Pylsuvagn á aðventu í Tókýó Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 9. október 2015 07:00 Nýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðislega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina. Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar. Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskiptafulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis. Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafulltrúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Viðskiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis. Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamannastraumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfellum þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðislega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina. Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar. Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskiptafulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis. Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafulltrúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Viðskiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis. Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamannastraumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfellum þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar