Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur Davíð hélt tölu á setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Vísir/Facebook/Vilhelm Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira