Búist við miklum fjölda ferðamanna á landinu um jól og áramót Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2015 15:40 Flugeldarnir á áramótunum á Íslandi eru á meðal þess sem trekkir að ferðamenn yfir hátíðirnar. vísir/pjetur Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna um jól og áramót en undanfarin ár hefur fjöldi ferðamanna lagt leið sína til landsins yfir hátíðirnar. Gamlárskvöld nýtur ekki síst mikilla vinsælda með öllum sínum brennum og flugeldum og er jafnan krökkt af ferðamönnum við Hallgrímskirkju þegar nýja árið gengur í garð. Að sögn Hildar Ómarsdóttur, forstöðumanns sölu- og markaðssviðs Icelandair Hótela, lítur allt út fyrir að fullbókað verði á hótelunum Hilton Nordica, Reykjavík Marina og Reykjavík Natura um áramótin og þá sé einnig mjög mikið búið að bóka um jólin. Samtals eru 640 herbergi á hótelunum þremur. „Í það heila er desember bara búinn að vera mjög góður og í raun betri en hann hefur verið áður. Þannig að þessi stöðuga aukning er líka að skila sér núna yfir veturinn,“ segir Hildur. Aðspurð hvaðan ferðamennirnir komi segir hún að þeir séu alls staðar úr heiminum en aukin tíðni flugferða til og frá Bandaríkjunum hafi meðal annars skilað sér í fleiri ferðamönnum þaðan.Mun fleiri veitingastaðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld Það gefur auga leið að þjónusta þarf ferðamennina yfir hátíðirnar og með auknum fjölda þeirra eykst til að mynda eftirspurn eftir því að veitingastaðir hafi opið á aðfangadags- og gamlárskvöld. Á heimasíðunni visitreykjavik.is má nálgast lista yfir þá veitingastaði og þau kaffihús sem hafa opið yfir jól og áramót en veitingastaðir hótela eru víða opnir, til dæmis á Hótel Borg og Hótel Sögu. Þá geta ferðamenn líka snætt jólamatinn á skyndibitastöðum eins og Hamborgarbúllunni og Ali Baba. „Við byrjum að setja þennan lista saman strax í september og erum í raun að uppfæra hann alveg fram að jólum þar sem það eru alltaf að bætast við fleiri staðir sem sjá fram á að hafa opið,“ segir Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík. Eins og listinn lítur út þegar þetta er skrifað eru mun fleiri staðir opnir á gamlárskvöld en aðfangadagskvöld, eða alls 42 á móti 22.„Stöðugur straumur af fólki“ Einar Bárðarson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Excursions, segir nokkur hundruð manns hafa bókað sig í ferðir hjá fyrirtækinu um jól og áramót. „Það er örlítið minni þjónusta á aðfangadag, það er við erum ekki með ferðir á aðfangadagskvöld, en aðra daga er þetta bara „business as usual““, segir Einar. Hann segist merkja aukningu í fjölda ferðamanna nú í desember. „Maður hélt kannski að það yrði eitthvað aðeins rólegra núna þessar vikur fyrir jól en það er bara stöðugur straumur af fólki,“ segir Einar. Mikil aukning hefur verið síðustu ár í þeim fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. Í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar sem kynnt var fyrr í þessum mánuði kom fram að aukningin á þessu ári er 30 prósent frá fyrra ári og áætla samtökin að 1,3 milljónir ferðamanna muni hafa sótt Ísland heim í árslok.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira