Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar 25. nóvember 2024 14:12 Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Menning Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Þar lýsir hann hversu öflugur menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir hefur verið. Undirrituð eru sammála þeim orðum Magnúsar að „Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra.“ Við undirrituð lýsum af sömu ástæðu yfir stuðningi við Lilju, þakklát fyrir þau fjölmörgu verk sem hún hefur komið til leiðar á undanförnum 7 árum fyrir menningu og skapandi greinar. Klettur í hafinu Á undanförum árum hefur orðið umtalsverð breyting á orðræðu um listirnar sem, eins og Magnús bendir á í greininni, hefur í gegnum tíðina helst verið hampað á tyllidögum.“Þar skiptir framlag Lilju miklu máli, en hún hefur verið óhrædd við að standa með sínum málaflokkum í logni jafnt sem andstreymi. Hún hefur þorað að stíga fram, taka slaginn og benda á staðreyndir til draga fram hversu umfangsmikið framlag menningar- og skapandi greina er til samfélagsins. Þannig hefur hún staðið sem klettur í hafinu með þessum greinum, og það hefur hefur hún gert á tyllidögum jafnt sem öðrum dögum - og framkvæmt í takt við það. Orð hafa staðið upp á punkt og prik Það sem undirrituð kunna virkilega að meta við Lilju er að hún stendur við orð sín, og leggur sig alla fram við að klára þau mál sem hún segist ætla að klára. Löng afrekaskrá hennar varpar skýru ljósi á þetta og við í hinum klassíska söngheimi höfum fylgst með henni vinna af fullum krafti við að koma Þjóðaróperu til leiðar sem yrði lyftistöng fyrir menningarlíf landsins. Þjóðaróperunni er ætlað að þjóna landinu öllu og yrði stofnuð innan Þjóðleikhússins sem þýðir samnýtingu á ýmissi stoðþjónustu eins búningadeildum, markaðsdeildum o.fl. Það gefur aukinn slagkraft fyrir hina listrænu sköpun til að miðla til landsmanna, líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Takk Lilja Við viljum sjá Lilju Alfreðsdóttur áfram á Alþingi. Það er ekki sjálfgefið að í ríkisstjórn sitji jafn afkastamikill ráðherra sem ber hag menningar og skapandi greina raunverulega fyrir brjósti. Við viljum því þakka Lilju fyrir öll hennar góðu störf, lýsa yfir stuðningi við hana og gera okkar til að tryggja eitt lag enn með Lilju á þingi næstu fjögur ár. Höfundar eru Andri Björn Róbertsson, Benedikt Kristjánsson, Edda Austmann Harðardóttir, Eggert Reginn Kjartansson, Egill Árni Pálsson, Guja Sandholt, Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Vera Hjördís Matsdóttir og Þóra Einarsdóttir.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun