Styðjum Alþjóða björgunarsveitina Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. október 2014 07:00 Í dag, 17. október, kemur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga í björgunarmálum saman á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2014. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún er orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur um björgunarmál, t.d um aðgerðir á norðurslóðum, aðhlynningu slasaðra, rekstur björgunarsveita, nýjustu tækni við leit og svo má áfram telja. Á Íslandi er fyrir mikil þekking og reynsla í björgunarmálum og það er mikilvægt að hún komi að notum sem víðast. Ráðstefnan er gott dæmi um hvernig reynslunni er miðlað, auk þess sem hún er okkur áminning um mikilvægi þess að styðja myndarlega við björgunarsveitirnar. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum og á farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með því að styðja starfsemi alþjóðabjörgunarsveitar þess. Sá stuðningur er þarft framlag til alþjóðasamstarfs og hefur átt þátt í því að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur farið á vegum íslenskra stjórnvalda til að veita aðstoð á hamfarasvæðum víða um heim. Hún nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir dugnað, þekkingu og færni okkar fólks. Hjá Sameinuðu þjóðunum tekur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þátt í að samræma alþjóðlegt hjálparstarf og starf heimamanna á hamfarasvæðum. Landsbjörg er einnig aðili að INSARAG, regnhlífarsamtökum björgunarsveita innan SÞ og gengst undir reglulega úttekt og vottun á þeirra vegum. Þá er íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland tekur þátt í almannavarnarsamstarfi þess með aðildinni að EES. Í síðustu úttekt SÞ á sveitinni í júní sl. fékk íslenska rústabjörgunarsveitin hæstu einkunn. Slík niðurstaða er ekki sjálfgefin; að baki henni liggur þrotlaus vinna, uppbygging á sérhæfðri þekkingu og búnaði. Þetta kom berlega í ljós á Haítí árið 2010, þegar alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra erlendra sveita á vettvang eftir mikinn jarðskjálfta sem kostaði um 200.000 manns lífið. Sveitin hefur vaxið að reynslu og getu, allt frá því að hún fór fyrst á vettvang árið 1999 í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi. Björgunarsveitir landsins vinna mikið og óeigingjarnt starf og hafa bjargað ófáum mannslífunum. Það er ekki sjálfgefið að hópur vel þjálfaðra sjálfboðaliða sé reiðubúinn til þess að sinna neyðarkalli að degi sem nóttu. Þeirra starf byggir á hugsjón og vilja til þess að vera samfélaginu að liði. Okkar stefna er að styðja þá til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Hjálparstarf Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í dag, 17. október, kemur fjöldi íslenskra og erlendra sérfræðinga í björgunarmálum saman á ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Björgun 2014. Þetta er í tólfta sinn sem ráðstefnan er haldin en hún er orðin mikilvægur alþjóðlegur vettvangur um björgunarmál, t.d um aðgerðir á norðurslóðum, aðhlynningu slasaðra, rekstur björgunarsveita, nýjustu tækni við leit og svo má áfram telja. Á Íslandi er fyrir mikil þekking og reynsla í björgunarmálum og það er mikilvægt að hún komi að notum sem víðast. Ráðstefnan er gott dæmi um hvernig reynslunni er miðlað, auk þess sem hún er okkur áminning um mikilvægi þess að styðja myndarlega við björgunarsveitirnar. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum og á farsælt samstarf við Slysavarnafélagið Landsbjörgu með því að styðja starfsemi alþjóðabjörgunarsveitar þess. Sá stuðningur er þarft framlag til alþjóðasamstarfs og hefur átt þátt í því að byggja upp jákvæða ímynd lands og þjóðar. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin hefur farið á vegum íslenskra stjórnvalda til að veita aðstoð á hamfarasvæðum víða um heim. Hún nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi fyrir dugnað, þekkingu og færni okkar fólks. Hjá Sameinuðu þjóðunum tekur Slysavarnarfélagið Landsbjörg þátt í að samræma alþjóðlegt hjálparstarf og starf heimamanna á hamfarasvæðum. Landsbjörg er einnig aðili að INSARAG, regnhlífarsamtökum björgunarsveita innan SÞ og gengst undir reglulega úttekt og vottun á þeirra vegum. Þá er íslenska alþjóðabjörgunarsveitin á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland tekur þátt í almannavarnarsamstarfi þess með aðildinni að EES. Í síðustu úttekt SÞ á sveitinni í júní sl. fékk íslenska rústabjörgunarsveitin hæstu einkunn. Slík niðurstaða er ekki sjálfgefin; að baki henni liggur þrotlaus vinna, uppbygging á sérhæfðri þekkingu og búnaði. Þetta kom berlega í ljós á Haítí árið 2010, þegar alþjóðabjörgunarsveitin var fyrst allra erlendra sveita á vettvang eftir mikinn jarðskjálfta sem kostaði um 200.000 manns lífið. Sveitin hefur vaxið að reynslu og getu, allt frá því að hún fór fyrst á vettvang árið 1999 í kjölfar jarðskjálfta í Tyrklandi. Björgunarsveitir landsins vinna mikið og óeigingjarnt starf og hafa bjargað ófáum mannslífunum. Það er ekki sjálfgefið að hópur vel þjálfaðra sjálfboðaliða sé reiðubúinn til þess að sinna neyðarkalli að degi sem nóttu. Þeirra starf byggir á hugsjón og vilja til þess að vera samfélaginu að liði. Okkar stefna er að styðja þá til þess.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar