þá þýða að það er lítið af stærri verkefnum sem myndi vera hægt að leggja af stað með á næsta ári.“ Hreinn segist tvímælalaust vilja taka hluta framlagsins sem ætlaður er í nýframkvæmdir og færa yfir í viðhald vega. Talar hann um allt að 500 milljónir í þessu samhengi. „Það er sérstaklega þetta viðhaldsleysi sem er farið að koma niður á endingu veganna sem við lítum alvarlegum augum. Það getur að auki komið niður á öryggi vegfarenda.“ Hann segist fá margar kvartanir um skemmdir á bílum vegna þess að vegir eru ekki nógu góðir. Hreinn sýnir þó lægra framlagi ákveðinn skilning. „Þetta eru alltaf miklar sveiflur í þeim verkefnum sem við sinnum, sérstaklega hvað varðar nýjar framkvæmdir. Við fylgjumst náttúrulega með ástandi þjóðarbúsins eins og aðrir og tilraunum til hallalausra fjárlaga. Það er oft einfaldara að fresta verklegum framkvæmdum heldur en rekstri á heilsugæslu eða menntastofnunum og öðru slíku.“ Hreinn segist þó vongóður um að hægt verði að bæta framlögin til Vegagerðarinnar í meðförum þingsins.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira