Vallarstjóri Kópavogsvallar prófar nýja hluti fyrir sjónvarpsleik kvöldsins | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2015 15:06 Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
Breiðablik og Fjölnir mætast í kvöld í lokaleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta. Guðjón Guðmundsson mun lýsa leiknum frá Kópavogsvelli í kvöld og hann heimsótti Kópavogsvöllinn í dag til að skoða aðstæður fyrir leik kvöldsins. Guðjón ræddi við þá Eystein Pétur Lárusson, framkvæmdastjóra, vallarstjórann Magnús Val Böðvarsson og leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson. Það eru ekki bara leikmenn og þjálfarar sem þurfa að undirbúa sig fyrir leiki í Pepsi-deild karla. Það er í mörg horn að líta hjá framkvæmdastjórum félaganna þegar um heimaleiki er að ræða eins og í kvöld. Aðstæður í Kópavogi eru eins og best verður á kosið. „Það er í mörg horn að líta og við erum svo heppin að hafa einvalalið bæði af foreldrum og sjálfboðaliðum. Við erum líka með flotta stjórn og allir leggja sitt að mörkum til að gera leikdagana sem besta," sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í viðtali við Gaupa. „Þetta er komið í svolitla rútínu hjá okkur. Fyrst á vorin þegar við erum að byrja þá þurfa hlutir að vera í lagi. Þegar það er komið inn á tímabilið þá er þetta eins og smurð vél," sagði Eysteinn Pétur. „Við erum með sjoppuna og við erum með mat fyrir leik. Það er VIP-stúkan, miðasalan og veitingarsalan. Við höfum líka verið að glíma við veikindi í leikmannahópnum og svoleiðis hlutir koma inn á borð hjá manni. Þetta er líka öryggisgæslan, móttaka á liðum og móttaka á fjölmiðlamönnum sem og að uppfylla þessar kröfur frá KSÍ upp á leyfiskerfið að gera. Það eru allir með sín hlutverk á hreinu þegar kemur að leikdegi," sagði Eysteinn. Það þarf líka að koma vellinum sjálfum í stand. „Það þarf náttúrulega að vera með eitthvað til að spila á. Við erum með einvalalið frá Kópavogsbæ sem er að sjá um það. Þeir standa sig vel í því og völlurinn hefur að ég held aldrei verið betri en núna í kvöld," sagði Eysteinn. Guðjón hitti líka vallarstjórann sjálfan Magnús Val Böðvarsson, sem var á fullu að slá völlinn þegar sjónvarpsmenn mættu á svæðið. „Við erum að vinna í því að klára allt," sagði Magnús Valur sem var að slá völlinn á ská þegar Gaupi hitti á hann. „Ég er að prófa eitthvað nýtt þar sem að þetta er nú sjónvarpsleikur. Ég á síðan eftir að slá úr hinni áttinni líka þannig að það komi fram tíglar," sagði Magnús. „Völlurinn er alveg í toppstandi," sagði Magnús Valur en Guðjón hitti líka leikmann Breiðabliks og starfsmann Kópavogsvallar, Oliver Sigurjónsson, í ferð sinni í Kópavog í dag. „Nú er maður í vinnugallanum. Maður þarf að vinna eitthvað á daginn til þess að vera tilbúinn fyrir kvöldið. Oftast er ég að vinna frá átta til tólf á leikdegi en í dag ákvað ég frekar að vinna frá tíu til tvö," sagði Oliver sem hefur spilað mjög vel með Blikum í sumar. „Maður nennir ekki að vera heima og bora í nefið allan daginn. Það er ekki gaman af því. Ég get alveg eins verið hér að hjálpa til að gera völlinn kláran eins og að vera heima að gera ekki neitt," sagði Oliver. Það má sjá allt innslagið hjá Gaupa hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira