Fær 400 þúsund í bætur frá ríkinu vegna ólögmætrar handtöku Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2015 16:42 Lögreglan stóð vaktina við Alþingishúsið þegar mótmæli hófust í kjölfar efnahagshrunsins. Vísir/Arnþór Hæstiréttur Íslands hefur gert íslenska ríkinu að greiða konu á þrítugsaldri 400 þúsund krónur vegna ólöglegrar handtökusem hún varð fyrir árið 2009. Konan hafði farið fram á þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna harðrar framgöngu lögreglu við hana en hún var handtekin tvisvar þetta ár, annars vegar fyrir utan Alþingishúsið í Búsáhaldabyltingunni 20. janúar og svo við Laugaveg 21. maí síðar sama ár.Sjá umfjöllun um munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti í síðustu viku hér. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknaði íslenska ríkið af kröfum konunnar en hún skaut málinu til Hæstaréttar sem hefur dæmt henni 400 þúsund krónur í skaðabætur. Málskostnaður fellur niður og var ríkissjóður dæmdur til að greiða gjafsókn og þóknun lögmanns konunnar. Dæmdar skaðabætur fyrir aðra handtökuna Hæstiréttur dæmir henni þó einungis skaðabætur fyrir aðra handtökuna. Konan var á meðal 22 sem voru handteknir 20. janúar árið 2009 við Alþingishúsið og taldi Hæstiréttur að handtaka hennar og annarra mótmælenda hefði verið nauðsynleg þegar þeir neituðu að fara að fyrirmælum lögreglu um að fara frá Alþingishúsinu en þeir hefðu haft það hlutverk að vernda stjórnarskrárbundna friðhelgi Alþingis sem var að störfum þennan dag. Verjandi ríkisins í málinu sagði aðgerðir lögreglu við Alþingi þennan dag hafa verið þær umfangsmestu síðari ár og að forgangsröðun lögreglu hefði verið að verja Alþingi en ekki handtaka þá sem voru með óspektir. Þeir sem hefðu verið handteknir voru þeir sem höfðu gengið hvað harðast fram og var konan á meðal þeirra.Sjá einnig:Lögregla beitti Orminum á mótmælendur Þá taldi rétturinn að frelsissvipting konunnar hefði ekki varað lengur en óhjákvæmilegt var og ósannað væri að handtaka hennar hefði varað lengur en óhjákvæmilegt var og að ósannað væri að handtak hennar hefði af hálfu lögreglu falið í sér meira harðræði eða vanvirðu en nauðsyn bar til vegna hinna óvenjulega aðstæðna. Hæstiréttur taldi hins vegar handtöku konunnar aðfaranótt 21. maí árið 2009 vera ólögmæta. Konan hélt því fram að hún hefði verið handtekin á réttmæts tilefnis og færð á lögreglustöð þar sem hún var svipt frelsi sínu til hádegis sama dag. Hæstiréttur vísaði til þess að konan hefði verið sýknuð af ákæru um brot gegn almennum hegningarlögum vegna háttsemi hennar gagnvart lögreglumönnum sem voru við skyldustörf umrætt sinn og leiddi til handtökunnar. Taldi Hæstiréttur að ekki hefði legið fyrir lögmætt tilefni til handtköku konunnar og eftirfarandi flutnings hennar á lögreglustöð að því virtu að konan hefði ekki verið drukkin þegar atvik urðu og að leggja yrði til grundvallar að ósannað væri að hún hefði reynt að tálma því að lögreglumennirnir gegndu skyldustörfum sínum. Fékk konan því dæmdar 400 þúsund krónur í bætur vegna þessarar ólögmætu handtöku en hún hafði farið fram á eina og hálfa milljón fyrir hvora handtökuna.Vildu veita vini hennar tiltal Tildrög seinni handtökunnar voru þau að konan var þá stödd í húsasundi við Laugaveg 64 ásamt vini sínum. Höfðu þau verið að skemmta sér og var konan að sækja reiðhjól sem hún hafði skilið þar eftir. Kom þá lögreglubíll aðvífandi með tveimur lögreglumönnum á vettvang. Fóru lögreglumennirnir þess á leit við vin konunnar að hann kæmi með þeim inn í lögreglubílinn þar sem þeir vildu ræða við hann um meinta framkomu hans fyrr um kvöldið. Hafði vinur konunnar, að sögn lögreglumanna, ítrekað hrækt í átt að lögreglubifreiðinni þar sem hún hafi verið við vettvangseftirlit í miðbæ Reykjavíkur.Gerði athugasemdir við framferði lögreglu Bæði konan og vinur hennar báru því við að vinurinn hafi verið snúinn niður af lögreglumönnum á vettvangi og hann síðan dreginn inn í lögreglubifreiðina. Lögreglumennirnir lýstu hins vegar atvikinu á þá leið að vinurinn hefði fylgt lögreglumönnunum á nokkurra átaka við þá. Lögreglan segir konuna hafa hins vegar lent harkalega saman við þá. Kom fram í máli lögreglumanna að konan hefði í engu sinnt fyrirmælum þeirra um að leyfa lögreglu að sinna starfi sínu og að endingu hafi hún veist að þeim og hún þá verið handtekin á vettvangi. Konan sagði hins vegar að hún hefði gert athugasemdir við framferði lögreglunnar gagnvart vini sínum, en fyrir vikið sjálf sætt harkalegri meðferð og handtöku þar sem hún var keyrð niður í jörðina og snúið upp á hendur hennar fyrir aftan bak á meðan annar lögreglumannanna hafi rekið hné harkalega í bak hennar við handtökuna. Alþingi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur gert íslenska ríkinu að greiða konu á þrítugsaldri 400 þúsund krónur vegna ólöglegrar handtökusem hún varð fyrir árið 2009. Konan hafði farið fram á þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna harðrar framgöngu lögreglu við hana en hún var handtekin tvisvar þetta ár, annars vegar fyrir utan Alþingishúsið í Búsáhaldabyltingunni 20. janúar og svo við Laugaveg 21. maí síðar sama ár.Sjá umfjöllun um munnlegan flutning málsins fyrir Hæstarétti í síðustu viku hér. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknaði íslenska ríkið af kröfum konunnar en hún skaut málinu til Hæstaréttar sem hefur dæmt henni 400 þúsund krónur í skaðabætur. Málskostnaður fellur niður og var ríkissjóður dæmdur til að greiða gjafsókn og þóknun lögmanns konunnar. Dæmdar skaðabætur fyrir aðra handtökuna Hæstiréttur dæmir henni þó einungis skaðabætur fyrir aðra handtökuna. Konan var á meðal 22 sem voru handteknir 20. janúar árið 2009 við Alþingishúsið og taldi Hæstiréttur að handtaka hennar og annarra mótmælenda hefði verið nauðsynleg þegar þeir neituðu að fara að fyrirmælum lögreglu um að fara frá Alþingishúsinu en þeir hefðu haft það hlutverk að vernda stjórnarskrárbundna friðhelgi Alþingis sem var að störfum þennan dag. Verjandi ríkisins í málinu sagði aðgerðir lögreglu við Alþingi þennan dag hafa verið þær umfangsmestu síðari ár og að forgangsröðun lögreglu hefði verið að verja Alþingi en ekki handtaka þá sem voru með óspektir. Þeir sem hefðu verið handteknir voru þeir sem höfðu gengið hvað harðast fram og var konan á meðal þeirra.Sjá einnig:Lögregla beitti Orminum á mótmælendur Þá taldi rétturinn að frelsissvipting konunnar hefði ekki varað lengur en óhjákvæmilegt var og ósannað væri að handtaka hennar hefði varað lengur en óhjákvæmilegt var og að ósannað væri að handtak hennar hefði af hálfu lögreglu falið í sér meira harðræði eða vanvirðu en nauðsyn bar til vegna hinna óvenjulega aðstæðna. Hæstiréttur taldi hins vegar handtöku konunnar aðfaranótt 21. maí árið 2009 vera ólögmæta. Konan hélt því fram að hún hefði verið handtekin á réttmæts tilefnis og færð á lögreglustöð þar sem hún var svipt frelsi sínu til hádegis sama dag. Hæstiréttur vísaði til þess að konan hefði verið sýknuð af ákæru um brot gegn almennum hegningarlögum vegna háttsemi hennar gagnvart lögreglumönnum sem voru við skyldustörf umrætt sinn og leiddi til handtökunnar. Taldi Hæstiréttur að ekki hefði legið fyrir lögmætt tilefni til handtköku konunnar og eftirfarandi flutnings hennar á lögreglustöð að því virtu að konan hefði ekki verið drukkin þegar atvik urðu og að leggja yrði til grundvallar að ósannað væri að hún hefði reynt að tálma því að lögreglumennirnir gegndu skyldustörfum sínum. Fékk konan því dæmdar 400 þúsund krónur í bætur vegna þessarar ólögmætu handtöku en hún hafði farið fram á eina og hálfa milljón fyrir hvora handtökuna.Vildu veita vini hennar tiltal Tildrög seinni handtökunnar voru þau að konan var þá stödd í húsasundi við Laugaveg 64 ásamt vini sínum. Höfðu þau verið að skemmta sér og var konan að sækja reiðhjól sem hún hafði skilið þar eftir. Kom þá lögreglubíll aðvífandi með tveimur lögreglumönnum á vettvang. Fóru lögreglumennirnir þess á leit við vin konunnar að hann kæmi með þeim inn í lögreglubílinn þar sem þeir vildu ræða við hann um meinta framkomu hans fyrr um kvöldið. Hafði vinur konunnar, að sögn lögreglumanna, ítrekað hrækt í átt að lögreglubifreiðinni þar sem hún hafi verið við vettvangseftirlit í miðbæ Reykjavíkur.Gerði athugasemdir við framferði lögreglu Bæði konan og vinur hennar báru því við að vinurinn hafi verið snúinn niður af lögreglumönnum á vettvangi og hann síðan dreginn inn í lögreglubifreiðina. Lögreglumennirnir lýstu hins vegar atvikinu á þá leið að vinurinn hefði fylgt lögreglumönnunum á nokkurra átaka við þá. Lögreglan segir konuna hafa hins vegar lent harkalega saman við þá. Kom fram í máli lögreglumanna að konan hefði í engu sinnt fyrirmælum þeirra um að leyfa lögreglu að sinna starfi sínu og að endingu hafi hún veist að þeim og hún þá verið handtekin á vettvangi. Konan sagði hins vegar að hún hefði gert athugasemdir við framferði lögreglunnar gagnvart vini sínum, en fyrir vikið sjálf sætt harkalegri meðferð og handtöku þar sem hún var keyrð niður í jörðina og snúið upp á hendur hennar fyrir aftan bak á meðan annar lögreglumannanna hafi rekið hné harkalega í bak hennar við handtökuna.
Alþingi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?