Gerard Piqué: Shakiru að þakka að ég er enn í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2015 15:15 Gerard Piqué og Shakira. Vísir/Getty Gerard Piqué, varnarmaður Barcelona og spænska landsliðsins, er hættur við að hætta í fótbolta þrítugur og ætlar nú að spila þangað til að hann er 35 ára. Hann þakkar konu sinni Shakiru fyrir breyttan og bættan lífstíl. „Ég breytti mínum lífstíl þökk sé Shakiru og fjölskyldu minni. Ef að ég hefði haldið áfram á sömu braut og ég var á fyrir fimm árum þá væri ég ekki að spila með Barcelona-liðinu í dag," sagði Gerard Piqué í viðtali við El Pais. „Núna mæti ég tímanlega á æfingar eða um klukkutíma áður en hún byrjar. Áður fyrr náði mætti ég á síðustu stundu. Núna borða ég líka vel og sef vel," sagði Gerard Piqué. Gerard Piqué og Shakira kynntust árið 2010 þegar verið var að taka upp tónlistarmyndband fyrir HM-lagið 2010 „Waka Waka" sem Shakira flutti (Sjá myndbandið hér fyrir neðan). Þau eiga sama afmælisdag, 2. febúar, en Shakira er tíu árum eldri en hann. Piqué talaði um það í þessu viðtali að Shakira vildi frekar sjá tvö börn þeirra fara út í tónlist frekar en fótbolta en að sonur þeirra Milan sé þegar smitaður af fótboltabakteríunni. Gerard Piqué og Shakira eiga tvö börn, þriggja ára strák (Milan) og eins árs stelpu (Sasha). „Áður fyrr hélt ég að ég myndi enda ferilinn þrítugur en ég hef þegar ákveðið að ég ætli að halda áfram til 35 ára aldurs. Það verður samt erfitt að spila fyrir eitthvað annað lið en Barcelona," sagði Piqué. Gerard Piqué talaði líka um þá staðreynd að hann njóti fótboltans miklu meira í dag. „Þetta var einu sinni bara vinnan mín en nú verð ég hrifnari af fótbolta með hverjum deginum," sagði Gerard Piqué. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira
Gerard Piqué, varnarmaður Barcelona og spænska landsliðsins, er hættur við að hætta í fótbolta þrítugur og ætlar nú að spila þangað til að hann er 35 ára. Hann þakkar konu sinni Shakiru fyrir breyttan og bættan lífstíl. „Ég breytti mínum lífstíl þökk sé Shakiru og fjölskyldu minni. Ef að ég hefði haldið áfram á sömu braut og ég var á fyrir fimm árum þá væri ég ekki að spila með Barcelona-liðinu í dag," sagði Gerard Piqué í viðtali við El Pais. „Núna mæti ég tímanlega á æfingar eða um klukkutíma áður en hún byrjar. Áður fyrr náði mætti ég á síðustu stundu. Núna borða ég líka vel og sef vel," sagði Gerard Piqué. Gerard Piqué og Shakira kynntust árið 2010 þegar verið var að taka upp tónlistarmyndband fyrir HM-lagið 2010 „Waka Waka" sem Shakira flutti (Sjá myndbandið hér fyrir neðan). Þau eiga sama afmælisdag, 2. febúar, en Shakira er tíu árum eldri en hann. Piqué talaði um það í þessu viðtali að Shakira vildi frekar sjá tvö börn þeirra fara út í tónlist frekar en fótbolta en að sonur þeirra Milan sé þegar smitaður af fótboltabakteríunni. Gerard Piqué og Shakira eiga tvö börn, þriggja ára strák (Milan) og eins árs stelpu (Sasha). „Áður fyrr hélt ég að ég myndi enda ferilinn þrítugur en ég hef þegar ákveðið að ég ætli að halda áfram til 35 ára aldurs. Það verður samt erfitt að spila fyrir eitthvað annað lið en Barcelona," sagði Piqué. Gerard Piqué talaði líka um þá staðreynd að hann njóti fótboltans miklu meira í dag. „Þetta var einu sinni bara vinnan mín en nú verð ég hrifnari af fótbolta með hverjum deginum," sagði Gerard Piqué.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sjá meira