Fjölnismenn missa einn sinn besta mann | Ivanovski á heimleið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2015 15:35 Daniel Ivanovski, fyrir miðju, í leik með Fjölni á móti Val. Vísir/Vilhelm Fjölnismenn, spútniklið Pepsi-deildar karla í sumar, hefur orðið fyrir áfalli því liðið þarf að sjá á eftir einum sínum besta leikmanni í sumar. Miðvörðurinn Daniel Ivanovski er á heimleið vegna persónulegra ástæðna og mun ekki spila meira með Grafarvogsliðinu á leiktíðinni. Ivanovski er 31 árs gamall og kemur frá Makedóníu. Hann spilaði í Svíþjóð áður en hann kom í Grafarvoginn. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, staðfesti þessar fréttir við Vísi í dag en þetta mál er nýkomið upp. „Það eru fjölskylduaðstæður sem valda því að hann vildi bara fara heim. Við stoppum það ekki því maður vill ekki hafa menn í liðinu sem eru ekki alveg hundrað prósent," sagði Ágúst. Fjölnir er í 3. sæti í deildinni eftir 3-0 sigur á Leikni í 8. umferðinni á mánudaginn en liðið hafði áður unnið 3-1 útisigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Fjölnir fékk 9 stig af 9 mögulegum og fékk aðeins eitt mark á sig í síðustu þremur leikjum liðsins með Daniel Ivanovski innanborðs. „Þetta er frábær leikmaður bæði innan sem utan vallar. Þetta er mjög vont fyrir okkur og það reynir dálítið á okkur núna. Nú þurfum við að sýna samstöðu og það þurfa bara aðrir að taka við keflinu," sagði Ágúst sem þarf nú að setja saman nýtt miðvarðarpar. „Hann spilaði sem bakvörður í fyrstu þremur leikjunum og þá voru það Atli (Már Þorbergsson) og Beggi (Bergsveinn Ólafsson) sem voru hafsentar. Við hljótum að leysa þetta. Grafarvogurinn er stór og margir á samningum þannig að við eigum menn í allar stöður," sagði Ágúst. Daniel Ivanovski hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar og hann og fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson hafa náð mjög vel saman í miðri vörninni. Fjölnisliðið hefur aðeins fengið á sig 7 mörk í fyrstu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar þar af aðeins 1 mark í fimm heimaleikjum þar sem liðið hefur þegar haldið marki sínu hreinu í fjórum leikjum. „Við höldum áfram ótrauðir áfram. Við vissum að svona kemur upp þótt að við vissum ekki að þetta nákvæmlega kæmi upp. Menn fara hinsvegar í bönn og meiðast. Það er því mikilvægt að vera með samstilltan hóp og halda áfram," sagði Ágúst en Fjölnir mun leita sér að nýjum leikmanni. „Opnunartíminn er handan við hornið en það er samt mánuður í hann. Við erum samt strax farnir að leita, bæði hér heima og erlendis. Þetta gerðist samt bara um miðjan dag í gær og við vissum ekkert af þessu fyrr," sagði Ágúst. „Hann gerði allt vel í sumar sem hann tók sér fyrir hendur. Þetta er mikill atvinnumaður. Við erum mjög sáttir við hans framlag og hefðum viljað hafa það út tímabilið," sagði Ágúst. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir ÍA 2-0 | Heimamenn réðu ferðinni Eitt mark í hvorum hálfleik dugði Fjölni til sigurs. 31. maí 2015 22:15 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Sjáðu markaveisluna Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur. 25. maí 2015 00:01 Gullöld framundan í Grafarvoginum? Aðeins tvö lið á öðru ári í efstu deild hafa náð í fleiri stig í fyrstu átta umferðunum en þau sem Fjölnismenn hafa aflað í sumar frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Bæði Fram á níunda áratugnum og ÍA á þeim tíunda fögnuðu mörgum titlum í framhaldinu. 17. júní 2015 10:00 Uppbótartíminn: Stoðsending hjá boltastráki og klunnaleg mörk | Myndbönd Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 16. júní 2015 11:30 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Fjölnismenn, spútniklið Pepsi-deildar karla í sumar, hefur orðið fyrir áfalli því liðið þarf að sjá á eftir einum sínum besta leikmanni í sumar. Miðvörðurinn Daniel Ivanovski er á heimleið vegna persónulegra ástæðna og mun ekki spila meira með Grafarvogsliðinu á leiktíðinni. Ivanovski er 31 árs gamall og kemur frá Makedóníu. Hann spilaði í Svíþjóð áður en hann kom í Grafarvoginn. Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, staðfesti þessar fréttir við Vísi í dag en þetta mál er nýkomið upp. „Það eru fjölskylduaðstæður sem valda því að hann vildi bara fara heim. Við stoppum það ekki því maður vill ekki hafa menn í liðinu sem eru ekki alveg hundrað prósent," sagði Ágúst. Fjölnir er í 3. sæti í deildinni eftir 3-0 sigur á Leikni í 8. umferðinni á mánudaginn en liðið hafði áður unnið 3-1 útisigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Fjölnir fékk 9 stig af 9 mögulegum og fékk aðeins eitt mark á sig í síðustu þremur leikjum liðsins með Daniel Ivanovski innanborðs. „Þetta er frábær leikmaður bæði innan sem utan vallar. Þetta er mjög vont fyrir okkur og það reynir dálítið á okkur núna. Nú þurfum við að sýna samstöðu og það þurfa bara aðrir að taka við keflinu," sagði Ágúst sem þarf nú að setja saman nýtt miðvarðarpar. „Hann spilaði sem bakvörður í fyrstu þremur leikjunum og þá voru það Atli (Már Þorbergsson) og Beggi (Bergsveinn Ólafsson) sem voru hafsentar. Við hljótum að leysa þetta. Grafarvogurinn er stór og margir á samningum þannig að við eigum menn í allar stöður," sagði Ágúst. Daniel Ivanovski hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar og hann og fyrirliðinn Bergsveinn Ólafsson hafa náð mjög vel saman í miðri vörninni. Fjölnisliðið hefur aðeins fengið á sig 7 mörk í fyrstu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar þar af aðeins 1 mark í fimm heimaleikjum þar sem liðið hefur þegar haldið marki sínu hreinu í fjórum leikjum. „Við höldum áfram ótrauðir áfram. Við vissum að svona kemur upp þótt að við vissum ekki að þetta nákvæmlega kæmi upp. Menn fara hinsvegar í bönn og meiðast. Það er því mikilvægt að vera með samstilltan hóp og halda áfram," sagði Ágúst en Fjölnir mun leita sér að nýjum leikmanni. „Opnunartíminn er handan við hornið en það er samt mánuður í hann. Við erum samt strax farnir að leita, bæði hér heima og erlendis. Þetta gerðist samt bara um miðjan dag í gær og við vissum ekkert af þessu fyrr," sagði Ágúst. „Hann gerði allt vel í sumar sem hann tók sér fyrir hendur. Þetta er mikill atvinnumaður. Við erum mjög sáttir við hans framlag og hefðum viljað hafa það út tímabilið," sagði Ágúst.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir ÍA 2-0 | Heimamenn réðu ferðinni Eitt mark í hvorum hálfleik dugði Fjölni til sigurs. 31. maí 2015 22:15 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Sjáðu markaveisluna Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur. 25. maí 2015 00:01 Gullöld framundan í Grafarvoginum? Aðeins tvö lið á öðru ári í efstu deild hafa náð í fleiri stig í fyrstu átta umferðunum en þau sem Fjölnismenn hafa aflað í sumar frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Bæði Fram á níunda áratugnum og ÍA á þeim tíunda fögnuðu mörgum titlum í framhaldinu. 17. júní 2015 10:00 Uppbótartíminn: Stoðsending hjá boltastráki og klunnaleg mörk | Myndbönd Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 16. júní 2015 11:30 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00 Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir ÍA 2-0 | Heimamenn réðu ferðinni Eitt mark í hvorum hálfleik dugði Fjölni til sigurs. 31. maí 2015 22:15
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Fjölnir 3-3 | Sjáðu markaveisluna Valsmenn og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í kvöld á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Öll mörkin sex komu í fyrri hálfleiknum og var hann magnaður og fer sennilega í einhverjar sögubækur. 25. maí 2015 00:01
Gullöld framundan í Grafarvoginum? Aðeins tvö lið á öðru ári í efstu deild hafa náð í fleiri stig í fyrstu átta umferðunum en þau sem Fjölnismenn hafa aflað í sumar frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Bæði Fram á níunda áratugnum og ÍA á þeim tíunda fögnuðu mörgum titlum í framhaldinu. 17. júní 2015 10:00
Uppbótartíminn: Stoðsending hjá boltastráki og klunnaleg mörk | Myndbönd Áttunda umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 16. júní 2015 11:30
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Leiknir 3-0 | Fjölnir tveimur stigum frá toppnum Fjölnir vann sinn þriðja leik í röð og blandaði sér í toppbaráttuna með 3-0 sigri á Leikni. 15. júní 2015 22:00
Uppbótartíminn: Stjörnuhrap og geggjað mark | Myndbönd Sjötta umferðin í Pepsi-deild karla gerð upp í máli, myndum og með myndböndum. 1. júní 2015 09:30