Fótbolti

Markavélin í Udinese á leið til Bandaríkjanna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Antonio Di Natale skorar grimmt.
Antonio Di Natale skorar grimmt. vísir/getty
Antonio Di Natale, framherji Udinese í Seríu A á Ítalíu, hefur gefið það út að hann mun yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Þessi 37 ára gamli fyrrverandi landsliðsmaður Ítalíu, sem ætlaði að leggja skóna á hilluna síaðsta sumar, gefur ekkert upp um hvert hann ætlar nema hann sé á leið til Bandaríkjanna.

MLS-liðið New York Red Bulls hefur verið orðað við Di Natale sem og NASL-liðið New York Cosmos. NASL-deildin er sú næst efsta í Bandaríkjunum. Það er talið hafa boðið Ítalanum sex milljóna punda samning fyrir tvö ár.

Di Natale hefur spilað allan sinn feril á Ítalíu, en hann gekk í raðir Udinese frá Empoli árið 2004 og hefur síðan þá skorað 188 mörk í 350 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×