Syndir mæðranna Hildur Björnsdóttir skrifar 11. mars 2015 11:30 Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós. Ég hafði fengið spurninguna oft áður, mun sennilega fá hana oft aftur og veit að ógrynni kvenna fær hana daglega. Í hvert sinn sem spurningin er borin upp finnst mér ég hafa verið svikin. Ég gerði allt sem þau sögðu. Allt sem ætlast var til af mér. Samt spyrja þau um svíðandi samviskubitið. Líkt og ég hafi gert eitthvað rangt. Líkt og ég hafi syndgað. Í uppeldi mínu var femínismi aldrei til umræðu. Ég veit í sjálfu sér ekki hver ástæðan var eða hvort það hafi verið ástæða yfir höfuð. Misrétti kynjanna var fjarskyldur frændi og þörf fyrir kvennabaráttu fullkomlega framandi. Allt í gegnum barnæsku mína, menntaskólaárin og háskólaárin gat ég ekki séð að kyn mitt hefði nokkra þýðingu aðra en líffræðilega. Aldrei fann ég til vanmáttarkenndar gagnvart gagnstæða kyninu og aldrei upplifði ég skerta möguleika vegna kyns. Aldrei. Ekki einu sinni. Snemma í barnæsku innrætum við stúlkum stóra drauma og háleitar hugmyndir. Framtíðin ógnarstór hvítur strigi. Möguleikarnir margvíslegir og tækifærin endalaus – þenjast út með alheiminum og eiga sér engin takmörk. Við hvetjum þær til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Við segjum samfélagið betra með fleiri konum við stjórnvölinn. Með fleiri konum í ábyrgðarstöðum. Með fleiri konum í efstu þrepunum. Þetta eru skilaboðin sem við sendum. Þetta eru skilaboðin sem þær fá. Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir. Síðustu ár hef ég staðið frammi fyrir spurningum. Óteljandi spurningum sem draga heimsmynd mína í efa. Fólk virðist hafa af því djúpstæðar áhyggjur að móðir vinni fulla vinnu. Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni. Annað sem ég hef heyrt áður. Þó Ísland standi framarlega á sviði kynjajafnréttis heyrist enn hringla í hlekkjunum sem takmarka svigrúm kvenna utan heimilisins. Sú takmörkun er ekki fólgin í skertum möguleikum á menntun og tækifærum. Öllu heldur viðhorfum. Viðhorfum til kvenna og kynjahlutverka. Viðhorfum sem virðast svo brennimerkt í þjóðarsálina að hvorki pendúlar né jónað vatn gætu sært úr þeim rotvarnarefnin. Ef við viljum sjá fleiri konur í fremstu víglínu - eða bara einhverri víglínu - þarf að breyta þessum viðhorfum. Viðhorfum sem sífellt setja konur í tapsætið. Viðhorfum sem skipa þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna. Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Úlfar í trúargæru Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. 19. janúar 2015 11:36 Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Hún spurði hvort ég væri ekki sakbitin. Hvort krossinn væri ekki þungur að bera. Fyrirfram ákveðin hugmynd spyrjanda um svar mitt var augljós. Ég hafði fengið spurninguna oft áður, mun sennilega fá hana oft aftur og veit að ógrynni kvenna fær hana daglega. Í hvert sinn sem spurningin er borin upp finnst mér ég hafa verið svikin. Ég gerði allt sem þau sögðu. Allt sem ætlast var til af mér. Samt spyrja þau um svíðandi samviskubitið. Líkt og ég hafi gert eitthvað rangt. Líkt og ég hafi syndgað. Í uppeldi mínu var femínismi aldrei til umræðu. Ég veit í sjálfu sér ekki hver ástæðan var eða hvort það hafi verið ástæða yfir höfuð. Misrétti kynjanna var fjarskyldur frændi og þörf fyrir kvennabaráttu fullkomlega framandi. Allt í gegnum barnæsku mína, menntaskólaárin og háskólaárin gat ég ekki séð að kyn mitt hefði nokkra þýðingu aðra en líffræðilega. Aldrei fann ég til vanmáttarkenndar gagnvart gagnstæða kyninu og aldrei upplifði ég skerta möguleika vegna kyns. Aldrei. Ekki einu sinni. Snemma í barnæsku innrætum við stúlkum stóra drauma og háleitar hugmyndir. Framtíðin ógnarstór hvítur strigi. Möguleikarnir margvíslegir og tækifærin endalaus – þenjast út með alheiminum og eiga sér engin takmörk. Við hvetjum þær til að ganga menntaveginn, hafa metnað og stefna hátt. Við segjum samfélagið betra með fleiri konum við stjórnvölinn. Með fleiri konum í ábyrgðarstöðum. Með fleiri konum í efstu þrepunum. Þetta eru skilaboðin sem við sendum. Þetta eru skilaboðin sem þær fá. Hafandi móttekið þessi skilaboð frá blautu barnsbeini var það ákveðið áfall - raunar reiðarslag - þegar hulunni var svipt af raunveruleikanum og samfélagið tók niður grímuna. Þegar viðhorfin breyttust. Þegar ég varð móðir. Síðustu ár hef ég staðið frammi fyrir spurningum. Óteljandi spurningum sem draga heimsmynd mína í efa. Fólk virðist hafa af því djúpstæðar áhyggjur að móðir vinni fulla vinnu. Því virðist finnast sjálfsagt að konur klári nokkrar háskólagráður en læsi þær svo á myrkum stað þegar móðurhlutverkið knýr dyra. Því virðist finnast ég - og aðrar útivinnandi mæður - eiga eitthvað vantalað við samvisku okkar. Að ógleymdri sjálfselskunni. Annað sem ég hef heyrt áður. Þó Ísland standi framarlega á sviði kynjajafnréttis heyrist enn hringla í hlekkjunum sem takmarka svigrúm kvenna utan heimilisins. Sú takmörkun er ekki fólgin í skertum möguleikum á menntun og tækifærum. Öllu heldur viðhorfum. Viðhorfum til kvenna og kynjahlutverka. Viðhorfum sem virðast svo brennimerkt í þjóðarsálina að hvorki pendúlar né jónað vatn gætu sært úr þeim rotvarnarefnin. Ef við viljum sjá fleiri konur í fremstu víglínu - eða bara einhverri víglínu - þarf að breyta þessum viðhorfum. Viðhorfum sem sífellt setja konur í tapsætið. Viðhorfum sem skipa þeim að velja. Fjölskyldu eða frama. Ómögulegt sé að gera bæði án þess að bregðast á einhverri vígstöð. Það er kominn tími til að setja punkt aftan við vitleysuna. Á meðan maðurinn minn hefur ekki samviskubit hef ég ekki samviskubit. Á meðan maðurinn minn fær ekki spurninguna vil ég ekki spurninguna. Hættið að senda okkur þessi skilaboð. Hættið að spyrja.
Úlfar í trúargæru Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. 19. janúar 2015 11:36
Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar