Engar nýjar kjarabætur fyrir aldraða Björgvin Guðmundsson skrifar 17. desember 2014 07:00 Engar nýjar kjarabætur til handa öldruðum er að finna í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015. Aðeins er í frumvarpinu eðlileg leiðrétting vegna fjölgunar bótaþega lífeyristrygginga milli ára og vegna hækkunar á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld gerðu við Landssamtök lífeyrissjóða 2010. Í rauninni hefur ríkisstjórnin ekki látið aldraða fá neinar kjarabætur frá því á sumarþinginu 2013. Það sem ríkisstjórnin lét af hendi rakna þá var rýrt í roðinu: Hætt var að láta grunnlífeyri skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það gagnaðist þeim betur settu á meðal eldri borgara, þ.e. þeim, sem höfðu góðan lífeyrissjóð. Frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra var breytt þannig að frítekjumarkið var hækkað úr 40 þúsund kr. á mánuði í 110 þúsund kr. á mánuði. Það kom þeim til góða sem voru á vinnumarkaðnum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert á sumarþinginu fyrir þá verr settu meðal eldri borgara, þ.e. þá sem höfðu lélegan lífeyrissjóð eða gátu ekki verið á vinnumarkaðnum vegna heilsubrests. Stjórnarflokkarnir gáfu eldri borgurum og öryrkjum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2013. Því var lofað, að kjaragliðnun frá krepputímanum yrði leiðrétt, það er lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður til að vega upp gliðnunina sl. fimm ár en á því tímabili hækkuðu lágmarkslaun miklu meira en lífeyrir. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að efna þetta loforð. Auk þess lofuðu stjórnarflokkarnir að afturkalla alla kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Tvö þeirra, sem ég gat um hér að framan, hafa verið afturkölluð. Eitt rann út af sjálfu sér, þar eð lögin voru tímabundin. En þrjú atriði hafa ekki verið afturkölluð. Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: „Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.“ Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009 tafarlaust. Miðað við þessar ákveðnu samþykktir komast flokkarnir ekki hjá því að efna þessi kosningaloforð. Það verður að efna þau strax. Þrátt fyrir að aðeins lítill hluti kosningaloforða við aldraða hafi verið efndur lét ríkisstjórnin sér sæma að minnka hækkun á lífeyri, sem aldraðir og öryrkjar áttu að fá samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um áramót. Lífeyrir átti að hækka um 3,5%. En nú hefur verið ákveðið að að hækkunin verði aðeins 3%. Þetta gerist þótt lífeyrir hafi um tíma verið frystur í kreppunni þegar laun voru að hækka. Ég skora á ríkisstjórnina að leiðrétta þetta aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Engar nýjar kjarabætur til handa öldruðum er að finna í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2015. Aðeins er í frumvarpinu eðlileg leiðrétting vegna fjölgunar bótaþega lífeyristrygginga milli ára og vegna hækkunar á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna ellilífeyrisþega samkvæmt samkomulagi, sem stjórnvöld gerðu við Landssamtök lífeyrissjóða 2010. Í rauninni hefur ríkisstjórnin ekki látið aldraða fá neinar kjarabætur frá því á sumarþinginu 2013. Það sem ríkisstjórnin lét af hendi rakna þá var rýrt í roðinu: Hætt var að láta grunnlífeyri skerðast vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Það gagnaðist þeim betur settu á meðal eldri borgara, þ.e. þeim, sem höfðu góðan lífeyrissjóð. Frítekjumarki vegna atvinnutekna aldraðra var breytt þannig að frítekjumarkið var hækkað úr 40 þúsund kr. á mánuði í 110 þúsund kr. á mánuði. Það kom þeim til góða sem voru á vinnumarkaðnum. Ríkisstjórnin gerði hins vegar ekkert á sumarþinginu fyrir þá verr settu meðal eldri borgara, þ.e. þá sem höfðu lélegan lífeyrissjóð eða gátu ekki verið á vinnumarkaðnum vegna heilsubrests. Stjórnarflokkarnir gáfu eldri borgurum og öryrkjum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2013. Því var lofað, að kjaragliðnun frá krepputímanum yrði leiðrétt, það er lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður til að vega upp gliðnunina sl. fimm ár en á því tímabili hækkuðu lágmarkslaun miklu meira en lífeyrir. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20%. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að efna þetta loforð. Auk þess lofuðu stjórnarflokkarnir að afturkalla alla kjaraskerðinguna frá 1. júlí 2009. Þar var um sex atriði að ræða. Tvö þeirra, sem ég gat um hér að framan, hafa verið afturkölluð. Eitt rann út af sjálfu sér, þar eð lögin voru tímabundin. En þrjú atriði hafa ekki verið afturkölluð. Á flokksþingi Framsóknarflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: „Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.“ Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að afturkalla ætti kjaraskerðinguna frá 2009 tafarlaust. Miðað við þessar ákveðnu samþykktir komast flokkarnir ekki hjá því að efna þessi kosningaloforð. Það verður að efna þau strax. Þrátt fyrir að aðeins lítill hluti kosningaloforða við aldraða hafi verið efndur lét ríkisstjórnin sér sæma að minnka hækkun á lífeyri, sem aldraðir og öryrkjar áttu að fá samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um áramót. Lífeyrir átti að hækka um 3,5%. En nú hefur verið ákveðið að að hækkunin verði aðeins 3%. Þetta gerist þótt lífeyrir hafi um tíma verið frystur í kreppunni þegar laun voru að hækka. Ég skora á ríkisstjórnina að leiðrétta þetta aftur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun