Samkomulag um þinglok að fæðast á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2015 18:30 Forseti Alþingis og varaformaður Framsóknarflokksins hafa í dag fundað stíft með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afgreiðslu mála fyrir sumarleyfi þingsins. Farið er að hilla undir samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok en samstaða virðist um að geyma tvö umdeild mál um virkjanakosti og makríl til haustsins. Alþingi lýkur þó væntanlega ekki störfum fyrr en í lok næstu viku. Stærsta málið sem nokkurn veginn er samkomulag um að afgreiða á Alþingi áður en það fer í sumarleyfi eru frumvörpin um gjaldeyrishöftin. Þau eru hins vegar ekki væntanleg úr nefnd fyrr en eftir helgi. Menn hafa hins vegar í dag reynt að ná samkomulag um afgreiðslu annarra mála fyrir sumarleyfi. Formenn stjórnarndstöðunnar funduðu um málin með Sigurði Inga Jóhannssyni varaformanni Framsóknarflokksins og Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í dag án þess að lokaniðurstaða fengist. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er nokkurn veginn komið samkomulag um að Hvammsvirkjun verði ein samþykkt af fimm virkjunum sem lagðar voru til í breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Að öðru leyti bíði afgreiðsla málsins haustsins ásamt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Enda búið að gefa út reglugerð fyrir yfirstandandi veiðitímabil og makríllinn ekki farinn að láta sjá sig. Þá munu frumvörp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og um opinber fjármál verða látin bíða líka. Ekki er reiknað með að haftafrumvörp fjármálaráðherra komi úr nefnd eftir fyrstu umræðu fyrr en um helgina og afgreiðslu þeirra gæti því lokið í næstu viku. Í dag er hins vegar reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu annarra mála og eru góðar líkur á að það takist í dag eða á morgun. Alþingi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Farið er að hilla undir samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok en samstaða virðist um að geyma tvö umdeild mál um virkjanakosti og makríl til haustsins. Alþingi lýkur þó væntanlega ekki störfum fyrr en í lok næstu viku. Stærsta málið sem nokkurn veginn er samkomulag um að afgreiða á Alþingi áður en það fer í sumarleyfi eru frumvörpin um gjaldeyrishöftin. Þau eru hins vegar ekki væntanleg úr nefnd fyrr en eftir helgi. Menn hafa hins vegar í dag reynt að ná samkomulag um afgreiðslu annarra mála fyrir sumarleyfi. Formenn stjórnarndstöðunnar funduðu um málin með Sigurði Inga Jóhannssyni varaformanni Framsóknarflokksins og Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í dag án þess að lokaniðurstaða fengist. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er nokkurn veginn komið samkomulag um að Hvammsvirkjun verði ein samþykkt af fimm virkjunum sem lagðar voru til í breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar. Að öðru leyti bíði afgreiðsla málsins haustsins ásamt makrílfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Enda búið að gefa út reglugerð fyrir yfirstandandi veiðitímabil og makríllinn ekki farinn að láta sjá sig. Þá munu frumvörp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja niður Bankasýslu ríkisins og um opinber fjármál verða látin bíða líka. Ekki er reiknað með að haftafrumvörp fjármálaráðherra komi úr nefnd eftir fyrstu umræðu fyrr en um helgina og afgreiðslu þeirra gæti því lokið í næstu viku. Í dag er hins vegar reynt að ná samkomulagi um afgreiðslu annarra mála og eru góðar líkur á að það takist í dag eða á morgun.
Alþingi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira