Líkur á hvítum jólum um land allt Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2015 11:25 Allar líkur eru á hvítum jólum um land allt, gangi spár eftir. Vísir Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost. Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost.
Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11