Redknapp: Miðjumenn Arsenal gætu ekki tæklað kvöldmatinn sinn | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 09:45 Oliver Giroud, framherji Arsenal, sársvekktur í gærkvöldi. vísir/getty Arsenal er í vondum málum í Meistaradeildinni og stefnir allt í að liðið falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð. Það tapaði á heimavelli, 3-1, fyrir franska liðinu Monaco í gær, en síðasta markið fékk það á sig á fjórðu mínútu í uppbótartíma, þremur mínútum eftir að minnka muninn í 2-1.Sjá einnig:Berbatov: Arsenal hafði ekki efni á því að vanmeta okkur Monaco var mun sterkara á miðjunni þar sem Geoffrey Kondogbia, leikmaður franska liðsins, fór á kostum, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Arsenal var stöðvað á miðjunni. Mér fannst Coquelin ekki svo slakur en hann var tekinn út af þegar hann fékk gula spjaldið. Þá var Arsenal bara með Cazorla, frábæran sóknarmann, Rosicky og Alex Oxlade-Chamberlain inn á miðjunni,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn. „Sú miðja gæti ekki tæklað kvöldmatinn sinn! Kondogbia var stórkostlegur fyrir Monaco. Hann er nákvæmlega sá leikmaður sem Arsenal þarf á að halda,“ bætti hann við. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, tók undir með enska landsliðsmanninum fyrrverandi.Sjá einnig:Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír „Arsenal var svo óskipulagt. Arsene Wenger reynir alltaf að spila einhvern frábæran fótbolta. Liðið er með alla þessa skapandi leikmenn sem vilja sækja en öll lið sem afreka eitthvað eru með mismunandi leikmenn innan sinna raða. Þau eru bæði með leikmenn sem geta sótt og þá sem losa pressuna á sitt eigið lið,“ sagði Graeme Souness. „Ég hef sagt það margsinnis áður, að það er alltof auðvelt að spila á móti Arsenal. Meðal gott lið í Evrópu valtaði yfir það í kvöld.“Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Arsenal er í vondum málum í Meistaradeildinni og stefnir allt í að liðið falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð. Það tapaði á heimavelli, 3-1, fyrir franska liðinu Monaco í gær, en síðasta markið fékk það á sig á fjórðu mínútu í uppbótartíma, þremur mínútum eftir að minnka muninn í 2-1.Sjá einnig:Berbatov: Arsenal hafði ekki efni á því að vanmeta okkur Monaco var mun sterkara á miðjunni þar sem Geoffrey Kondogbia, leikmaður franska liðsins, fór á kostum, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Arsenal var stöðvað á miðjunni. Mér fannst Coquelin ekki svo slakur en hann var tekinn út af þegar hann fékk gula spjaldið. Þá var Arsenal bara með Cazorla, frábæran sóknarmann, Rosicky og Alex Oxlade-Chamberlain inn á miðjunni,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn. „Sú miðja gæti ekki tæklað kvöldmatinn sinn! Kondogbia var stórkostlegur fyrir Monaco. Hann er nákvæmlega sá leikmaður sem Arsenal þarf á að halda,“ bætti hann við. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, tók undir með enska landsliðsmanninum fyrrverandi.Sjá einnig:Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír „Arsenal var svo óskipulagt. Arsene Wenger reynir alltaf að spila einhvern frábæran fótbolta. Liðið er með alla þessa skapandi leikmenn sem vilja sækja en öll lið sem afreka eitthvað eru með mismunandi leikmenn innan sinna raða. Þau eru bæði með leikmenn sem geta sótt og þá sem losa pressuna á sitt eigið lið,“ sagði Graeme Souness. „Ég hef sagt það margsinnis áður, að það er alltof auðvelt að spila á móti Arsenal. Meðal gott lið í Evrópu valtaði yfir það í kvöld.“Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25