Er ekki stemming fyrir því? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. september 2015 12:00 Stemming í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnæturglampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litbrigðum. Allir í bátana er stemmingin þá, borgarbúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir, og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Félag kvenna í atvinnulífinu finnur fyrir góðri stemmingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Það verkefni sem á hug okkar þessi misserin er að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst haustið 2013 með því að Creditinfo tók saman tölur þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá febrúar 2009 til ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Konur voru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Fjölmiðlaverkefnið FKA er fyrst og síðast samstarfsverkefni sem hefur þrjá snertifleti. Með stjórnendum fjölmiðla að því að auka vægi fjölbreytileika á ritstjórnum og í stjórnendahópnum. Ásamt því að skapa menningu og stemmingu fyrir því að konur og karlar með ólíkan bakgrunn haldist í störfum innan fjölmiðla. Búinn til vettvangur á www.fka.is þar sem fjölmiðlafólk getur fundið nýja viðmælendur á svipstundu. Nú þegar eru yfir 300 konur inni á vef FKA sem segja JÁ við fjölmiðla. Verum konur til verksins hefur verið áhersla í innra starfi félagsins með því að vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að koma fram í fjölmiðlum. Við finnum fyrir góðri stemmingu með nýjum áherslum á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Fjölmiðlahópur FKA hóf tilraunaverkefni með sjónvarpsstöðinni Hringbraut sl. vor þar sem Hulda Bjarnadóttir stýrði viðskiptaþættinum Hringtorg. Niðurstaðan var að ekkert mál var að fá konur í þáttinn og þegar upp var staðið voru kvenkyns viðmælendur 20 á móti 16 körlum, allt einstaklingar úr framvarðasveit íslensk atvinnulífs. Einnig eru dæmi um gríðarlegar breytingar innan fjölmiðla hvað varðar stjórnendur og áherslur ritstjórna. Í nóvember nk. verður morgunráðstefna m.a. í samvinnu við 356 miðla, RÚV og Hringbraut þar sem farið verður yfir hver staðan er, hvað hefur breyst, hvernig gengur og hvernig við getum bætt stöðuna. Það er greinileg stemming fyrir því hafa áhrif og taka þátt í að breyta samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Stemming í þjóðfélaginu er skemmtileg skepna. Á sumrin skottumst við um í lopapeysum á ættarmótum með miðnæturglampa í augum. Haustið kemur svo með sínum fallegu litbrigðum. Allir í bátana er stemmingin þá, borgarbúar komnir á sinn stað, skólar byrjaðir, og fé sótt á fjöll. Ábyrgð og framkvæmdagleði svífur yfir vötnum. Félag kvenna í atvinnulífinu finnur fyrir góðri stemmingu í samfélaginu fyrir því að láta til sín taka og hafa áhrif. Það verkefni sem á hug okkar þessi misserin er að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Verkefnið hófst haustið 2013 með því að Creditinfo tók saman tölur þar sem greining var gerð á viðmælendum í ljósvakamiðlum frá febrúar 2009 til ágúst 2013. Niðurstaðan var sláandi en virðist samt ekki hafa komið neinum á óvart. Konur voru einn þriðji af viðmælendum ljósvakamiðlanna. Á þessu sannast eins og oft áður að staðreyndin er oft önnur en tilfinningin. Fjölmiðlaverkefnið FKA er fyrst og síðast samstarfsverkefni sem hefur þrjá snertifleti. Með stjórnendum fjölmiðla að því að auka vægi fjölbreytileika á ritstjórnum og í stjórnendahópnum. Ásamt því að skapa menningu og stemmingu fyrir því að konur og karlar með ólíkan bakgrunn haldist í störfum innan fjölmiðla. Búinn til vettvangur á www.fka.is þar sem fjölmiðlafólk getur fundið nýja viðmælendur á svipstundu. Nú þegar eru yfir 300 konur inni á vef FKA sem segja JÁ við fjölmiðla. Verum konur til verksins hefur verið áhersla í innra starfi félagsins með því að vinna að því að þjálfa og efla konur í atvinnulífi í að koma fram í fjölmiðlum. Við finnum fyrir góðri stemmingu með nýjum áherslum á að auka ásýnd kvenna í fjölmiðlum. Fjölmiðlahópur FKA hóf tilraunaverkefni með sjónvarpsstöðinni Hringbraut sl. vor þar sem Hulda Bjarnadóttir stýrði viðskiptaþættinum Hringtorg. Niðurstaðan var að ekkert mál var að fá konur í þáttinn og þegar upp var staðið voru kvenkyns viðmælendur 20 á móti 16 körlum, allt einstaklingar úr framvarðasveit íslensk atvinnulífs. Einnig eru dæmi um gríðarlegar breytingar innan fjölmiðla hvað varðar stjórnendur og áherslur ritstjórna. Í nóvember nk. verður morgunráðstefna m.a. í samvinnu við 356 miðla, RÚV og Hringbraut þar sem farið verður yfir hver staðan er, hvað hefur breyst, hvernig gengur og hvernig við getum bætt stöðuna. Það er greinileg stemming fyrir því hafa áhrif og taka þátt í að breyta samfélaginu.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar