Sverrir: Það er ekki einu sinni annar karl í spilinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2014 07:00 Sverrir Einarsson með Bjarna Guðjónssyni fyrir mót. Vísir/Vilhelm Flóttinn mikli úr Safamýri náði nýjum hæðum í gær þegar miðjumaðurinn Ásgeir Marteinsson varð ellefti leikmaðurinn sem yfirgefur Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Þar með hefur heilt byrjunarlið sagt skilið við Fram eftir að tímabilinu lauk. Frá byrjun síðasta tímabils eru í heildina fjórtán leikmenn farnir því samningi var sagt upp við Björgólf Takefusa, Einar Már Þórisson fór aftur til KV og Ögmundur Kristinsson var seldur til Randers í Danmörku. Óvissa ríkir um þrjá leikmenn til viðbótar. Aron Bjarnason vill komast til ÍBV, markvörðurinn Denis Cardaclija er að íhuga stöðu sína og þá er framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson eftirsóttur af liðum úr Pepsi-deildinni. Hann virðist þó vera einn af sárafáum sem ekki voru með uppsagnarákvæði í samningi sínum. Fram notaði 25 leikmenn á síðustu leiktíð og eru nú fjórtán farnir sem fyrr segir. Það eru því í besta falli ellefu eftir, en í versta falli átta fari Aron, Denis og Guðmundur Steinn. Sjö af leikmönnunum ellefu sem farnir eru eftir að tímabilinu lauk sömdu við Fram fyrir leiktíðina. Þeir tóku þátt í nýju verkefni Safamýrarliðsins sem sótti unga og efnilega leikmenn og losaði sig við alla útlendinga. Bjarni Guðjónsson átti að stýra þessari uppbyggingu og gerði það í eitt ár áður en hann lét af störfum og tók við KR.Er þessi hópur nógu góður? Leikmenn hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningum sínum til að losna frá félaginu og þykir mörgum furðulegt að leikmenn sem fengnir voru í nokkurra ára uppbyggingu hafi átt jafn einfalda undankomuleið og raun ber vitni. „Við sömdum við þessa menn þannig að það væri uppsagnarákvæði hjá þeim og félaginu ef illa færi. Við höfðum trú á verkefninu, en ef við myndum falla þá væri liðið líklega ekki nógu gott. Þessi hópur tók við Fram sem bikarmeistara og í Evrópukeppni og féll, þannig að ég spyr: Var hópurinn nógu góður?“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, við Fréttablaðið um samningagerðina fyrir tímabilið. „Það er alveg ljóst að miðað við hvernig þetta fór þá hefðum við gert fullt af breytingum og það var líka gott fyrir okkur að vera ekki bundnir. Sumir leikmannanna auðvelduðu okkur bara vinnuna.“ Fæstir leikmannanna sem farnir eru hafa sest niður með forráðamönnum Fram og tilkynnt að þeir vildu nýta uppsagnarákvæði sín eða ræða framtíð sína. „Ég er búinn að fá einhverja 6-8 pósta frá umboðsmönnum um að viðkomandi leikmenn hafi nýtt sér uppsagnarákvæði sín. Þeir hafa ekkert talað við okkur,“ segir Sverrir.Enginn annar í spilinu Hann álasar strákunum ekkert fyrir ákvarðanir þeirra en finnst lélegt að menn yfirgefi félagið án þess að kveðja og sumir hverjir ekki búnir að finna sér önnur lið. „Þetta er vissulega fúl staða fyrir okkur sem fórum af stað með þetta. Maður er auðvitað pínulítið sár að menn fari án skýringa og það er eiginlega það sem ég sætti mig ekki við. Þetta er eins og að vera í tilfinningasambandi þar sem maður veit ekki hvað gerðist. Það er ekki einu sinni annar karl í spilinu,“ segir Sverrir léttur og vitnar til þess að nokkrir leikmannanna sem farnir eru hafi ekki fundið sér nýtt félag.Fara ekki á taugum Þó meiri hluti liðsins sem spilaði í fyrra sé farinn frá Fram hefur Sverrir engar áhyggjur af stöðu mála. Kristinn Rúnar Jónsson, nýr þjálfari liðsins, var með 20 leikmenn á æfingu í vikunni. „Við erum búnir að fá sex stráka inn í hópinn sem eru uppaldir hjá félaginu og svo er fullt af ungum strákum sem eru tilbúnir að koma og spila fyrir Fram. Leikmennirnir sem sem við fengum í fyrra eru ekki einu ungu leikmennirnir á Íslandi. Svo má ekki gleyma því að þjálfarinn okkar stýrði U19 ára landsliðinu í átta ár. Það er mikið af leikmönnum sem hafa farið í gegnum hann og hafa trú á honum og vilja spila fyrir hann,“ segir Sverrir sem lofar því að Fram rísi á ný. „Við förum ekkert á taugum yfir þessu. Fram er orðið 108 ára gamalt félag með fullt af sögu. Fram fer upp aftur. Vonandi verður það strax en við sjáum til. Fram verður aftur með gott lið í efstu deild,“ segir Sverrir.Grafík/Garðar Kjartansson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Flóttinn mikli frá Fram: Leikmaður farinn í verkfall Tíu leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Fram síðan liðið féll úr Pepsi-deildinni og ellefti leikmaðurinn er nú að reyna að losna. 18. nóvember 2014 13:49 Ósvald snýr aftur í Kópavoginn Ósvald Jarl Traustason mun leika í grænu og hvítu á næsta tímabili. 9. nóvember 2014 06:00 Flóttinn mikli frá Fram: Heilt byrjunarlið farið Ellefti leikmaðurinn yfirgefur Safamýrina eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni. 19. nóvember 2014 11:00 Haukur Baldvinsson genginn í raðir Víkings Kantmaðurinn snöggi sagði upp samningi sínum við Fram eftir tímabilið. 12. nóvember 2014 20:00 Formaður Fram: Aron á að mæta á æfingar Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ekki par sáttur við að samningsbundinn leikmaður félagsins sé farinn í verkfall. 18. nóvember 2014 15:31 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Flóttinn mikli úr Safamýri náði nýjum hæðum í gær þegar miðjumaðurinn Ásgeir Marteinsson varð ellefti leikmaðurinn sem yfirgefur Fram eftir að liðið féll úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar. Þar með hefur heilt byrjunarlið sagt skilið við Fram eftir að tímabilinu lauk. Frá byrjun síðasta tímabils eru í heildina fjórtán leikmenn farnir því samningi var sagt upp við Björgólf Takefusa, Einar Már Þórisson fór aftur til KV og Ögmundur Kristinsson var seldur til Randers í Danmörku. Óvissa ríkir um þrjá leikmenn til viðbótar. Aron Bjarnason vill komast til ÍBV, markvörðurinn Denis Cardaclija er að íhuga stöðu sína og þá er framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson eftirsóttur af liðum úr Pepsi-deildinni. Hann virðist þó vera einn af sárafáum sem ekki voru með uppsagnarákvæði í samningi sínum. Fram notaði 25 leikmenn á síðustu leiktíð og eru nú fjórtán farnir sem fyrr segir. Það eru því í besta falli ellefu eftir, en í versta falli átta fari Aron, Denis og Guðmundur Steinn. Sjö af leikmönnunum ellefu sem farnir eru eftir að tímabilinu lauk sömdu við Fram fyrir leiktíðina. Þeir tóku þátt í nýju verkefni Safamýrarliðsins sem sótti unga og efnilega leikmenn og losaði sig við alla útlendinga. Bjarni Guðjónsson átti að stýra þessari uppbyggingu og gerði það í eitt ár áður en hann lét af störfum og tók við KR.Er þessi hópur nógu góður? Leikmenn hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningum sínum til að losna frá félaginu og þykir mörgum furðulegt að leikmenn sem fengnir voru í nokkurra ára uppbyggingu hafi átt jafn einfalda undankomuleið og raun ber vitni. „Við sömdum við þessa menn þannig að það væri uppsagnarákvæði hjá þeim og félaginu ef illa færi. Við höfðum trú á verkefninu, en ef við myndum falla þá væri liðið líklega ekki nógu gott. Þessi hópur tók við Fram sem bikarmeistara og í Evrópukeppni og féll, þannig að ég spyr: Var hópurinn nógu góður?“ segir Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, við Fréttablaðið um samningagerðina fyrir tímabilið. „Það er alveg ljóst að miðað við hvernig þetta fór þá hefðum við gert fullt af breytingum og það var líka gott fyrir okkur að vera ekki bundnir. Sumir leikmannanna auðvelduðu okkur bara vinnuna.“ Fæstir leikmannanna sem farnir eru hafa sest niður með forráðamönnum Fram og tilkynnt að þeir vildu nýta uppsagnarákvæði sín eða ræða framtíð sína. „Ég er búinn að fá einhverja 6-8 pósta frá umboðsmönnum um að viðkomandi leikmenn hafi nýtt sér uppsagnarákvæði sín. Þeir hafa ekkert talað við okkur,“ segir Sverrir.Enginn annar í spilinu Hann álasar strákunum ekkert fyrir ákvarðanir þeirra en finnst lélegt að menn yfirgefi félagið án þess að kveðja og sumir hverjir ekki búnir að finna sér önnur lið. „Þetta er vissulega fúl staða fyrir okkur sem fórum af stað með þetta. Maður er auðvitað pínulítið sár að menn fari án skýringa og það er eiginlega það sem ég sætti mig ekki við. Þetta er eins og að vera í tilfinningasambandi þar sem maður veit ekki hvað gerðist. Það er ekki einu sinni annar karl í spilinu,“ segir Sverrir léttur og vitnar til þess að nokkrir leikmannanna sem farnir eru hafi ekki fundið sér nýtt félag.Fara ekki á taugum Þó meiri hluti liðsins sem spilaði í fyrra sé farinn frá Fram hefur Sverrir engar áhyggjur af stöðu mála. Kristinn Rúnar Jónsson, nýr þjálfari liðsins, var með 20 leikmenn á æfingu í vikunni. „Við erum búnir að fá sex stráka inn í hópinn sem eru uppaldir hjá félaginu og svo er fullt af ungum strákum sem eru tilbúnir að koma og spila fyrir Fram. Leikmennirnir sem sem við fengum í fyrra eru ekki einu ungu leikmennirnir á Íslandi. Svo má ekki gleyma því að þjálfarinn okkar stýrði U19 ára landsliðinu í átta ár. Það er mikið af leikmönnum sem hafa farið í gegnum hann og hafa trú á honum og vilja spila fyrir hann,“ segir Sverrir sem lofar því að Fram rísi á ný. „Við förum ekkert á taugum yfir þessu. Fram er orðið 108 ára gamalt félag með fullt af sögu. Fram fer upp aftur. Vonandi verður það strax en við sjáum til. Fram verður aftur með gott lið í efstu deild,“ segir Sverrir.Grafík/Garðar Kjartansson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Flóttinn mikli frá Fram: Leikmaður farinn í verkfall Tíu leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Fram síðan liðið féll úr Pepsi-deildinni og ellefti leikmaðurinn er nú að reyna að losna. 18. nóvember 2014 13:49 Ósvald snýr aftur í Kópavoginn Ósvald Jarl Traustason mun leika í grænu og hvítu á næsta tímabili. 9. nóvember 2014 06:00 Flóttinn mikli frá Fram: Heilt byrjunarlið farið Ellefti leikmaðurinn yfirgefur Safamýrina eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni. 19. nóvember 2014 11:00 Haukur Baldvinsson genginn í raðir Víkings Kantmaðurinn snöggi sagði upp samningi sínum við Fram eftir tímabilið. 12. nóvember 2014 20:00 Formaður Fram: Aron á að mæta á æfingar Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ekki par sáttur við að samningsbundinn leikmaður félagsins sé farinn í verkfall. 18. nóvember 2014 15:31 Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Í beinni: Fulham - Liverpool | Sækir Slot fimmta sigurinn í röð? Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Vestri | Djúpmenn kasta út neti á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Sjá meira
Flóttinn mikli frá Fram: Leikmaður farinn í verkfall Tíu leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Fram síðan liðið féll úr Pepsi-deildinni og ellefti leikmaðurinn er nú að reyna að losna. 18. nóvember 2014 13:49
Ósvald snýr aftur í Kópavoginn Ósvald Jarl Traustason mun leika í grænu og hvítu á næsta tímabili. 9. nóvember 2014 06:00
Flóttinn mikli frá Fram: Heilt byrjunarlið farið Ellefti leikmaðurinn yfirgefur Safamýrina eftir að liðið féll úr Pepsi-deildinni. 19. nóvember 2014 11:00
Haukur Baldvinsson genginn í raðir Víkings Kantmaðurinn snöggi sagði upp samningi sínum við Fram eftir tímabilið. 12. nóvember 2014 20:00
Formaður Fram: Aron á að mæta á æfingar Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ekki par sáttur við að samningsbundinn leikmaður félagsins sé farinn í verkfall. 18. nóvember 2014 15:31