Náttúruverndargjald í stað náttúrupassa Ólafur Hauksson skrifar 6. janúar 2015 07:00 Flestir virðast á þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að leggja einhvers konar gjald á ferðamenn til að kosta náttúruvernd á þeim stöðum sem verða fyrir mestum átroðningi þeirra. Ráðherra ferðamála hlýtur hins vegar að vera farin að átta sig á því að hugmyndin um innheimtu náttúrupassa í þeim tilgangi er vond og mun ekki ganga upp. Annars vegar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þurfa að kaupa passa til að njóta náttúrunnar í eigin landi. Hins vegar vegna þess að innheimtuaðferðin er meingölluð. Innheimtuaðferðin – sala náttúrupassa og eftirlit með kaupum hans – er flókin, kostnaðarsöm og fyrirfram óvinsæl. Miklu einfaldara og skilvirkara er að leggja þetta gjald á farmiða með skipum og flugvélum. Gjaldið mundi skila sér 100% og engan tilkostnað þyrfti við sölu eða óvinsælt eftirlit.Innanlandsflugið þarf ekki að vera fyrirstaða Ráðherra ferðamála hefur hins vegar slegið þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þá þyrfti líka að leggja gjaldið á innanlandsflug, til að mæta reglum Evrópusambandsins. Ríkið leggur nú þegar sérstakan 1.200 kr. skatt á hvern farþega í innanlandsflugi. Enginn slíkur skattur er lagður á farþega í millilandaflugi eða skipaferðum. Til að hlífa innanlandsfluginu við verðhækkun vegna náttúruverndargjalds er einfaldast að hafa það innifalið í þessum 1.200 kr. skatti. Farþegar í innanlandsflugi mundu því engan mun finna. Þar að auki heimilar Evrópusambandið undanþágu slíkrar gjaldtöku af flugvélum sem bera 20 farþega eða færri.Skilar samt miklum tekjum Náttúruverndargjald þarf ekki að vera hátt á hvern farþega ef það er lagt á alla sem ferðast með flugi og skipum. Á árinu 2013 fóru rúmlega 1,4 milljónir einstaklinga með skipum og flugvélum til og frá landinu og innanlands. Ef hver og einn hefði borgað 750 kr. í náttúruverndargjald við farmiðakaupin þá hefði það skilað rúmum milljarði króna í hreinar tekjur. Fyrir þann pening má svo sannarlega tryggja viðhald og vernd vinsælla ferðamannastaða. Víða í Evrópu eru flugfarþegar skattlagðir. Sama gjald er lagt á farþega í innanlandsflugi og milli Evrópulanda. Í Bretlandi er þetta gjald tæplega 2.500 kr. og enn hærra þegar flogið er til annarra heimsálfa. Í Þýskalandi er þetta gjald rúmlega 1.000 kr. Hóflegt náttúruverndargjald, t.d. undir 1.000 kr., hefur engin áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast hingað til lands. Ef sú væri raunin, hvernig stendur þá á því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni á sama tíma og flugfargjöld hafa hækkað vegna hækkandi eldsneytisverðs?Náttúrupassinn afturkallaður Því fyrr sem ráðherra ferðamála afturkallar náttúrupassatillöguna, því fyrr verður hægt að ganga í nauðsynlega tekjuöflun með náttúruverndargjaldi til að tryggja að vinsælir en viðkvæmir ferðamannastaðir haldi aðdráttarafli sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir virðast á þeirri skoðun að réttlætanlegt sé að leggja einhvers konar gjald á ferðamenn til að kosta náttúruvernd á þeim stöðum sem verða fyrir mestum átroðningi þeirra. Ráðherra ferðamála hlýtur hins vegar að vera farin að átta sig á því að hugmyndin um innheimtu náttúrupassa í þeim tilgangi er vond og mun ekki ganga upp. Annars vegar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar mun aldrei sætta sig við að þurfa að kaupa passa til að njóta náttúrunnar í eigin landi. Hins vegar vegna þess að innheimtuaðferðin er meingölluð. Innheimtuaðferðin – sala náttúrupassa og eftirlit með kaupum hans – er flókin, kostnaðarsöm og fyrirfram óvinsæl. Miklu einfaldara og skilvirkara er að leggja þetta gjald á farmiða með skipum og flugvélum. Gjaldið mundi skila sér 100% og engan tilkostnað þyrfti við sölu eða óvinsælt eftirlit.Innanlandsflugið þarf ekki að vera fyrirstaða Ráðherra ferðamála hefur hins vegar slegið þessa hugmynd út af borðinu á þeim forsendum að þá þyrfti líka að leggja gjaldið á innanlandsflug, til að mæta reglum Evrópusambandsins. Ríkið leggur nú þegar sérstakan 1.200 kr. skatt á hvern farþega í innanlandsflugi. Enginn slíkur skattur er lagður á farþega í millilandaflugi eða skipaferðum. Til að hlífa innanlandsfluginu við verðhækkun vegna náttúruverndargjalds er einfaldast að hafa það innifalið í þessum 1.200 kr. skatti. Farþegar í innanlandsflugi mundu því engan mun finna. Þar að auki heimilar Evrópusambandið undanþágu slíkrar gjaldtöku af flugvélum sem bera 20 farþega eða færri.Skilar samt miklum tekjum Náttúruverndargjald þarf ekki að vera hátt á hvern farþega ef það er lagt á alla sem ferðast með flugi og skipum. Á árinu 2013 fóru rúmlega 1,4 milljónir einstaklinga með skipum og flugvélum til og frá landinu og innanlands. Ef hver og einn hefði borgað 750 kr. í náttúruverndargjald við farmiðakaupin þá hefði það skilað rúmum milljarði króna í hreinar tekjur. Fyrir þann pening má svo sannarlega tryggja viðhald og vernd vinsælla ferðamannastaða. Víða í Evrópu eru flugfarþegar skattlagðir. Sama gjald er lagt á farþega í innanlandsflugi og milli Evrópulanda. Í Bretlandi er þetta gjald tæplega 2.500 kr. og enn hærra þegar flogið er til annarra heimsálfa. Í Þýskalandi er þetta gjald rúmlega 1.000 kr. Hóflegt náttúruverndargjald, t.d. undir 1.000 kr., hefur engin áhrif á ákvörðun fólks um að ferðast hingað til lands. Ef sú væri raunin, hvernig stendur þá á því að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað jafn mikið og raun ber vitni á sama tíma og flugfargjöld hafa hækkað vegna hækkandi eldsneytisverðs?Náttúrupassinn afturkallaður Því fyrr sem ráðherra ferðamála afturkallar náttúrupassatillöguna, því fyrr verður hægt að ganga í nauðsynlega tekjuöflun með náttúruverndargjaldi til að tryggja að vinsælir en viðkvæmir ferðamannastaðir haldi aðdráttarafli sínu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun