Vita hagfræðingar hvað gerist 2016? Lars Christensen skrifar 30. desember 2015 10:00 Ég ætla ekki að ljúga – ég er stoltur af spá minni 2006 um að Ísland myndi lenda í harðri efnahags- og fjármálakreppu. Ég er hins vegar alltaf mjög auðmjúkur varðandi þá staðreynd að til að spá einhverju rétt verður maður að miklu leyti að vera heppinn, og almennt tel ég ekki að hagfræðingar, eða stjórnmálafræðingar ef út í það er farið, séu sérstaklega góðir spámenn. Engin námskeið um spár Reyndar er það svo – og það kann að koma flestum sem ekki eru hagfræðingar á óvart – að í hagfræðináminu er ekkert námskeið um „spár“. Það er einfaldlega ekki það sem hagfræðingar læra. Það sem hagfræðingar geta hins vegar gert er að greina áhrif mismunandi breytinga á hagkerfið eða greina áhrifin af til dæmis hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum eru hagfræðingar mjög góðir í að útskýra eftir á hvað gerðist og af hverju það gerðist. Ástæðan fyrir þessu er að hagfræðingar geta ekki spáð um skyndilega hnykki – til dæmis jarðskjálfta, hryðjuverkaárás eða jafnvel meiriháttar jákvæða tækniþróun – þar sem hnykkur er einmitt skilgreindur sem eitthvað sem maður sér ekki fyrir. Hvað gera þá til dæmis hagfræðingar bankanna þegar þeir reyna að spá um hvað muni gerast í íslenska hagkerfinu 2016? Það fyrsta sem þeir gera er að spyrja hvort núverandi hagvöxtur sé mikill eða lítill í samanburði við einhvern kvarða yfir langtímahagvöxt í hagkerfinu. Þetta er bara einhver mælikvarði yfir sögulegan meðalhagvöxt. Með öðrum orðum: Ef núverandi hagvöxtur er yfir sögulegu meðaltali þá mun hagfræðingurinn „spá“ því að hægja muni á hagvextinum á næstu 1-2 árum niður í hið sögulega meðaltal. Verðbólguspár eru yfirleitt gerðar á sama hátt, og kannski lagaðar að því hvort seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið – til dæmis 2%. Ef hnykkur hefur orðið – til dæmis ef Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti verulega – þá reyna hagfræðingar vitanlega að taka það með í reikninginn, en almenna reglan er „afturhvarf til meðalgildis“. Þetta er í raun ekki slæm spátækni, eða öllu heldur það eina sem hagfræðingurinn getur gert, og ég hef persónulega ekkert á móti því. En vandamálið er hins vegar að hagfræðingar eru ekki sérlega áfjáðir í að minna fólk á að það er svona sem þeir spá.Setjið upp spámarkaðiEigum við þá að hætta að hlusta á hagfræðinga? Það finnst mér sannarlega ekki, en við ættum líka að muna eftir brandaranum um að guð hafi skapað hagfræðinga til að veðurfræðingar litu vel út! Við erum ekki betri í að spá um hagvöxt á Íslandi árið 2016 en veðurfræðingar eru í að spá um veðrið sumarið 2016. Ég held hins vegar að það sé dálítið annað sem við gætum gert. Við gætum hlustað á „visku fjöldans“. Það er að segja, við gætum sett upp svokallaða „spámarkaði“. Það eru í raun veðmarkaðir þar sem maður getur til dæmis veðjað á hver raunverulegur vöxtur vergrar landsframleiðslu verður á þriðja ársfjórðungi 2016. Ég hef ekki hugmynd um hver sú tala verður, en ef það væri spámarkaður fyrir verga landsframleiðslu á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2016 er ég viss um að spá hans væri betri en nokkur spá sem ég gæti komið með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að ljúga – ég er stoltur af spá minni 2006 um að Ísland myndi lenda í harðri efnahags- og fjármálakreppu. Ég er hins vegar alltaf mjög auðmjúkur varðandi þá staðreynd að til að spá einhverju rétt verður maður að miklu leyti að vera heppinn, og almennt tel ég ekki að hagfræðingar, eða stjórnmálafræðingar ef út í það er farið, séu sérstaklega góðir spámenn. Engin námskeið um spár Reyndar er það svo – og það kann að koma flestum sem ekki eru hagfræðingar á óvart – að í hagfræðináminu er ekkert námskeið um „spár“. Það er einfaldlega ekki það sem hagfræðingar læra. Það sem hagfræðingar geta hins vegar gert er að greina áhrif mismunandi breytinga á hagkerfið eða greina áhrifin af til dæmis hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum eru hagfræðingar mjög góðir í að útskýra eftir á hvað gerðist og af hverju það gerðist. Ástæðan fyrir þessu er að hagfræðingar geta ekki spáð um skyndilega hnykki – til dæmis jarðskjálfta, hryðjuverkaárás eða jafnvel meiriháttar jákvæða tækniþróun – þar sem hnykkur er einmitt skilgreindur sem eitthvað sem maður sér ekki fyrir. Hvað gera þá til dæmis hagfræðingar bankanna þegar þeir reyna að spá um hvað muni gerast í íslenska hagkerfinu 2016? Það fyrsta sem þeir gera er að spyrja hvort núverandi hagvöxtur sé mikill eða lítill í samanburði við einhvern kvarða yfir langtímahagvöxt í hagkerfinu. Þetta er bara einhver mælikvarði yfir sögulegan meðalhagvöxt. Með öðrum orðum: Ef núverandi hagvöxtur er yfir sögulegu meðaltali þá mun hagfræðingurinn „spá“ því að hægja muni á hagvextinum á næstu 1-2 árum niður í hið sögulega meðaltal. Verðbólguspár eru yfirleitt gerðar á sama hátt, og kannski lagaðar að því hvort seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið – til dæmis 2%. Ef hnykkur hefur orðið – til dæmis ef Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti verulega – þá reyna hagfræðingar vitanlega að taka það með í reikninginn, en almenna reglan er „afturhvarf til meðalgildis“. Þetta er í raun ekki slæm spátækni, eða öllu heldur það eina sem hagfræðingurinn getur gert, og ég hef persónulega ekkert á móti því. En vandamálið er hins vegar að hagfræðingar eru ekki sérlega áfjáðir í að minna fólk á að það er svona sem þeir spá.Setjið upp spámarkaðiEigum við þá að hætta að hlusta á hagfræðinga? Það finnst mér sannarlega ekki, en við ættum líka að muna eftir brandaranum um að guð hafi skapað hagfræðinga til að veðurfræðingar litu vel út! Við erum ekki betri í að spá um hagvöxt á Íslandi árið 2016 en veðurfræðingar eru í að spá um veðrið sumarið 2016. Ég held hins vegar að það sé dálítið annað sem við gætum gert. Við gætum hlustað á „visku fjöldans“. Það er að segja, við gætum sett upp svokallaða „spámarkaði“. Það eru í raun veðmarkaðir þar sem maður getur til dæmis veðjað á hver raunverulegur vöxtur vergrar landsframleiðslu verður á þriðja ársfjórðungi 2016. Ég hef ekki hugmynd um hver sú tala verður, en ef það væri spámarkaður fyrir verga landsframleiðslu á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2016 er ég viss um að spá hans væri betri en nokkur spá sem ég gæti komið með.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar