Toppari Íslands Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. desember 2015 07:00 Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. Enginn var betri í viðskiptum en hann en samt var ekki til meiri mannvinur, því hann mátti að eigin sögn ekkert aumt sjá. Það var líka sama hvaða sögur aðrir gestir sögðu, alltaf bætti hann um betur. Hann hafði gert merkilegri hluti, séð meira en aðrir og unnið stærri sigra. Hann taldi sig líka alltaf kunna betri brandara en hinir og sá því enga ástæðu til að leyfa öðrum að ljúka sínum skemmtisögum áður en hann kom með aðra betri. Í hvert sinn sem hann tók orðið var það auk þess gert af yfirlæti og gefið til kynna að allir aðrir en hann væru fábjánar. Þegar reynt var að leiðrétta eina eða tvær af fjölmörgum rangfærslum þessa samkvæmisljóns brást hann hinn versti við og gerði lítið úr þeim sem dirfðust að gera slíkar athugasemdir. Mér fannst skrítið að fylgjast með þessari framgöngu mannsins og umburðarlyndi gestanna. Stúlka sem sat við hliðina á mér hallaði sér þá upp að mér og sagði: „Hefur þú ekki hitt hann áður? Hann er alltaf svona, þetta er mesti toppari landsins.“Bætir stöðugt í Mér hefur nokkrum sinnum verið hugsað til topparans í samkvæminu að undanförnu vegna yfirlýsinga þjóðkunns athafnamanns og hugsanlegs verðandi forsetaframbjóðanda. Sá bætir stöðugt í og skrifar nú enn eina greinina um hvað allir séu vitlausir, stjórnmálamenn og þjóðin, og standi illa að málum. Það sem topparar þrá umfram allt annað er athygli og því er ég eflaust að veita jákvæða styrkingu með því að svara slíkum manni. Hann mun sjálfsagt líta á það sem tækifæri til að útskýra að nú hafi sannast enn betur en áður hversu illa gefnir og illviljaðir stjórnmálamenn séu. Það er samt ekki hægt að láta það óátalið þegar maður sem talinn er gáfaður á sumum sviðum heldur fram hreinum ósannindum og nýtir um leið veikindi fólks til sjálfsupphafningar. Gagnstætt því sem haldið er fram í nýjustu grein hins sérfróða athafnamanns ríkir ágæt samstaða um það bæði meðal almennings og stjórnmálamanna að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. Það hefur núverandi ríkisstjórn gert í meira mæli en fyrri ríkisstjórnir. Það sem af er kjörtímabilinu, sem er rúmlega hálfnað, hafa framlög til Landspítalans verið aukin um 30% (það er miðað við fjárlagafrumvarp og verður sjálfsagt enn meira samkvæmt rekstrarreikningi). Framlög til spítalans hafa aldrei verið meiri og það sama á við um heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild. Geti sérfræðingurinn toppað það með því að benda á annað vestrænt ríki sem hefur aukið jafnmikið við framlög til heilbrigðismála á sama tímabili (eða nokkru öðru tímabili í seinni tíð) hvet ég hann til að benda á slík dæmi.Skaðleg framganga Það má öllum vera ljóst hversu rangt og beinlínis óheiðarlegt það er að saka þau stjórnvöld sem hafa forgangsraðað mest í þágu heilbrigðismála um að vera viljandi að svelta heilbrigðiskerfið. En slík framganga er líka skaðleg því að við þurfum þrátt fyrir allt að ná enn betri árangri á sviði heilbrigðismála og við þurfum að vera í aðstöðu til að setja enn meira, og miklu meira, fjármagn í málaflokkinn á komandi árum og áratugum. Stjórnvöld verða því að geta reitt sig á ráðgjöf þeirra sem best þekkja til um hvernig hægt sé að leysa úr þeim vanda sem er brýnastur og fjárfesta á sem árangursríkastan hátt í heilsu og lífsgæðum fólks. Galgopaháttur í bland við rangfærslur hjálpar ekki til við það og enn síður lausnir byggðar á ósannindum. Topparinn telur að það sé aðeins fyrir gunguskap stjórnvalda að ekki séu til 150 milljarðar til að skella í heilbrigðiskerfið á einu bretti og dregur þar fram eitt ómerkilegasta bull þeirra sem gremst að stjórnvöldum skuli hafa tekist það sem áður var sagt ómögulegt við losun hafta og uppgjör bankanna. Það er sú fullyrðing að uppgjör slitabúa bankanna og losun fjármagnshafta skili bara 300 milljörðum í ríkissjóð en ekki 850 eins og boðað hafi verið. Það er merkilegt ef maður sem fer svo frjálslega með tölur getur rekið stórt fyrirtæki, a.m.k. merkilegt ef hann getur rekið það með hagnaði. Þótt losun hafta sé flókið mál vita flestir sem hafa gefið sér 5 mínútur eða svo í að kynna sér málið að þetta er ósatt. Stöðugleikaskattur myndi m.v. núverandi gengi skila um 622 milljörðum í fjárframlögum, auk annarra ráðstafana, en stöðugleikaframlag skilar um 500-600 milljörðum (og meiru ef með þarf) í formi peninga og eigna auk annarra ráðstafana upp á nokkur hundruð milljarða sem styrkja stöðu efnahagslífsins og ríkissjóðs. Sú leið tryggir að framlögin verða næg til að takast á við vandann, sem þeim er ætlað að leysa, sama hversu stór hann reynist.Bitnar á þeim sem á eftir koma Eitt hef ég bent á frá því áður en topparinn eða félagar hans vissu yfirhöfuð að til væri vandamál sem þyrfti að leysa, og væri hægt að leysa, á þann hátt að láta slitabúin greiða mörg hundruð milljarða. Það var sú staðreynd að ekki yrði hægt að nota allt fjármagnið í framkvæmdir eða uppbyggingu innviða sama hversu þörf þau verkefni væru. Slíkt myndi þýða að verið væri að nota fjármagn sem er til þess ætlað að verja efnahagslegan stöðugleika, með því að greiða niður skuldir, í að kynda undir verðbólgu og óstöðugleika. Með því, hins vegar, að nýta fjármagnið til að greiða niður skuldir og bæta afkomu ríkisins og samfélagsins til allrar framtíðar verður hægt, ár frá ári, á sjálfbæran hátt, að halda áfram að styrkja og efla heilbrigðiskerfið og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Sá sem rekur fyrirtæki hlýtur að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að reka fyrirtækið endalaust með tapi og taka bara meiri og meiri lán, eða hvað? Það sama á við ríkissjóð. Það að eyða fullt af peningum á einu bretti, ýta undir verðbólgu og halda svo bara áfram að taka lán bitnar á þeim sem á eftir koma, þ.e. kynslóðum og þar með talið sjúklingum, framtíðarinnar. En topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. Enginn var betri í viðskiptum en hann en samt var ekki til meiri mannvinur, því hann mátti að eigin sögn ekkert aumt sjá. Það var líka sama hvaða sögur aðrir gestir sögðu, alltaf bætti hann um betur. Hann hafði gert merkilegri hluti, séð meira en aðrir og unnið stærri sigra. Hann taldi sig líka alltaf kunna betri brandara en hinir og sá því enga ástæðu til að leyfa öðrum að ljúka sínum skemmtisögum áður en hann kom með aðra betri. Í hvert sinn sem hann tók orðið var það auk þess gert af yfirlæti og gefið til kynna að allir aðrir en hann væru fábjánar. Þegar reynt var að leiðrétta eina eða tvær af fjölmörgum rangfærslum þessa samkvæmisljóns brást hann hinn versti við og gerði lítið úr þeim sem dirfðust að gera slíkar athugasemdir. Mér fannst skrítið að fylgjast með þessari framgöngu mannsins og umburðarlyndi gestanna. Stúlka sem sat við hliðina á mér hallaði sér þá upp að mér og sagði: „Hefur þú ekki hitt hann áður? Hann er alltaf svona, þetta er mesti toppari landsins.“Bætir stöðugt í Mér hefur nokkrum sinnum verið hugsað til topparans í samkvæminu að undanförnu vegna yfirlýsinga þjóðkunns athafnamanns og hugsanlegs verðandi forsetaframbjóðanda. Sá bætir stöðugt í og skrifar nú enn eina greinina um hvað allir séu vitlausir, stjórnmálamenn og þjóðin, og standi illa að málum. Það sem topparar þrá umfram allt annað er athygli og því er ég eflaust að veita jákvæða styrkingu með því að svara slíkum manni. Hann mun sjálfsagt líta á það sem tækifæri til að útskýra að nú hafi sannast enn betur en áður hversu illa gefnir og illviljaðir stjórnmálamenn séu. Það er samt ekki hægt að láta það óátalið þegar maður sem talinn er gáfaður á sumum sviðum heldur fram hreinum ósannindum og nýtir um leið veikindi fólks til sjálfsupphafningar. Gagnstætt því sem haldið er fram í nýjustu grein hins sérfróða athafnamanns ríkir ágæt samstaða um það bæði meðal almennings og stjórnmálamanna að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisins. Það hefur núverandi ríkisstjórn gert í meira mæli en fyrri ríkisstjórnir. Það sem af er kjörtímabilinu, sem er rúmlega hálfnað, hafa framlög til Landspítalans verið aukin um 30% (það er miðað við fjárlagafrumvarp og verður sjálfsagt enn meira samkvæmt rekstrarreikningi). Framlög til spítalans hafa aldrei verið meiri og það sama á við um heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið í heild. Geti sérfræðingurinn toppað það með því að benda á annað vestrænt ríki sem hefur aukið jafnmikið við framlög til heilbrigðismála á sama tímabili (eða nokkru öðru tímabili í seinni tíð) hvet ég hann til að benda á slík dæmi.Skaðleg framganga Það má öllum vera ljóst hversu rangt og beinlínis óheiðarlegt það er að saka þau stjórnvöld sem hafa forgangsraðað mest í þágu heilbrigðismála um að vera viljandi að svelta heilbrigðiskerfið. En slík framganga er líka skaðleg því að við þurfum þrátt fyrir allt að ná enn betri árangri á sviði heilbrigðismála og við þurfum að vera í aðstöðu til að setja enn meira, og miklu meira, fjármagn í málaflokkinn á komandi árum og áratugum. Stjórnvöld verða því að geta reitt sig á ráðgjöf þeirra sem best þekkja til um hvernig hægt sé að leysa úr þeim vanda sem er brýnastur og fjárfesta á sem árangursríkastan hátt í heilsu og lífsgæðum fólks. Galgopaháttur í bland við rangfærslur hjálpar ekki til við það og enn síður lausnir byggðar á ósannindum. Topparinn telur að það sé aðeins fyrir gunguskap stjórnvalda að ekki séu til 150 milljarðar til að skella í heilbrigðiskerfið á einu bretti og dregur þar fram eitt ómerkilegasta bull þeirra sem gremst að stjórnvöldum skuli hafa tekist það sem áður var sagt ómögulegt við losun hafta og uppgjör bankanna. Það er sú fullyrðing að uppgjör slitabúa bankanna og losun fjármagnshafta skili bara 300 milljörðum í ríkissjóð en ekki 850 eins og boðað hafi verið. Það er merkilegt ef maður sem fer svo frjálslega með tölur getur rekið stórt fyrirtæki, a.m.k. merkilegt ef hann getur rekið það með hagnaði. Þótt losun hafta sé flókið mál vita flestir sem hafa gefið sér 5 mínútur eða svo í að kynna sér málið að þetta er ósatt. Stöðugleikaskattur myndi m.v. núverandi gengi skila um 622 milljörðum í fjárframlögum, auk annarra ráðstafana, en stöðugleikaframlag skilar um 500-600 milljörðum (og meiru ef með þarf) í formi peninga og eigna auk annarra ráðstafana upp á nokkur hundruð milljarða sem styrkja stöðu efnahagslífsins og ríkissjóðs. Sú leið tryggir að framlögin verða næg til að takast á við vandann, sem þeim er ætlað að leysa, sama hversu stór hann reynist.Bitnar á þeim sem á eftir koma Eitt hef ég bent á frá því áður en topparinn eða félagar hans vissu yfirhöfuð að til væri vandamál sem þyrfti að leysa, og væri hægt að leysa, á þann hátt að láta slitabúin greiða mörg hundruð milljarða. Það var sú staðreynd að ekki yrði hægt að nota allt fjármagnið í framkvæmdir eða uppbyggingu innviða sama hversu þörf þau verkefni væru. Slíkt myndi þýða að verið væri að nota fjármagn sem er til þess ætlað að verja efnahagslegan stöðugleika, með því að greiða niður skuldir, í að kynda undir verðbólgu og óstöðugleika. Með því, hins vegar, að nýta fjármagnið til að greiða niður skuldir og bæta afkomu ríkisins og samfélagsins til allrar framtíðar verður hægt, ár frá ári, á sjálfbæran hátt, að halda áfram að styrkja og efla heilbrigðiskerfið og aðrar grunnstoðir samfélagsins. Sá sem rekur fyrirtæki hlýtur að gera sér grein fyrir því að það er ekki hægt að reka fyrirtækið endalaust með tapi og taka bara meiri og meiri lán, eða hvað? Það sama á við ríkissjóð. Það að eyða fullt af peningum á einu bretti, ýta undir verðbólgu og halda svo bara áfram að taka lán bitnar á þeim sem á eftir koma, þ.e. kynslóðum og þar með talið sjúklingum, framtíðarinnar. En topparar láta staðreyndir eða framtíðina ekki þvælast mikið fyrir sér. Fyrir þá er aðalatriðið að vera maður líðandi stundar, sá sem fangar athyglina og verður vinsæll meðal trúgjarnra um sinn. Aðrir geta séð um að fást við afleiðingarnar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar