Rafrettureykingar unglinga: Úlfur í sauðargæru? Þorsteinn V. Einarsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi er í sögulegu lágmarki ef tekið er mið af niðurstöðum Rannsókna og greiningar, sem leggja reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á Íslandi. Mætti segja að forvarnarstarf hafi tekist vel síðan árið 2000 og flestir séu meðvitaðir um þá þætti sem hlúa þarf að til að ala upp heilbrigðan einstakling. Meðal þeirra þátta sem hafa verndandi áhrif eru samvera fjölskyldunnar, stuðningur, umhyggja og hlýja. Þó að almenn vímuefnaneysla sé í lágmarki á meðal unglinga er alltaf hópur sem virðist neyta vímuefna. Sumir halda því fram að framleiðendur leitist sífellt við að koma á markað nýjum vörum til að lokka til sín viðskipti. Forvarnaraðilar streitast á móti með sínu starfi og með upplýsingagjöf til að koma í veg fyrir áætlað ætlunarverk framleiðenda. Rafrettur (e-cigarette) eða Vape er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi. Rafretta er „stautur í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvalykju og skammtahólfi.“(http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/01/nr/5382) Vökvinn sem er reyktur er oft með bragðefni (t.d. ávaxtabragði) og er til með og án nikótíns. Skaðsemi rafrettna samanborið við sígarettur verður ekki tíunduð hér, heldur þær áhyggjur sem forvarnaraðilar hafa af rafrettunum. Nýleg rannsókn íslenskra félagsvísindamanna bendir til þess að unglingar sem hafa neytt rafrettna virðast líklegri til að neyta annarra vímuefna umfram þá sem ekki hafa prufað. Jafnvel er talað um að rafrettur séu nýtt milliþrep yfir í notkun á öðrum vímugjöfum. Unglingar sem hafa hingað til verið „forvarðir“ gagnvart vímuefnum virðast nú vera í ákveðinni áhættu. Mætti því segja að svokallað ætlunarverk markaðsaflanna (framleiðenda) um nýja viðskiptavini hafi tekist í gegnum framleiðslu rafrettna. Ef skoðaðar eru nýjustu niðurstöður könnunar, frá Rannsóknum og greiningu, sem framkvæmd var í febrúar 2015 þar sem fengust svör frá 84% unglinga af öllu landinu í 8., 9. og 10. bekk kemur í ljós að frekar stór hópur hefur prufað rafrettur. Sé litið til landsins í heild segjast 7% unglinga (245) í 8. bekk hafa prufað rafrettur að minnsta kosti einu sinni, 12% í 9. bekk (431) og 17% í 10. bekk (591). Miðað við smitáhrif jafningjahópa og hversu nýtt efnið er má áætla að aukning verði á milli ára, sérstaklega ef foreldrar og nærsamfélag vakna ekki til lífsins. Rafrettur án tóbaks virðast ekki jafn skaðlausar og sú hegðun að þykjast reykja banana, þó að vökvinn sé bara ávaxtasykur. Hegðunin sem slík, að herma eftir reykingum með því að „veipa“ (neyta rafrettna), virðist auka líkur á annars konar neyslu vímuefna. Í ofanálag ættu einstaklingar yngri en 18 ára ekki að geta keypt rafrettur. Miðað við ofangreindar upplýsingar hvet ég foreldra til þess að horfa ekki í gegnum fingur sér með notkun rafrettna og líta á „veipið“ sömu augum og aðra vímugjafa. Leyfir þú unglingnum þínum að reykja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafrettur Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Vímuefnaneysla unglinga á Íslandi er í sögulegu lágmarki ef tekið er mið af niðurstöðum Rannsókna og greiningar, sem leggja reglulega spurningakannanir fyrir alla unglinga á Íslandi. Mætti segja að forvarnarstarf hafi tekist vel síðan árið 2000 og flestir séu meðvitaðir um þá þætti sem hlúa þarf að til að ala upp heilbrigðan einstakling. Meðal þeirra þátta sem hafa verndandi áhrif eru samvera fjölskyldunnar, stuðningur, umhyggja og hlýja. Þó að almenn vímuefnaneysla sé í lágmarki á meðal unglinga er alltaf hópur sem virðist neyta vímuefna. Sumir halda því fram að framleiðendur leitist sífellt við að koma á markað nýjum vörum til að lokka til sín viðskipti. Forvarnaraðilar streitast á móti með sínu starfi og með upplýsingagjöf til að koma í veg fyrir áætlað ætlunarverk framleiðenda. Rafrettur (e-cigarette) eða Vape er tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi. Rafretta er „stautur í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvalykju og skammtahólfi.“(http://www.laeknabladid.is/tolublod/2015/01/nr/5382) Vökvinn sem er reyktur er oft með bragðefni (t.d. ávaxtabragði) og er til með og án nikótíns. Skaðsemi rafrettna samanborið við sígarettur verður ekki tíunduð hér, heldur þær áhyggjur sem forvarnaraðilar hafa af rafrettunum. Nýleg rannsókn íslenskra félagsvísindamanna bendir til þess að unglingar sem hafa neytt rafrettna virðast líklegri til að neyta annarra vímuefna umfram þá sem ekki hafa prufað. Jafnvel er talað um að rafrettur séu nýtt milliþrep yfir í notkun á öðrum vímugjöfum. Unglingar sem hafa hingað til verið „forvarðir“ gagnvart vímuefnum virðast nú vera í ákveðinni áhættu. Mætti því segja að svokallað ætlunarverk markaðsaflanna (framleiðenda) um nýja viðskiptavini hafi tekist í gegnum framleiðslu rafrettna. Ef skoðaðar eru nýjustu niðurstöður könnunar, frá Rannsóknum og greiningu, sem framkvæmd var í febrúar 2015 þar sem fengust svör frá 84% unglinga af öllu landinu í 8., 9. og 10. bekk kemur í ljós að frekar stór hópur hefur prufað rafrettur. Sé litið til landsins í heild segjast 7% unglinga (245) í 8. bekk hafa prufað rafrettur að minnsta kosti einu sinni, 12% í 9. bekk (431) og 17% í 10. bekk (591). Miðað við smitáhrif jafningjahópa og hversu nýtt efnið er má áætla að aukning verði á milli ára, sérstaklega ef foreldrar og nærsamfélag vakna ekki til lífsins. Rafrettur án tóbaks virðast ekki jafn skaðlausar og sú hegðun að þykjast reykja banana, þó að vökvinn sé bara ávaxtasykur. Hegðunin sem slík, að herma eftir reykingum með því að „veipa“ (neyta rafrettna), virðist auka líkur á annars konar neyslu vímuefna. Í ofanálag ættu einstaklingar yngri en 18 ára ekki að geta keypt rafrettur. Miðað við ofangreindar upplýsingar hvet ég foreldra til þess að horfa ekki í gegnum fingur sér með notkun rafrettna og líta á „veipið“ sömu augum og aðra vímugjafa. Leyfir þú unglingnum þínum að reykja?
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun