
Hver borgar?
Þrátt fyrir alvarlega skuldastöðu ríkissjóðs er ekki að merkja hjá núverandi stjórnvöldum metnaðarfull áform um að grynnka á þessum skuldum. Þvert á móti gerir langtímaáætlun stjórnvalda ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki aðallega samfara verðbólgu og hagvexti frekar en með beinni niðurgreiðslu skulda. Sú stefna veldur því að vaxtakostnaður verður áfram dragbítur á ríkissjóði og gerir stjórnvöldum erfitt um vik að lækka álögur og auka samkeppnishæfni innlendra aðila. Einhver þarf að borga.
Íslenskt fjármálakerfi hefur ekki farið varhluta af auknum skatta- og gjaldaálögum síðastliðinna ára. Regluverkið í kringum það hefur á sama tíma verið aukið og auknar kröfur um eiginfjárbindingu hafa aukið fjármögnunarkostnað íslenskra fjármálafyrirtækja. Vissulega má færa rök fyrir því að bankastofnanir greiði fyrir t.a.m. ríkisábyrgð innlána á meðan hún er til staðar en slík skattheimta þarf að vera í samræmi við þann opinbera stuðning sem þær hljóta. Einnig væri eðlilegt að slíkur stuðningur væri valkvæður og bankastofnanir hefðu val um hvort þær starfi í skjóli slíkrar ábyrgðar.
En er það svo að á meðan að bankarnir borga meira að þá borgi fólkið í landinu minna? Það liggur í hlutarins eðli að fyrirtækin sjálf bera ekki kostnaðinn. Við skattleggjum hvorki hús né borð né stóla. Kostnaðurinn er alltaf borinn af einstaklingum, eigendum, launþegum eða viðskiptavinum og spurningin er einungis hvernig kostnaðurinn dreifist.
Til skemmri tíma geta auknar álögur komið fram í minni arðsemi og eigendur þannig borið kostnaðinn. Slíkt er þó ekki jafnvægisástand en á endanum munu allar varanlegar álögur á bankastofnanir skila sér í auknum vaxtamun og þ.a.l. í lakari vaxtakjörum fyrir bæði fyrirtæki og heimili. Viðskiptavinir bera því ávallt stóran hluta þess kostnaðar sem lagður er á fyrirtækin.
Þrátt fyrir að vaxtamunur íslenskra banka hafi lækkað síðustu misserin, m.a. vegna minnkandi verðbólgu, þá er vaxtamunur þeirra enn mikill í alþjóðlegum samanburði. Álagður vaxtamunur veitir sterka vísbendingu um samkeppnishæfni bankanna en margar ástæður eru fyrir því hve mikill hann er hér á landi, og flestar þeirra „sér-íslenskar“. Smæð bankakerfisins, tilkoma fjármagnshafta, mikil eiginfjárbinding, óstöðugt efnahagsumhverfi og mikil skattbyrði í samanburði við önnur lönd er allt til þess fallið að auka vaxtamun, þó ekki sé einungis við ytri þætti að sakast. Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er einnig hár, hærri en almennt er hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð.
Það skyldi því engan undra að erlendir bankar séu orðnir nokkuð fyrirferðarmiklir í útlánum til innlendra fyrirtækja og að þeir séu enn að sækja í sig veðrið. Að vissu leyti er jákvætt að erlendir lánamarkaðir skuli á ný vera að opnast innlendum fyrirtækjum en um leið er mikilvægt að hafa í huga að á meðan að íslenskir bankar búa ekki við sömu starfsskilyrði og erlendir samkeppnisaðilar þá munu þeir ávallt eiga á brattann að sækja. Að öðru óbreyttu er því fyrirséð að útlánamarkaður muni breytast á komandi árum.
Sé ætlunin að tryggja samkeppnishæfni innlendra fyrirtækja þarf að finna leiðir til að minnka álögur á innlenda starfsemi. Nauðsynlegt er að rjúfa vítahring mikillar skuldsetningar og íþyngjandi vaxtakostnaðar og til þess þarf tvennt að eiga sér stað. Í fyrsta lagi þarf að koma böndum á ríkisútgjöld og nýta svigrúmið sem af því myndast til niðurgreiðslu skulda. Það eitt dugir þó ekki til og þarf í öðru lagi að selja ríkiseignir.
Fjármálaráðherra hefur nú þegar boðað sölu á 30% eignarhlut í Landsbankanum en með hliðsjón af skuldsetningu ríkissjóðs yrði það einungis dropi í hafið. Nauðsynlegt er að ganga lengra og t.a.m. endurgreiða gjaldeyrisforðalánin að hluta og huga að sölu á eignarhlut í Landsvirkjun.
Allt er þetta samhangandi. Verði ekkert aðhafst til að lækka skuldir ríkissjóðs mun áfram þurfa að skattleggja fólk og fyrirtæki til að standa undir þeim kostnaði. Þeir peningar munu þó ekki falla af himnum ofan heldur mun álagningin skila sér í hærra verði til neytenda. Fyrirtækin verða ósamkeppnishæf og við fáum að borga!
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar