Stjörnukonur ekki búnar að gefast upp | Þróttur féll í 1.deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2015 19:49 Vísir/Ernir Kvennalið Stjörnunnar lifir enn í voninni um að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn eftir 4-0 stórsigur á Þór/KA fyrir norðan. Þróttur er hinsvegar fallið niður í 1. deild eftir tap á móti KR á heimavelli. Stjarnan er því áfram sjö stigum á eftir toppliði Breiðabliks en þrjár umferðir eru eftir og því níu stig ennþá í pottinum. Breiðablik vann öruggan sigur á Val á sama tíma. Stjarnan endaði fimm leikja sigurgöngu Þór/KA með 4-0 sigri á Þórsvelli en þetta var fyrsta tap Þór/KA á heimavelli sínum í sumar. Stjarnan fékk góða hjálp í byrjun þegar Ágústa Kristinsdóttir skoraði sjálfsmark eftir aðeins níu mínútur og Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni síðan í 2-0 rétt fyrir hálfleik. Francielle Manoel Alberto og Rúna Sif Stefánsdóttir innsigluðu sigurinn í seinni hálfleiknum þegar þær skoruðu með aðeins sex mínútna millibili. Þróttur varð að vinna KR til að eiga möguleika á að bjarga sér og Þróttarakonur komust bæði í 1-0 og 2-1 í leiknum. KR tryggðu sér hinsvegar sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum og sendu Þróttarliði niður í 1. deild með 3-2 sigri. KR náði einnig átta stiga forskoti á Aftureldingu sem tapaði fyrir Selfossi á sama tíma. KR-konur fóru því langleiðina með að bjarga sér frá falli og senda Mosfellsbæjardömur niður í 1. deildina með Þrótti.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Breiðablik - Valur 6-0 1-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (3.), 2-0 Fanndís Friðriksdóttir (43.), 3-0 Fanndís Friðriksdóttir (56.), 4-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (59.), 5-0 Fanndís Friðriksdóttir (89.), 6-0 Svava Rós Guðmunsdóttir (90.+2).Þór/KA - Stjarnan 0-4 0-1 Sjálfsmark (8.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (44.), 0-3 Francielle Manoel Alberto (63.), 0-4 Rúna Sif Stefánsdóttir (69.).Þróttur - KR 2-31-0 Valgerður Jóhannsdóttir (7.), 1-1 Chelsea A. Leiva (22.), 2-1 Eva Þóra Hartmannsdóttir (49.), 2-2 Sjálfsmark (57.), 2-3 Hulda Ósk Jónsdóttir (64.).Afturelding - Selfoss 1-3 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (20.), 1-1 Elise Kotsakis (36.), 1-2 Magdalena Anna Reimus (63.), 1-3 Dagný Brynjarsdóttir, víti (90.+2). Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 6-0 | Blikar einum sigri frá titlinum Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan. 25. ágúst 2015 09:28 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar lifir enn í voninni um að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn eftir 4-0 stórsigur á Þór/KA fyrir norðan. Þróttur er hinsvegar fallið niður í 1. deild eftir tap á móti KR á heimavelli. Stjarnan er því áfram sjö stigum á eftir toppliði Breiðabliks en þrjár umferðir eru eftir og því níu stig ennþá í pottinum. Breiðablik vann öruggan sigur á Val á sama tíma. Stjarnan endaði fimm leikja sigurgöngu Þór/KA með 4-0 sigri á Þórsvelli en þetta var fyrsta tap Þór/KA á heimavelli sínum í sumar. Stjarnan fékk góða hjálp í byrjun þegar Ágústa Kristinsdóttir skoraði sjálfsmark eftir aðeins níu mínútur og Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni síðan í 2-0 rétt fyrir hálfleik. Francielle Manoel Alberto og Rúna Sif Stefánsdóttir innsigluðu sigurinn í seinni hálfleiknum þegar þær skoruðu með aðeins sex mínútna millibili. Þróttur varð að vinna KR til að eiga möguleika á að bjarga sér og Þróttarakonur komust bæði í 1-0 og 2-1 í leiknum. KR tryggðu sér hinsvegar sigur með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum og sendu Þróttarliði niður í 1. deild með 3-2 sigri. KR náði einnig átta stiga forskoti á Aftureldingu sem tapaði fyrir Selfossi á sama tíma. KR-konur fóru því langleiðina með að bjarga sér frá falli og senda Mosfellsbæjardömur niður í 1. deildina með Þrótti.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Breiðablik - Valur 6-0 1-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (3.), 2-0 Fanndís Friðriksdóttir (43.), 3-0 Fanndís Friðriksdóttir (56.), 4-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (59.), 5-0 Fanndís Friðriksdóttir (89.), 6-0 Svava Rós Guðmunsdóttir (90.+2).Þór/KA - Stjarnan 0-4 0-1 Sjálfsmark (8.), 0-2 Harpa Þorsteinsdóttir (44.), 0-3 Francielle Manoel Alberto (63.), 0-4 Rúna Sif Stefánsdóttir (69.).Þróttur - KR 2-31-0 Valgerður Jóhannsdóttir (7.), 1-1 Chelsea A. Leiva (22.), 2-1 Eva Þóra Hartmannsdóttir (49.), 2-2 Sjálfsmark (57.), 2-3 Hulda Ósk Jónsdóttir (64.).Afturelding - Selfoss 1-3 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (20.), 1-1 Elise Kotsakis (36.), 1-2 Magdalena Anna Reimus (63.), 1-3 Dagný Brynjarsdóttir, víti (90.+2).
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 6-0 | Blikar einum sigri frá titlinum Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan. 25. ágúst 2015 09:28 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 6-0 | Blikar einum sigri frá titlinum Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan. 25. ágúst 2015 09:28