Staðreyndir um vopnaburð lögreglu Vilhjálmur Árnason skrifar 1. desember 2015 11:52 Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakössum í sex bílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Raunar er ekki um mikla breytingu að ræða og enga stefnubreytingu. Í umræðunni í fyrra kom fram að nokkrir lögreglubílar um land allt væru útbúnir skotvopnum og hafa verið til margra ára. Sú breyting sem hér um ræðir snýst um geymslustað sem miðar að því að stytta viðbragðstíma. Þá er rétt að taka fram að ekki er verið að fjölga vopnum, heldur einungis verið að færa þau milli staða. Einnig er rétt að benda á að þessi ákvörðun tengist á engan hátt hryðjuverkunum í París og/eða aðgerðum þjóða í Evrópu gegn Íslamska ríkinu (IS). Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 2012 gert áhættu- og veikleikagreiningu árlega á öllu landinu sem kynnt er ráðuneytinu og Alþingi. Sú áhættumatsgreining hefur ekki skilað ásættanlegri niðurstöðu og telur ríkisslögreglustjóri brýna ástæðu til viðbragða. Þess vegna hefur staðið yfir undirbúningur hjá lögreglunni sem miðar að því að lögreglumenn séu undir það búnir að nota skotvopn á sem öruggastan hátt, sem er algjört lykilatriði. Ef eitthvað óvænt kemur upp, sem krefst vopnaðra viðbragða, þá verður lögreglan að hafa aðgang að þeim búnaði sem þarf til að tryggja öryggi bæði borgara og sitt eigið.Vilja almennt ekki bera skotvopn við dagleg störf Eðli málsins samkvæmt verða margir uggandi þegar talað er um skotvopnaburð lögreglunnar. Sjálfur er ég engin undantekning. Staðreyndin er sú að lögreglumenn vilja almennt ekki vera vopnaðir eða bera skotvopn við dagleg störf. Enda felur umrædd breyting ekki í sér almennan skotvopnaburð lögreglunnar né auknar heimildir til nýtingar skotvopna.Framkvæmdin hert Því til stuðnings er rétt að taka fram að hérlendis eru í gildi Vopnareglur (nr. 16/1999) sem Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur nýlega opinberað. Samkvæmt þeim fær engin lögreglumaður vopn í hendur nema að varðstjóri afhendi það að undangengnum ákveðnum viðmiðum. Með sérstökum vopnakössum er því verið að tryggja að Vopnalögum sé fylgt. Þannig þurfa lögreglumenn að óska eftir heimild til að fá aðgang að vopni í ökutæki. Fái þeir heimild, sendir varðstjóri öryggiskóða til þess að unnt sé að opna kassana. Eins og fyrirkomulagið hefur verið, þar sem að vopn eru í ökutækjum, hefur hingað til verið möguleiki á að komast í vopnið án heimildar varðstjóra, en nú hefur framkvæmdin verið hert til þess að efla öryggi í meðferð skotvopna.Aukið eftirlit? Skiljanlega hefur mörgum orðið tíðrætt um aukið eftirlit samhliða þessari umræðu og er sú umræða fagnaðarefni. Lögreglan hefur það hlutverk að verja réttindi borgaranna með störfum sínum. Lögreglan sjálf fagnar því að hafa gott eftirlit. Ef eftirlitið er gegnsætt og almennt traust ríkir til þess, þá er fagmennska innan lögreglunnar sönnuð og erfitt að sá tortryggni í garð hennar.Allt vald skal tempra með eftirliti Þau sjónarmið hafa heyrst að ekkert eftirlit sé haft með lögreglunni. Á slíkt er ekki hægt að fallast. Nýverið hafa lögreglumenn verið dæmdir fyrir brot í starfi og ég fullyrði að enginn lögreglumaður vill hafa skemmt epli sér við hlið, enda dregur slíkt úr trúverðugleika þeirra sjálfra. Þá er engin ástæða til þess að ætla að það 90% traust sem borið er til lögreglunnar sé byggt á sandi. Það er innistæða fyrir því mikla trausti. Standi lögreglan hins vegar ekki undir því trausti ber tafarlaust að endurskoða eftirlit og kemur þar sjálfstætt eftirlit einna helst til álita. Ég vil að lokum lýsa þeirri skoðun minni að vald skuli tempra með eftirliti.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun