Björgvin Páll: Þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir Sverre á morgun Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 19:15 Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Eva Björk Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði gegn Frökkum í gær og skellti í lás í markinu í fyrri hálfleik. Það er alltaf stutt í brosið hjá markverðinum snjalla og hann var í fínum gír eins og „strákarnir okkar“. Hann var sáttur með frammistöðuna í Frakkaleiknum. „Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta gekk vel upp og góð tilfinning mestallan leikinn. Að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum er mjög jákvætt og gefur góð fyrirheit um framhaldið líka að gæjarnir fyrir framan mig eru að berjast eins og ljón. Íslenska geðveikin er til staðar," segir Björgvin Páll Gústavsson. Tékkarnir eru ekki eins sterkir eins og Frakkar en þeir eru stórhættulegir. „Já þeir eru með heimsklassa leikmenn eins og Jicha og Horak sem eru stórhættulegir. Þeir hafa ekki komist í sinn gír til þessa. Það er okkar hlutverk að halda því áfram að það gerist ekki. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að stoppa þá og skoða vel á myndböndum. Ef við ætlum að fara áfram þá verðum við að klára þennan leik. Tvö stig gegn Tékkum koma okkur áfram og stig gegn Frökkum gerir þann leik eiginlega ómerkan," segir Björgvin Páll. Er ekki vont ef Tékkarnir vinna að þurfa að eiga allt undir gegn liði eins og Egyptalandi sem er með fullt af stuðningsmönnum og hafa kannski dómgæsluna með sér? „Jú þetta eru bara tveir leikir sem við verðum að vera klárir í og mikilvægt að þessi stígandi haldi áfram. Ég ætla að vona að þessi Frakkaleikur hafi kveikt í okkur því þessi leikur gegn Tékkum er gríðarlega mikilvægur. Það væri þægilegt að fara í leikinn við Egypta og vita það að við séum komnir áfram og geta því farið afslappaðri í leikinn við Egypta. Við þurfum helst að vinna báða leikina til að enda sem efst í riðlinum. Það skiptir kannski ekki máli hvar við endum í riðlinum því liðin í D-riðlinum er það sterk. Við viljum klára báða leikina," segir Björgvin. Hvernig er skrokkurinn, ertu ekki með marbletti eftir leikinn? „Ég held að ég sé minnst kvalinn af öllum. Þetta er langt mót og það þarf tíma til að hlaða sig en við erum í góðum höndum hjá Ella sjúkraþjálfara (Elís Þór Rafnsson) og Pétur (Örn Gunnarsson) er á leiðinni og við erum í góðum höndum þar og náum að bursta þessa marbletti í burtu," segir Björgvin. Þarf ekki að draga „gömlu“ mennina út úr rúmunum á morgnana, eru þeir ekki alveg búnir á því? „Alla vega Sverre, hann svaf yfir sig í morgun. Þannig að þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir hann á morgun," segir Björgvin. Allt viðtalið við Björgvin Pál er aðgengilegt hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson var í banastuði gegn Frökkum í gær og skellti í lás í markinu í fyrri hálfleik. Það er alltaf stutt í brosið hjá markverðinum snjalla og hann var í fínum gír eins og „strákarnir okkar“. Hann var sáttur með frammistöðuna í Frakkaleiknum. „Já, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta gekk vel upp og góð tilfinning mestallan leikinn. Að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum er mjög jákvætt og gefur góð fyrirheit um framhaldið líka að gæjarnir fyrir framan mig eru að berjast eins og ljón. Íslenska geðveikin er til staðar," segir Björgvin Páll Gústavsson. Tékkarnir eru ekki eins sterkir eins og Frakkar en þeir eru stórhættulegir. „Já þeir eru með heimsklassa leikmenn eins og Jicha og Horak sem eru stórhættulegir. Þeir hafa ekki komist í sinn gír til þessa. Það er okkar hlutverk að halda því áfram að það gerist ekki. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að stoppa þá og skoða vel á myndböndum. Ef við ætlum að fara áfram þá verðum við að klára þennan leik. Tvö stig gegn Tékkum koma okkur áfram og stig gegn Frökkum gerir þann leik eiginlega ómerkan," segir Björgvin Páll. Er ekki vont ef Tékkarnir vinna að þurfa að eiga allt undir gegn liði eins og Egyptalandi sem er með fullt af stuðningsmönnum og hafa kannski dómgæsluna með sér? „Jú þetta eru bara tveir leikir sem við verðum að vera klárir í og mikilvægt að þessi stígandi haldi áfram. Ég ætla að vona að þessi Frakkaleikur hafi kveikt í okkur því þessi leikur gegn Tékkum er gríðarlega mikilvægur. Það væri þægilegt að fara í leikinn við Egypta og vita það að við séum komnir áfram og geta því farið afslappaðri í leikinn við Egypta. Við þurfum helst að vinna báða leikina til að enda sem efst í riðlinum. Það skiptir kannski ekki máli hvar við endum í riðlinum því liðin í D-riðlinum er það sterk. Við viljum klára báða leikina," segir Björgvin. Hvernig er skrokkurinn, ertu ekki með marbletti eftir leikinn? „Ég held að ég sé minnst kvalinn af öllum. Þetta er langt mót og það þarf tíma til að hlaða sig en við erum í góðum höndum hjá Ella sjúkraþjálfara (Elís Þór Rafnsson) og Pétur (Örn Gunnarsson) er á leiðinni og við erum í góðum höndum þar og náum að bursta þessa marbletti í burtu," segir Björgvin. Þarf ekki að draga „gömlu“ mennina út úr rúmunum á morgnana, eru þeir ekki alveg búnir á því? „Alla vega Sverre, hann svaf yfir sig í morgun. Þannig að þarf að stilla tvær vekjaraklukkur fyrir hann á morgun," segir Björgvin. Allt viðtalið við Björgvin Pál er aðgengilegt hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira