Flóttamenn á Íslandi Gunnhildur Árnadóttir skrifar 11. september 2015 10:00 Íslendingar eru, ásamt 146 öðrum þjóðum, aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna. Samningurinn er frá 1951 og bókun sama efnis frá 1968. Ríki, sem eru aðilar að bókuninni, skuldbinda sig til að beita efnisákvæðum samningsins um flóttamenn, eins og þeir eru skilgreindir í samningnum. Í stuttu máli má segja, að með aðild að samningnum samþykki Íslendingar skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á hugtakinu flóttamaður, og fylgi þeim reglum, sem um þá eru settar í alþjóðasamningum. Flóttamenn, sem eru skrásettir í flóttamannabúðum UNHCR, og hafa fengið viðurkennda stöðu sem slíkir, geta stundum ekki nýtt sér vernd í því landi, þar sem þeir eru staddir hverju sinni, og það er því oft mat Flóttamannastofnunarinnar, að nauðsynlegt sé að flytja þá til þriðja lands. Þegar svo er, þá biðla SÞ til aðildarríkja samningsins að taka við þessum einstaklingum og veita þeim vernd samkvæmt ákvæðum samningsins. Þessir flóttamenn eru oft nefndir „kvótaflóttamenn“, þ.e. „resettlement refugees“. Hælisleitendur, sem oft eru nefndir svo í fréttum, eru ekki í þessum hópi. Það eru þessir kvótaflóttamenn, sem rætt er hvort Íslendingar eigi að taka við. Flóttamenn, sem nú þegar hafa verið skilgreindir sem slíkir og eiga skýlausan rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Íslendingar hafa í yfir 50 ár verið aðilar að samningi, sem staðfestir þennan rétt þeirra. Það virðist sem þessi staðreynd hafi farið fram hjá meirihluta þeirra, sem mæla gegn móttöku flóttamanna. Hér er ekki um að ræða einhverja „lukkuriddara“, sem stökkva um borð í báta í leit að betur launaðri vinnu, eða konur og unglingsstúlkur, sem hafa heyrt að gaman sé að versla í Lindex. Þvert á móti er hér um að ræða fólk, sem æðstu yfirvöld flóttamannamála í heiminum hafa viðurkennt sem einstaklinga sem „er/u utan heimalands síns […] af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa þangað aftur.“ (skilgreining á hugtakinu flóttamaður skv. 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna). Við höfum öll séð myndirnar í fréttum og á samfélagsmiðlum. Enginn gerir að gamni sínu að koma sér í þá stöðu, sem þar birtist okkur. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið á móti níu kvótaflóttamönnum að meðaltali á ári. Það eru tæplega þrír flóttamenn á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar hafa Finnar tekið við tíu sinnum fleiri, eða 34 á hverja 100.000, Norðmenn 123 á hverja 100.000 og Svíar 160 á hverja 100.000. Ef við öll þykjumst í augnablik vera sammála um, að taka eigi við kvótaflóttamönnum og fjölga í hópnum; hvernig á þá að standa að því, og hversu mörgum eigum við að taka við? Persónulega tel ég, að í stað þess að taka við 50, þá þyrfti talan að vera mun hærri. Það er ekki þar með sagt, að við eigum að keppa við hæstu tölur nágrannaríkjanna, enda værum við þá að tala um yfir 400 manns á ári, sem íslenska aðferðin við móttöku flóttamanna myndi ekki ráða við. Fram að þessu hefur Rauði kross Íslands borið hitann og þungann af móttöku flóttamanna á Íslandi, og hafa samtökin staðið sig með eindæmum vel við það verkefni. Þetta má greina í öllum viðhorfskönnunum og viðtölum, sem tekin hafa verið við flóttamenn, búsetta á Íslandi. En ef íslensk ríkisstjórn ræðst í það verkefni að veita fjölda kvótaflóttamanna búsetu á Íslandi, þá er það ekki raunsætt að ætlast til þess, að félagasamtök og sjálfboðaliðar annist það verkefni alfarið. Það þarf að setja ákveðinn ramma utan um þjónustu við flóttamenn og aðlögun þeirra að samfélaginu. Í Noregi tilheyrir þessi þjónusta sveitarfélögunum. Þegar skrifað er undir samning um búsetu flóttamanns í tilteknu sveitarfélagi, þá flyst viðkomandi frá flóttamannahæli (asylmottak) til sveitarfélagsins. Það er þá á ábyrgð sveitarfélagsins að útvega einstaklingi eða fjölskyldu húsnæði, hvort sem það er á almennum leigumarkaði eða í félagsbústöðum. Einnig ber sveitarfélaginu skylda til að tryggja einstaklingunum aðlögunarferli, sem felur í sér norskukennslu, samfélagskennslu, ásamt öðru námi og verkefnum, sem miða að því að viðkomandi geti á tveimur árum útskrifast úr þessu ferli og við taki launuð atvinna eða framhaldsnám. Þetta ferli er ekki gallalaust, en mætti þó taka til fyrirmyndar, þegar Íslendingar ráðast í móttöku og aðlögun nýrra flóttamanna. Að mörgu er að huga og mikilvægt, að vel sé staðið að þessu starfi, og þá ekki síst heilbrigðisþættinum. Hlýhugurinn, sem komið hefur fram í íslensku samfélagi síðustu daga, er stórkostlegur. Ég vil þó benda á, að þessar lausnir eru flestar hverjar skammtímalausnir. Þær eru sannarlega mikilvægar, þegar neyðin ber að dyrum. Um leið er þó nauðsynlegt, að hefja vinnu og leit að langtímalausnum og framhaldsaðstoð skipulögð. Tryggja þarf að hægt sé að veita þá þjónustu sem flóttamennirnir þurfa á að halda, á tungumáli sem þeir skilja. Því er mikilvægt að túlkaþjónusta sé fyrir hendi innan heilbrigðisgeirans, að nægt framboð sé af sálfræðiaðstoð og áfallahjálp og að íslenskukennsla geti farið fram, þó ekki sé nema að einhverju leyti, á móðurmáli flóttamannanna. Við þá, sem álíta að íslensk stjórnvöld ættu fyrsta að taka til heima fyrir, áður en ráðist er í að flytja þurfandi fólk til landsins, vil ég segja þetta: Þessir valmöguleikar útiloka ekki hvor annan! Það er ekki verið að ræða um að taka af fólki þau réttindi sem fylgja því að vera íslenskur ríkisborgari og færa flóttamönnum hann í staðinn á silfurfati. Haldið verður áfram að vinna í málefnum öryrkja, heimilislausra, geðsjúkra og aldraðra, samhliða vinnu við málefni flóttamanna. Svo verður bara að segjast að vandamálin heima fyrir verða svo ósköp lítilvæg, sé litið á þau í samanburði við þau vandamál sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr baráttu þeirra sem erfitt eiga á Íslandi, en munum það að yfir 2.600 manns hafa látist það sem af er ári við það eitt að reyna að bjarga sjálfum sér og fjölskyldum sínum úr lífshættu! Ég efast um að nokkrir Íslendingar sjái sinn einasta lífsmöguleika í því að hætta lífi og limum við að setjast um borð í árabát og leggja í langferð yfir hafið til nágrannalandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru, ásamt 146 öðrum þjóðum, aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna. Samningurinn er frá 1951 og bókun sama efnis frá 1968. Ríki, sem eru aðilar að bókuninni, skuldbinda sig til að beita efnisákvæðum samningsins um flóttamenn, eins og þeir eru skilgreindir í samningnum. Í stuttu máli má segja, að með aðild að samningnum samþykki Íslendingar skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á hugtakinu flóttamaður, og fylgi þeim reglum, sem um þá eru settar í alþjóðasamningum. Flóttamenn, sem eru skrásettir í flóttamannabúðum UNHCR, og hafa fengið viðurkennda stöðu sem slíkir, geta stundum ekki nýtt sér vernd í því landi, þar sem þeir eru staddir hverju sinni, og það er því oft mat Flóttamannastofnunarinnar, að nauðsynlegt sé að flytja þá til þriðja lands. Þegar svo er, þá biðla SÞ til aðildarríkja samningsins að taka við þessum einstaklingum og veita þeim vernd samkvæmt ákvæðum samningsins. Þessir flóttamenn eru oft nefndir „kvótaflóttamenn“, þ.e. „resettlement refugees“. Hælisleitendur, sem oft eru nefndir svo í fréttum, eru ekki í þessum hópi. Það eru þessir kvótaflóttamenn, sem rætt er hvort Íslendingar eigi að taka við. Flóttamenn, sem nú þegar hafa verið skilgreindir sem slíkir og eiga skýlausan rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Íslendingar hafa í yfir 50 ár verið aðilar að samningi, sem staðfestir þennan rétt þeirra. Það virðist sem þessi staðreynd hafi farið fram hjá meirihluta þeirra, sem mæla gegn móttöku flóttamanna. Hér er ekki um að ræða einhverja „lukkuriddara“, sem stökkva um borð í báta í leit að betur launaðri vinnu, eða konur og unglingsstúlkur, sem hafa heyrt að gaman sé að versla í Lindex. Þvert á móti er hér um að ræða fólk, sem æðstu yfirvöld flóttamannamála í heiminum hafa viðurkennt sem einstaklinga sem „er/u utan heimalands síns […] af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa þangað aftur.“ (skilgreining á hugtakinu flóttamaður skv. 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna). Við höfum öll séð myndirnar í fréttum og á samfélagsmiðlum. Enginn gerir að gamni sínu að koma sér í þá stöðu, sem þar birtist okkur. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið á móti níu kvótaflóttamönnum að meðaltali á ári. Það eru tæplega þrír flóttamenn á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar hafa Finnar tekið við tíu sinnum fleiri, eða 34 á hverja 100.000, Norðmenn 123 á hverja 100.000 og Svíar 160 á hverja 100.000. Ef við öll þykjumst í augnablik vera sammála um, að taka eigi við kvótaflóttamönnum og fjölga í hópnum; hvernig á þá að standa að því, og hversu mörgum eigum við að taka við? Persónulega tel ég, að í stað þess að taka við 50, þá þyrfti talan að vera mun hærri. Það er ekki þar með sagt, að við eigum að keppa við hæstu tölur nágrannaríkjanna, enda værum við þá að tala um yfir 400 manns á ári, sem íslenska aðferðin við móttöku flóttamanna myndi ekki ráða við. Fram að þessu hefur Rauði kross Íslands borið hitann og þungann af móttöku flóttamanna á Íslandi, og hafa samtökin staðið sig með eindæmum vel við það verkefni. Þetta má greina í öllum viðhorfskönnunum og viðtölum, sem tekin hafa verið við flóttamenn, búsetta á Íslandi. En ef íslensk ríkisstjórn ræðst í það verkefni að veita fjölda kvótaflóttamanna búsetu á Íslandi, þá er það ekki raunsætt að ætlast til þess, að félagasamtök og sjálfboðaliðar annist það verkefni alfarið. Það þarf að setja ákveðinn ramma utan um þjónustu við flóttamenn og aðlögun þeirra að samfélaginu. Í Noregi tilheyrir þessi þjónusta sveitarfélögunum. Þegar skrifað er undir samning um búsetu flóttamanns í tilteknu sveitarfélagi, þá flyst viðkomandi frá flóttamannahæli (asylmottak) til sveitarfélagsins. Það er þá á ábyrgð sveitarfélagsins að útvega einstaklingi eða fjölskyldu húsnæði, hvort sem það er á almennum leigumarkaði eða í félagsbústöðum. Einnig ber sveitarfélaginu skylda til að tryggja einstaklingunum aðlögunarferli, sem felur í sér norskukennslu, samfélagskennslu, ásamt öðru námi og verkefnum, sem miða að því að viðkomandi geti á tveimur árum útskrifast úr þessu ferli og við taki launuð atvinna eða framhaldsnám. Þetta ferli er ekki gallalaust, en mætti þó taka til fyrirmyndar, þegar Íslendingar ráðast í móttöku og aðlögun nýrra flóttamanna. Að mörgu er að huga og mikilvægt, að vel sé staðið að þessu starfi, og þá ekki síst heilbrigðisþættinum. Hlýhugurinn, sem komið hefur fram í íslensku samfélagi síðustu daga, er stórkostlegur. Ég vil þó benda á, að þessar lausnir eru flestar hverjar skammtímalausnir. Þær eru sannarlega mikilvægar, þegar neyðin ber að dyrum. Um leið er þó nauðsynlegt, að hefja vinnu og leit að langtímalausnum og framhaldsaðstoð skipulögð. Tryggja þarf að hægt sé að veita þá þjónustu sem flóttamennirnir þurfa á að halda, á tungumáli sem þeir skilja. Því er mikilvægt að túlkaþjónusta sé fyrir hendi innan heilbrigðisgeirans, að nægt framboð sé af sálfræðiaðstoð og áfallahjálp og að íslenskukennsla geti farið fram, þó ekki sé nema að einhverju leyti, á móðurmáli flóttamannanna. Við þá, sem álíta að íslensk stjórnvöld ættu fyrsta að taka til heima fyrir, áður en ráðist er í að flytja þurfandi fólk til landsins, vil ég segja þetta: Þessir valmöguleikar útiloka ekki hvor annan! Það er ekki verið að ræða um að taka af fólki þau réttindi sem fylgja því að vera íslenskur ríkisborgari og færa flóttamönnum hann í staðinn á silfurfati. Haldið verður áfram að vinna í málefnum öryrkja, heimilislausra, geðsjúkra og aldraðra, samhliða vinnu við málefni flóttamanna. Svo verður bara að segjast að vandamálin heima fyrir verða svo ósköp lítilvæg, sé litið á þau í samanburði við þau vandamál sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr baráttu þeirra sem erfitt eiga á Íslandi, en munum það að yfir 2.600 manns hafa látist það sem af er ári við það eitt að reyna að bjarga sjálfum sér og fjölskyldum sínum úr lífshættu! Ég efast um að nokkrir Íslendingar sjái sinn einasta lífsmöguleika í því að hætta lífi og limum við að setjast um borð í árabát og leggja í langferð yfir hafið til nágrannalandanna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun