„Störukeppnin“ um LbhÍ Ólafur Arnalds skrifar 26. september 2014 07:00 Alþingismaðurinn Haraldur Benediktsson ritaði nýverið merkilegan pistil sem vitnað er til á vefsíðu Skessuhornsins. Hann telur að málefni Landbúnaðarháskóla Íslands séu komin í störukeppni á milli menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans. Auðvitað er stjórn skólans ekki í störukeppni. Stjórnendur skólans eru aðeins að glíma við blákaldan veruleikann: gríðarlegan fjárhagsvanda, uppsagnir starfsfólks, atgervisflótta og annan vanda. Sá vandi hefði ekki komið til hefði komið til sameiningar eins og stefnt var að. Af lestri á pistli þingmannsins er augljóst að hann sjálfur er annar meginaðilanna sem starir mót ráðherranum – eða sjálfum sér. Stjórnendur skólans eru hins vegar að lúta fyrirmælum fjárveitingavaldsins (áðurnefndur þingmaður situr í fjárlaganefnd Alþingis) og orðræðan þaðan er býsna skýr, stórfelldur niðurskurður í starfi skólans er óhjákvæmilegur. Þingmaðurinn segir að skýr rök séu á móti sameiningunni, sem þó eru ekki tilgreind. Í pistli hans er tiltekið að margir „svokallaðir akademískir starfsmenn“ skólans séu hlynntir sameiningunni. Svo virðist sem þingmaðurinn hafi litla innsýn í starfsemi háskóla. Meginstarfið felst í kennslu og rannsóknum sem unnin eru af akademískum starfsmönnum þeirra. Gæði í starfi háskólanna eru að stórum hluta metin út frá rannsóknavirkni akademískra starfsmanna, án þeirra er enginn háskóli. Akademískir starfsmenn LbhÍ vilja sameiningu út frá faglegum sjónarmiðum til að tryggja gæði í skólastarfinu. Næst þegar stjórnvöld sýna áræði og reyna að fækka háskólum í landinu, sem eru fáránlega margir í svo fámennu landi, þá er ekki víst að það verði mikið eftir til að sameina. Betra er að sameina nú, áður en kemur til stórfellds niðurskurðar á starfi skólans, einmitt til þess að viðhalda styrk skólastarfsins á starfsstöðum skólans í dreifbýli. Um leið eru hagsmunir nemenda við báða skólana tryggðir með margfalt fleiri möguleikum í náminu, þar sem unnt verður að tengja landbúnaðargreinar, matvælarannsóknir, hagfræði og viðskipti, ferðamálafræði og svo mætti lengi telja. Slík fjölbreytni er vitaskuld til þess fallin að tryggja sjálfstæði í menntun og skólastarfi á Hvanneyri, lítill fjársveltur skóli með einhæft nám er ekki sjálfstæður skóli, heldur stofnun sem á æ erfiðara með að uppfylla kröfur um gæði háskólastarfs, ofurseldur duttlungum stjórnvalda hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Alþingismaðurinn Haraldur Benediktsson ritaði nýverið merkilegan pistil sem vitnað er til á vefsíðu Skessuhornsins. Hann telur að málefni Landbúnaðarháskóla Íslands séu komin í störukeppni á milli menntamálaráðherra, sem vill sameina LbhÍ og Háskóla Íslands, og yfirstjórnar og akademískra starfsmanna skólans. Auðvitað er stjórn skólans ekki í störukeppni. Stjórnendur skólans eru aðeins að glíma við blákaldan veruleikann: gríðarlegan fjárhagsvanda, uppsagnir starfsfólks, atgervisflótta og annan vanda. Sá vandi hefði ekki komið til hefði komið til sameiningar eins og stefnt var að. Af lestri á pistli þingmannsins er augljóst að hann sjálfur er annar meginaðilanna sem starir mót ráðherranum – eða sjálfum sér. Stjórnendur skólans eru hins vegar að lúta fyrirmælum fjárveitingavaldsins (áðurnefndur þingmaður situr í fjárlaganefnd Alþingis) og orðræðan þaðan er býsna skýr, stórfelldur niðurskurður í starfi skólans er óhjákvæmilegur. Þingmaðurinn segir að skýr rök séu á móti sameiningunni, sem þó eru ekki tilgreind. Í pistli hans er tiltekið að margir „svokallaðir akademískir starfsmenn“ skólans séu hlynntir sameiningunni. Svo virðist sem þingmaðurinn hafi litla innsýn í starfsemi háskóla. Meginstarfið felst í kennslu og rannsóknum sem unnin eru af akademískum starfsmönnum þeirra. Gæði í starfi háskólanna eru að stórum hluta metin út frá rannsóknavirkni akademískra starfsmanna, án þeirra er enginn háskóli. Akademískir starfsmenn LbhÍ vilja sameiningu út frá faglegum sjónarmiðum til að tryggja gæði í skólastarfinu. Næst þegar stjórnvöld sýna áræði og reyna að fækka háskólum í landinu, sem eru fáránlega margir í svo fámennu landi, þá er ekki víst að það verði mikið eftir til að sameina. Betra er að sameina nú, áður en kemur til stórfellds niðurskurðar á starfi skólans, einmitt til þess að viðhalda styrk skólastarfsins á starfsstöðum skólans í dreifbýli. Um leið eru hagsmunir nemenda við báða skólana tryggðir með margfalt fleiri möguleikum í náminu, þar sem unnt verður að tengja landbúnaðargreinar, matvælarannsóknir, hagfræði og viðskipti, ferðamálafræði og svo mætti lengi telja. Slík fjölbreytni er vitaskuld til þess fallin að tryggja sjálfstæði í menntun og skólastarfi á Hvanneyri, lítill fjársveltur skóli með einhæft nám er ekki sjálfstæður skóli, heldur stofnun sem á æ erfiðara með að uppfylla kröfur um gæði háskólastarfs, ofurseldur duttlungum stjórnvalda hverju sinni.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun