Patrekur: Ég er stoltur af strákunum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2015 15:30 Vísir/AFP Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24
Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50
Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40
Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti