Bandaríkjamenn skellihlæja að súkkulaðikökuáti Sigmundar Davíðs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2015 12:15 Þáttastjórnandinn Peter Sagal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og svona gæti umtalaðasta súkkulaðikökusneið landsins hafa litið út. Visir Súkkulaðikökuát Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra var tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heimsins, Wait Wait… Don't Tell Me á útvarpsstöðinni NPR (National Public Radio) á dögunum. Í þættinum þarf fólk að giska í eyðurnar en teknar eru fyrir furðufréttir úr öllum heimshornum. Þátturinn hefur verið í gangi frá árinu 1998 og er líklega vinsælasti spurninga- og grínþátturinn í útvarpi vestan hafs.Halldór gerði grín að kökumálinu í Fréttablaðinu í vikunni.Teikning/HalldórStjórnarandstaðan varð æf síðastliðinn mánudag þegar Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur þegar fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, var til umræða. Svandís sagði hegðun Sigmundar með algjörum ólíkindum.Sjá einnig:Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, sagði að hann hefði ekki haldið að neitt í hegðun forsætisráðherra lengur gæti komi honum á óvart. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa.”„Og þetta er satt“ Í útvarpsþættinum Wait Wait…Don't tell me á laugardaginn var komið inn á skemmtilegar fréttir vestra og víðar í heiminum. Lögreglumenn sem þurftu að hjálpa manni sem festist í körfuboltahring í Seattle var dæmi um frétt sem tekin var fyrir en síðar var komið að forsætisráðherra vor. Spurt var: Í vikunni sem leið skaust forsætisráðherra Íslands úr þingsal meðan hann sat fyrir svörum kollega sinna í þinginu til þess að gera hvað?Hér má sjá atriðið úr þættinum skriftað. Textinn er tekinn af síðu NPR.Peter Grosz, bandarískur leikari sem sat fyrir svörum, giskaði á að Sigmundur hefði ætlað að flýja Ísland sem var augljóslega ekki rétt svar. Meðal annarra gesta í þættinum var leikarinn góðkunni Steve Buscemi. „Nei, til þess að næla sér í síðustu sneiðina af ókeypis köku,“ upplýsti þáttastjórnandinn Peter Sagal áhorfendur í hljóðveri í New York sem skelltu upp úr.Sjá einnig:Fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkutröll íshokkílandsliðsins Sagal, sem þykir afar fyndinn þáttastjórnandi, hélt áfram: „Hann flúði í miðri umræðu með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi þar sem hann taldi að kakan væri að verða búin. Gagnrýni svaraði hann á þann veg, og þetta er satt, að um Djöflatertu væri að ræða, með kremi, þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.“ Skelltu áhorfendur upp úr á nýjan leik.Einnar hæðar Djöflaterta Má ætla að Peter Sagal hafi fengið ítarlegar upplýsingar sínar um súkkulaðikökuna girnilegu í gegnum frétt Nútímans þar sem kakan var greind því sem næst í öreindir. „Kakan var þó aðeins einnar hæðar og boðið var upp á rjóma með. Heimildir Nútímans herma að Sigmundur hafi fengið síðustu sneiðina, lokað sig af og borðað hana,“ sagði í frétt Nútímans.Sigmundur og súkkulaðikakan voru tekin fyrir í hlutanum Listen to the Story sem heyra má í spilaranum að neðan. Spurningin um ráðherra okkar er borin upp eftir um fjóra og hálfa mínútu. Alþingi Tengdar fréttir „Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47 "Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32 Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Súkkulaðikökuát Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra var tekið fyrir í einum vinsælasta spurningaþætti heimsins, Wait Wait… Don't Tell Me á útvarpsstöðinni NPR (National Public Radio) á dögunum. Í þættinum þarf fólk að giska í eyðurnar en teknar eru fyrir furðufréttir úr öllum heimshornum. Þátturinn hefur verið í gangi frá árinu 1998 og er líklega vinsælasti spurninga- og grínþátturinn í útvarpi vestan hafs.Halldór gerði grín að kökumálinu í Fréttablaðinu í vikunni.Teikning/HalldórStjórnarandstaðan varð æf síðastliðinn mánudag þegar Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur þegar fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, var til umræða. Svandís sagði hegðun Sigmundar með algjörum ólíkindum.Sjá einnig:Í ósamstæðum skóm á fundi með Obama „Og virðulegur forseti, var hann að fara á fund? Var að hann tala við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða Sameinuðu þjóðirnar eða hvað?“ Á þessum tímapunkti var orðið „súkkulaðikaka“ hrópað úr þingsal. „Hann var að fá sér köku, virðulegur forseti!” sagði þá Svandís. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður pírata, sagði að hann hefði ekki haldið að neitt í hegðun forsætisráðherra lengur gæti komi honum á óvart. „Virðulegur forseti, ég hélt að ég væri endanlega hættur að verða hissa á nokkurs konar lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég pínulítið hissa.”„Og þetta er satt“ Í útvarpsþættinum Wait Wait…Don't tell me á laugardaginn var komið inn á skemmtilegar fréttir vestra og víðar í heiminum. Lögreglumenn sem þurftu að hjálpa manni sem festist í körfuboltahring í Seattle var dæmi um frétt sem tekin var fyrir en síðar var komið að forsætisráðherra vor. Spurt var: Í vikunni sem leið skaust forsætisráðherra Íslands úr þingsal meðan hann sat fyrir svörum kollega sinna í þinginu til þess að gera hvað?Hér má sjá atriðið úr þættinum skriftað. Textinn er tekinn af síðu NPR.Peter Grosz, bandarískur leikari sem sat fyrir svörum, giskaði á að Sigmundur hefði ætlað að flýja Ísland sem var augljóslega ekki rétt svar. Meðal annarra gesta í þættinum var leikarinn góðkunni Steve Buscemi. „Nei, til þess að næla sér í síðustu sneiðina af ókeypis köku,“ upplýsti þáttastjórnandinn Peter Sagal áhorfendur í hljóðveri í New York sem skelltu upp úr.Sjá einnig:Fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkutröll íshokkílandsliðsins Sagal, sem þykir afar fyndinn þáttastjórnandi, hélt áfram: „Hann flúði í miðri umræðu með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi þar sem hann taldi að kakan væri að verða búin. Gagnrýni svaraði hann á þann veg, og þetta er satt, að um Djöflatertu væri að ræða, með kremi, þeyttum rjóma og niðursoðnum perum.“ Skelltu áhorfendur upp úr á nýjan leik.Einnar hæðar Djöflaterta Má ætla að Peter Sagal hafi fengið ítarlegar upplýsingar sínar um súkkulaðikökuna girnilegu í gegnum frétt Nútímans þar sem kakan var greind því sem næst í öreindir. „Kakan var þó aðeins einnar hæðar og boðið var upp á rjóma með. Heimildir Nútímans herma að Sigmundur hafi fengið síðustu sneiðina, lokað sig af og borðað hana,“ sagði í frétt Nútímans.Sigmundur og súkkulaðikakan voru tekin fyrir í hlutanum Listen to the Story sem heyra má í spilaranum að neðan. Spurningin um ráðherra okkar er borin upp eftir um fjóra og hálfa mínútu.
Alþingi Tengdar fréttir „Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47 "Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05 Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32 Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
„Simmi, eru Píratar nokkuð til í alvöru?“ Pírataflokkurinn er sá stærsti á Íslandi ásamt Sjálfstæðisflokknum samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna. 19. mars 2015 15:47
"Hef ég náð að heilla þig upp úr sitthvorum skónum?" Sigmundur Davíð var gestur Loga og Salka Sól rappaði fyrir hann fréttir vikunnar. 12. október 2014 15:05
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð í hlutverki Klaufabárðanna Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa slegið í gegn í nýju myndbandi. 14. apríl 2015 09:32