Engar nýjar kjarabætur fyrir aldraða Björgvin Guðmundsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Engar nýjar kjarabætur til handa öldruðum er að finna í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015. Aðeins er í frumvarpinu eðlileg leiðrétting vegna fjölgunar bótaþega lífeyristrygginga milli ára og vegna hækkunar á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld gerðu við Landssamtök lífeyrissjóða 2010. Í rauninni hefur ríkisstjórnin ekki látið aldraða fá neinar kjarabætur frá því á sumarþinginu 2013. Það sem ríkisstjórnin lét af hendi rakna þá var rýrt í roðinu: Hætt var að láta grunnlífeyri skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það gagnaðist þeim betur settu á meðal eldri borgara, þ.e. þeim, sem höfðu góðan lífeyrissjóð. Frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra var breytt þannig að frítekjumarkið var hækkað úr 40 þúsund kr. á mánuði í 110 þúsund kr. á mánuði. Það kom þeim til góða sem voru á vinnumarkaðnum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert á sumarþinginu fyrir þá verr settu meðal eldri borgara, þ.e. þá sem höfðu lélegan lífeyrissjóð eða gátu ekki verið á vinnumarkaðnum vegna heilsubrests. Stjórnarflokkarnir gáfu eldri borgurum og öryrkjum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2013. Því var lofað, að kjaragliðnun frá krepputímanum yrði leiðrétt, það er lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður til að vega upp gliðnunina sl. fimm ár en á því tímabili hækkuðu lágmarkslaun miklu meira en lífeyrir. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að efna þetta loforð. Auk þess lofuðu stjórnarflokkarnir að afturkalla alla kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Tvö þeirra, sem ég gat um hér að framan, hafa verið afturkölluð. Eitt rann út af sjálfu sér, þar eð lögin voru tímabundin. En þrjú atriði hafa ekki verið afturkölluð. Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: „Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.“ Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009 tafarlaust. Miðað við þessar ákveðnu samþykktir komast flokkarnir ekki hjá því að efna þessi kosningaloforð. Það verður að efna þau strax. Þrátt fyrir að aðeins lítill hluti kosningaloforða við aldraða hafi verið efndur lét ríkisstjórnin sér sæma að minnka hækkun á lífeyri, sem aldraðir og öryrkjar áttu að fá samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um áramót. Lífeyrir átti að hækka um 3,5%. En nú hefur verið ákveðið að að hækkunin verði aðeins 3%. Þetta gerist þótt lífeyrir hafi um tíma verið frystur í kreppunni þegar laun voru að hækka. Ég skora á ríkisstjórnina að leiðrétta þetta aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Engar nýjar kjarabætur til handa öldruðum er að finna í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015. Aðeins er í frumvarpinu eðlileg leiðrétting vegna fjölgunar bótaþega lífeyristrygginga milli ára og vegna hækkunar á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld gerðu við Landssamtök lífeyrissjóða 2010. Í rauninni hefur ríkisstjórnin ekki látið aldraða fá neinar kjarabætur frá því á sumarþinginu 2013. Það sem ríkisstjórnin lét af hendi rakna þá var rýrt í roðinu: Hætt var að láta grunnlífeyri skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það gagnaðist þeim betur settu á meðal eldri borgara, þ.e. þeim, sem höfðu góðan lífeyrissjóð. Frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra var breytt þannig að frítekjumarkið var hækkað úr 40 þúsund kr. á mánuði í 110 þúsund kr. á mánuði. Það kom þeim til góða sem voru á vinnumarkaðnum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert á sumarþinginu fyrir þá verr settu meðal eldri borgara, þ.e. þá sem höfðu lélegan lífeyrissjóð eða gátu ekki verið á vinnumarkaðnum vegna heilsubrests. Stjórnarflokkarnir gáfu eldri borgurum og öryrkjum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2013. Því var lofað, að kjaragliðnun frá krepputímanum yrði leiðrétt, það er lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður til að vega upp gliðnunina sl. fimm ár en á því tímabili hækkuðu lágmarkslaun miklu meira en lífeyrir. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að efna þetta loforð. Auk þess lofuðu stjórnarflokkarnir að afturkalla alla kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Tvö þeirra, sem ég gat um hér að framan, hafa verið afturkölluð. Eitt rann út af sjálfu sér, þar eð lögin voru tímabundin. En þrjú atriði hafa ekki verið afturkölluð. Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: „Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.“ Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009 tafarlaust. Miðað við þessar ákveðnu samþykktir komast flokkarnir ekki hjá því að efna þessi kosningaloforð. Það verður að efna þau strax. Þrátt fyrir að aðeins lítill hluti kosningaloforða við aldraða hafi verið efndur lét ríkisstjórnin sér sæma að minnka hækkun á lífeyri, sem aldraðir og öryrkjar áttu að fá samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um áramót. Lífeyrir átti að hækka um 3,5%. En nú hefur verið ákveðið að að hækkunin verði aðeins 3%. Þetta gerist þótt lífeyrir hafi um tíma verið frystur í kreppunni þegar laun voru að hækka. Ég skora á ríkisstjórnina að leiðrétta þetta aftur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun