Messi skoraði fallegasta markið á síðustu leiktíð | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2015 12:00 Lionel Messi fagnar fallegasta markinu á tímabilinu 2014-15. Vísir/AFP Lionel Messi landaði sínum fyrstu verðlaunum, að mögulega mörgum á næstunni, þegar mark Argentínumannsins var kosið það fallegasta í keppnum evrópska knattspyrnusambandsins á tímabilinu 2014-15. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir kjörinu inn á heimasíðu sinni og þar gat fólk valið á milli tíu marka sem voru skoruð í keppnum sambandsins á síðustu leiktíð. Meistaradeildin átti flesta fulltrúa en ekki alla. Fallegasta markið skoraði Lionel Messi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Barcelona. Hann fékk boltann frá Króatanum Ivan Rakitić, stakk sér inn í teiginn og skildi þýska landsliðsmanninn Jérome Boateng eftir á rassinum áður en hann lyfti boltanum með hægri fæti yfir þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer. Messi kom Barcelona þarna í 2-0 á 80. mínútu fyrri leiks liðanna en hann hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins þremur mínútum áður. Barcelona vann leikinn á endanum 3-0 og var í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem fór 3-2 fyrir Bayern München. Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona í leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan en fallegasta mark tímabilsins kemur eftir rétt rúmar 30 sekúndur. Lionel Messi hafði betur en Cristiano Ronaldo. Mark Messi fékk 39 prósent atkvæða á móti 24 prósentum atkvæða sem mark Ronaldo fékk. Það er hægt að sjá öll mörkin á kosningarsíðu UEFA.Fallegustu mörk Meistaradeildarinnar: 1. Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München - 39 prósent 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid á móti Liverpool - 24 prósent 3. Aaron Ramsey, Arsenal á móti Galatasaray - 9 prósent 4. Neymar, Barcelona á móti Paris Saint-Germain - 7 prósent 5. Erik Lamela, Tottenham á móti Asteras Tripoli - 5 prósent 6. Vasyl Kobin, Legia Warszawa á móti Metalist Kharkiv - 4 prósent 7. Kevin De Bruyne, Wolfsburg á móti Lille - 4 prósent 8. Vitorino Antunes, Dynamo Kiev á móti Everton - 3 prósent 9. Robbie Muirhead, Skotlandi U19 á móti Noregi U19 - 3 prósent 10. Aremu Toloba, Wales U17 kvenna á móti Belgíu U17 kvenna - 2 prósent´ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Lionel Messi landaði sínum fyrstu verðlaunum, að mögulega mörgum á næstunni, þegar mark Argentínumannsins var kosið það fallegasta í keppnum evrópska knattspyrnusambandsins á tímabilinu 2014-15. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, stóð fyrir kjörinu inn á heimasíðu sinni og þar gat fólk valið á milli tíu marka sem voru skoruð í keppnum sambandsins á síðustu leiktíð. Meistaradeildin átti flesta fulltrúa en ekki alla. Fallegasta markið skoraði Lionel Messi í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Barcelona. Hann fékk boltann frá Króatanum Ivan Rakitić, stakk sér inn í teiginn og skildi þýska landsliðsmanninn Jérome Boateng eftir á rassinum áður en hann lyfti boltanum með hægri fæti yfir þýska landsliðsmarkvörðinn Manuel Neuer. Messi kom Barcelona þarna í 2-0 á 80. mínútu fyrri leiks liðanna en hann hafði sjálfur skorað fyrsta mark leiksins þremur mínútum áður. Barcelona vann leikinn á endanum 3-0 og var í kjörstöðu fyrir seinni leikinn sem fór 3-2 fyrir Bayern München. Það er hægt að sjá öll mörk Barcelona í leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan en fallegasta mark tímabilsins kemur eftir rétt rúmar 30 sekúndur. Lionel Messi hafði betur en Cristiano Ronaldo. Mark Messi fékk 39 prósent atkvæða á móti 24 prósentum atkvæða sem mark Ronaldo fékk. Það er hægt að sjá öll mörkin á kosningarsíðu UEFA.Fallegustu mörk Meistaradeildarinnar: 1. Lionel Messi, Barcelona á móti Bayern München - 39 prósent 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid á móti Liverpool - 24 prósent 3. Aaron Ramsey, Arsenal á móti Galatasaray - 9 prósent 4. Neymar, Barcelona á móti Paris Saint-Germain - 7 prósent 5. Erik Lamela, Tottenham á móti Asteras Tripoli - 5 prósent 6. Vasyl Kobin, Legia Warszawa á móti Metalist Kharkiv - 4 prósent 7. Kevin De Bruyne, Wolfsburg á móti Lille - 4 prósent 8. Vitorino Antunes, Dynamo Kiev á móti Everton - 3 prósent 9. Robbie Muirhead, Skotlandi U19 á móti Noregi U19 - 3 prósent 10. Aremu Toloba, Wales U17 kvenna á móti Belgíu U17 kvenna - 2 prósent´
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira