Ekki þú líka – Sigurjón! Svavar Gestsson skrifar 27. október 2014 07:00 Það er alls staðar sótt að Ríkisútvarpinu þessa dagana. Í fjárlagafrumvarpinu, í 365-miðlunum, í Morgunblaðinu. Allt þetta þrennt er skýranlegt þó að ég sé að vísu ósammála því: Ríkissjóð vantar peninga af því að verkefnin eru mörg og af því að það er búið að lækka skattana um nokkra tugi miljarða. Það er skýranlegt með 365 miðlana af því að þá vantar pláss; þar eru fjárhagslegar blikur á lofti. Og í þriðja lagi er það rökrétt að Morgunblaðið sé á móti Ríkisútvarpinu; fyrir því eru markaðsástæður og pólitískar ástæður. Og nú er Sigurjón ritstjóri þessa blaðs farinn að tala um að Ríkisútvarpið fái beingreiðslur. Æi! Ekki þú líka – Sigurjón. Skattarnir standa undir greiðslum til samfélagsins, sjúkrahúsanna, skólanna, veganna. Skattarnir eru gjaldið sem við viljum greiða fyrir að búa í siðuðu menningarsamfélagi. Beingreiðslur. Má ég í allri vinsemd minna á að Ríkisútvarpið er menningarstofnun. Það þrífst ekki nema sem hluti af samfélaginu. Íslenskt samfélag þrífst ekki án Ríkisútvarpsins. Þættirnir um Vesturfarana hefðu ekki orðið til nema vegna þess að hér er Ríkisútvarp, hvorki þættir Egils né Andra. Má ég spyrja um fleiri atriði eins og táknmálsfréttir, sinfóníutónleika, útvarpssögurnar, stöðugar veðurfréttir? Ríkisútvarpið sem menningarstofnun er mikilvægt eins og Sinfónían, Þjóðleikhúsið, Landsbókasafnið, Þjóðskjalasafnið. Allir skilja að þessar stofnanir eru hluti af þeim veruleika sem við viljum búa við, að þær eru menningarstofnanir. Ríkisútvarpið er hluti af þjóðmenningunni; það er atlaga að þjóðmenningunni að ráðast að Ríkisútvarpinu. Var ekki einhver að taka um þjóðmenningu? Má ég enn fremur minna á að menntamálaráðherrar Framsóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason og Vilhjálmur Hjálmarsson, stóðu alltaf með Ríkisútvarpinu. Það sem má gera núna er þetta: Látið þið Ríkisútvarpið fá útvarpsgjaldið að fullu og losið stofnunina við gamla lífeyrisbyrði. Sýnum sanngirni. Það var nefnilega fín fyrirsögnin á leiðaranum í vikunni: Heilbrigðiskerfið skapar verðmæti. Eins er það með Ríkisútvarpið; menningin er líka verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er alls staðar sótt að Ríkisútvarpinu þessa dagana. Í fjárlagafrumvarpinu, í 365-miðlunum, í Morgunblaðinu. Allt þetta þrennt er skýranlegt þó að ég sé að vísu ósammála því: Ríkissjóð vantar peninga af því að verkefnin eru mörg og af því að það er búið að lækka skattana um nokkra tugi miljarða. Það er skýranlegt með 365 miðlana af því að þá vantar pláss; þar eru fjárhagslegar blikur á lofti. Og í þriðja lagi er það rökrétt að Morgunblaðið sé á móti Ríkisútvarpinu; fyrir því eru markaðsástæður og pólitískar ástæður. Og nú er Sigurjón ritstjóri þessa blaðs farinn að tala um að Ríkisútvarpið fái beingreiðslur. Æi! Ekki þú líka – Sigurjón. Skattarnir standa undir greiðslum til samfélagsins, sjúkrahúsanna, skólanna, veganna. Skattarnir eru gjaldið sem við viljum greiða fyrir að búa í siðuðu menningarsamfélagi. Beingreiðslur. Má ég í allri vinsemd minna á að Ríkisútvarpið er menningarstofnun. Það þrífst ekki nema sem hluti af samfélaginu. Íslenskt samfélag þrífst ekki án Ríkisútvarpsins. Þættirnir um Vesturfarana hefðu ekki orðið til nema vegna þess að hér er Ríkisútvarp, hvorki þættir Egils né Andra. Má ég spyrja um fleiri atriði eins og táknmálsfréttir, sinfóníutónleika, útvarpssögurnar, stöðugar veðurfréttir? Ríkisútvarpið sem menningarstofnun er mikilvægt eins og Sinfónían, Þjóðleikhúsið, Landsbókasafnið, Þjóðskjalasafnið. Allir skilja að þessar stofnanir eru hluti af þeim veruleika sem við viljum búa við, að þær eru menningarstofnanir. Ríkisútvarpið er hluti af þjóðmenningunni; það er atlaga að þjóðmenningunni að ráðast að Ríkisútvarpinu. Var ekki einhver að taka um þjóðmenningu? Má ég enn fremur minna á að menntamálaráðherrar Framsóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason og Vilhjálmur Hjálmarsson, stóðu alltaf með Ríkisútvarpinu. Það sem má gera núna er þetta: Látið þið Ríkisútvarpið fá útvarpsgjaldið að fullu og losið stofnunina við gamla lífeyrisbyrði. Sýnum sanngirni. Það var nefnilega fín fyrirsögnin á leiðaranum í vikunni: Heilbrigðiskerfið skapar verðmæti. Eins er það með Ríkisútvarpið; menningin er líka verðmæti.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar