Á Ósi hjálpast allir að Eva Bjarnadóttir og Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir skrifar 20. október 2015 00:00 Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Bjarnadóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Leikskólar eiga það sameiginlegt að langflestir foreldrar eru ánægðir með störf þeirra. Þetta sýna kannanir ár hvert. Þeir eru allskonar; stórir og smáir, fjölmennir og fámennir, og vinna eftir allskyns stefnum og markmiðum sem gera starf þeirra áhugavert og skólalífið skemmtilegt. En ekki gefst öllum foreldrum tækifæri til að kynnast starfi leikskóla síns innan frá og taka þátt í því.Foreldrarekinn leikskóli Leikskólinn okkar hefur þá sérstöðu að foreldrarnir reka skólann. Reyndar köllum við leikskólann okkar barnaheimili, því hann er heimili barnanna okkar stærsta hluta dagsins. Við lítum á okkur sem stóra fjölskyldu sem hefur það sameiginlega markmið að gera barnaheimilið að góðum stað fyrir okkur öll. Í því felst að hjálpast að þegar taka þarf til hendinni. Laga húsnæðið eða leikvöllinn, elda matinn og hugsa um börnin. Við foreldrar göngum í öll verk ef á þarf að halda. Þannig kynnumst við og sköpum traust sem smitast til barnanna. Eðlilega hentar okkar hugmyndafræði ekki öllum, en hún er stórsniðug fyrir þá sem vilja taka þátt í leiksskólastarfinu og hafa tíma og getu til þess að sinna því.Lýðræðislegur rekstur Rekstur barnaheimilisins er þannig lýðræðislegur. Daglegur rekstur og faglegt starf er á höndum leiksskólastýrunnar, en mánaðarlega hittast foreldrarnir allir og taka sameiginlegar ákvarðanir um meginatriðin og fá kynningu á starfinu. Þannig verðum við meðvituð um kostnaðinn og vitum hvert gjöldin okkar fara. Þá fáum við líka góðar hugmyndir um það hvernig við eflum starfið og styðjum fóstrurnar. Já, fóstrur! Á Ósi notum við ennþá þetta gamla orð. Ekki vegna þess að við séum svo íhaldssöm, heldur af því að okkur, foreldrum og starfsfólki, þykir orðið fallegt og lýsa svo vel hlutverki kennaranna og leiðbeinandanna sem fóstra börnin okkar alla daga.Vináttan skapar traust Við tengjumst fóstrunum vinaböndum. Eflaust er jafn krefjandi og það er skemmtilegt að vera fóstra á Ósi, því þar hittumst við jafnt í fataklefanum, í foreldraviðtölum og sumarbústöðum. Á hverju ári förum við öll saman, fóstrur, börn og foreldrar í sumarbústað og skemmtum okkur heila helgi. Og á hverju ári halda fóstrur og foreldrar sameiginlega árshátíð og gleðjast saman. En við stöndum líka saman þegar illa gengur. Við vitum nefnilega að sambandið sem við eigum við fólkið, sem stundum eyðir lengri tíma með börnum okkar en við sjálf, verður að byggja á raunverulegu trausti og þá er gott að þekkjast vel. Við leggjum áherslu á að Ós er ekki einkarekinn, heldur foreldrarekinn leikskóli. Hagnaður er ekki okkar markmið og hver króna er notuð til að skapa þennan valkost fyrir foreldra og börn í Reykjavík. Við erum fjölbreyttur hópur barna, foreldra og fóstra og eigum til dæmis sjö mismunandi móðurmál. Það hefur reynst foreldrum af erlendum uppruna vel að kynnast jafn auðveldlega fjölskyldum með börn á sama reki og þar teljum við okkur geta verið góða fyrirmynd fyrir aðra skóla.Foreldrarekinn leikskóli í 42 ár Nú í október verður Ós 42 ára. Við erum stolt af barnaheimilinu okkar og samfélaginu sem það hýsir. Tilraunaverkefni um foreldrarekinn leikskóla sem hófst með opnun barnaheimilis í Dugguvogi, er nú á Bergþórugötu, annast 33 börn og er starfstaður 11 kvenna og karla með menntun á ýmsum sviðum. Við erum stolt af því að þriðja kynslóð Ósara er nú á barnaheimilinu í gula bárujárnhúsinu við Bergþórugötuna.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun