Erum við eftirá og með allt niðrum okkur? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eftirá! Við erum takmörkuð og takmörkum hvert annað, þannig er Ísland í dag. Við veifum höndum og fótum og höldum því fram að Ísland sé best í heimi og ég trúði því í 40 ár, eða þar til ég þurfti skyndilega að fara að nota hjólastól. Aðgengi takmarkar mig á hverjum degi og það sem áður var svo sjálfsagt er í dag stór hindrun. Heimsóknir til vina og ættingja í lyftulausum blokkum er liðin tíð, búðaráp á Laugavegi er úr myndinni og ég get alls ekki keypt mér litla risíbúð eða snotra kjallaraíbúð o.s.frv. Ég er heft af þjóðfélagi sem hefur ekki enn stigið inn í nútímann, þjóðfélagi sem virðir ekki mannréttindi mín né annars fatlaðs fólks nema í orði. Við fatlaða fólkið erum heft af ráðamönnum sem fullgilda ekki samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þó þeir segi að við eigum að hafa sama rétt og aðrir. Það er merkilegt hvað Íslendingar og íslensk stjórnvöld eru komin skammt á veg í aðgengismálum og hve erfitt það reynist okkur fötluðu fólki að fá ófatlað fólk til að hugsa út frá algildri hönnun, þegar haft er í huga að árið 1969 steig maður á tunglið í fyrsta skipti en ennþá árið 2015 flækist það fyrir íslensku samfélagi að koma okkur, fólki í hjólastólum, frá fyrstu hæð upp á aðra. Hvernig stendur á þessu? Nú tala ég út frá hreyfihömluðu fólki en í okkar hópi er líka heyrnarskert, sjónskert, fótbrotið, ólétt og hjartveikt fólk ásamt fólki sem verður tímabundið hreyfihamlað, sem sagt alls konar fólk. Hvað er að í okkar samfélagi? Er það aumingjavæðingin margumrædda, er auðveldara að hlaupa til og styðja aumingjann? Er ekki eðlilegra að gera fólki kleift að bjarga sér sjálft? Nú stendur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir undirskriftasöfnun þar sem allir 18 ára og eldri eru hvattir til að skora á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 156 lönd hafa fullgilt samninginn en fimm lönd í Evrópu hafa ekki enn gert það og er Ísland þar á meðal. Farðu inn á obi.is eða visir.is og horfðu á myndbönd sem lýsa aðstæðum fatlaðs fólks á Íslandi. Það er dapurlegt að sjá misréttið sem fólk er kerfisbundið beitt, meðvitað og ómeðvitað. Við þurfum viðhorfsbreytingu og við þurfum hana strax, stjórnvöld verða að hysja upp um sig og fullgilda samninginn, til að við öll sem þetta land byggjum séum jöfn og jafngild, því fatlað fólk er með væntingar til lífsins alveg eins og aðrir. Undirskrift þín skiptir okkur öll máli.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar