KR gekk í dag frá samningum við tvo Dani. Einn sóknarmann og einn markvarðarþjálfara.
Hinn 25 ára gamli Sören Frederiksen kemur til KR frá dönsku meisturunum í Álaborg. Þetta er sagður vera duglegur leikmaður sem geti leyst allar stöður framarlega á vellinum.
Hann er uppalinn hjá SönderjyskE og var keyptur þaðan til FCK. Frá FCK fór hann síðan til Álaborgar. Sören samdi út næsta sumar.
Henrik Bödker hefur síðan verið ráðinn yfirmarkvarðarþjálfari hjá KR. Hann verður einnig í þjálfarateymi meistaraflokks og aðstoðarþjálfari með Guðmundi Benediktssyni.
Bödker hefur verið hjá Stjörnunni síðustu fjögur ár.
Frederiksen og Bödker sömdu við KR

Mest lesið



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni
Íslenski boltinn


55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Íslenski boltinn




Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth
Enski boltinn