Verkin tala, eða hvað? Steingrímur J. Sigfússon skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Nokkra athygli hefur vakið að undanförnu hversu lítið gengur undan ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Af einum 120 stjórnarþingmálum samkvæmt málalista ríkisstjórnarinnar fyrir jól hafa aðeins milli 20 og 30 sést ennþá. Frægt varð þegar ríkisstjórnin tók sér lengsta sumarfrí sem sögur fara af á lýðveldistímanum og felldi með öllu niður fundi í vel á annan mánuð. Formenn stjórnarflokkanna virðast vera á góðri leið með að ganga af stjórnarskrármálinu dauðu með seinagangi og undanbrögðum. Þeir leggja sjálfir til að formenn allra stjórnmálaflokka hittist áður en stjórnarskrárnefnd ljúki störfum, en boða svo ekki slíkan fund og voru reyndar báðir erlendis út þá viku sem þeir fóru að bera nauðsyn slíks fundar fyrir sig. Nú getur margt verra hent en það að menn komi litlu í verk, einkum ef mönnum eru mislagðar hendur. Eða, eins og einn orðhagur frændi minn fyrir norðan sagði: „Það er vont ef hroðvirkir menn eru duglegir því þá gera þeir svo mikið illa.“ Vandinn er hins vegar sá að verkefnin blasa alls staðar við, bæði þau sem tengjast úrvinnslumálum eftir Hrun, viðfangsefni líðandi stundar og margvíslegur undirbúningur undir framtíðina. Landflóttinn, húsnæðismálin, fæðingarorlofið, styrking velferðarkerfisins og fjárfesting í innviðum samfélagsins í þágu betri framtíðar sem hvetji ungt fólk til framtíðarbúsetu hér. Af nógu er að taka. Þá er athyglisverður listi þar sem ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar hafa einfaldlega gefist upp, jafnvel um eða fyrir mitt kjörtímabil. Örfá dæmi: • Sjávarútvegsráðherra gafst upp við breytingar á kvótakerfinu. • Iðnaðarráðherra gafst upp með náttúrupassann (sem betur fer vissulega), en upplausn ríkir í staðinn. • Utanríkisráðherra gafst upp með formlega afturköllun ESB-umsóknar. • Innanríkisráðherra virðist hafa gefist upp með samgönguáætlun (engin áætlun allt kjörtímabilið). • Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist vera að gefast upp með húsnæðisfrumvörpin og Framsókn með afnám verðtryggingar (loforðið mikla). Fjármálaráðherra kennt um. Verkin tala, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nokkra athygli hefur vakið að undanförnu hversu lítið gengur undan ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Af einum 120 stjórnarþingmálum samkvæmt málalista ríkisstjórnarinnar fyrir jól hafa aðeins milli 20 og 30 sést ennþá. Frægt varð þegar ríkisstjórnin tók sér lengsta sumarfrí sem sögur fara af á lýðveldistímanum og felldi með öllu niður fundi í vel á annan mánuð. Formenn stjórnarflokkanna virðast vera á góðri leið með að ganga af stjórnarskrármálinu dauðu með seinagangi og undanbrögðum. Þeir leggja sjálfir til að formenn allra stjórnmálaflokka hittist áður en stjórnarskrárnefnd ljúki störfum, en boða svo ekki slíkan fund og voru reyndar báðir erlendis út þá viku sem þeir fóru að bera nauðsyn slíks fundar fyrir sig. Nú getur margt verra hent en það að menn komi litlu í verk, einkum ef mönnum eru mislagðar hendur. Eða, eins og einn orðhagur frændi minn fyrir norðan sagði: „Það er vont ef hroðvirkir menn eru duglegir því þá gera þeir svo mikið illa.“ Vandinn er hins vegar sá að verkefnin blasa alls staðar við, bæði þau sem tengjast úrvinnslumálum eftir Hrun, viðfangsefni líðandi stundar og margvíslegur undirbúningur undir framtíðina. Landflóttinn, húsnæðismálin, fæðingarorlofið, styrking velferðarkerfisins og fjárfesting í innviðum samfélagsins í þágu betri framtíðar sem hvetji ungt fólk til framtíðarbúsetu hér. Af nógu er að taka. Þá er athyglisverður listi þar sem ríkisstjórnin eða einstakir ráðherrar hafa einfaldlega gefist upp, jafnvel um eða fyrir mitt kjörtímabil. Örfá dæmi: • Sjávarútvegsráðherra gafst upp við breytingar á kvótakerfinu. • Iðnaðarráðherra gafst upp með náttúrupassann (sem betur fer vissulega), en upplausn ríkir í staðinn. • Utanríkisráðherra gafst upp með formlega afturköllun ESB-umsóknar. • Innanríkisráðherra virðist hafa gefist upp með samgönguáætlun (engin áætlun allt kjörtímabilið). • Félags- og húsnæðismálaráðherra virðist vera að gefast upp með húsnæðisfrumvörpin og Framsókn með afnám verðtryggingar (loforðið mikla). Fjármálaráðherra kennt um. Verkin tala, eða hvað?
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun