Aron um Aron Pálmarsson: Hann er hættur að hugsa um þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2015 06:30 Þjálfarinn Aron Kristjánsson vill fá ákveðna þætti við leik íslenska liðsins í lag áður en strákarnir mæta Svíum í Doha á föstudaginn. fréttablaðið/ernir Íslenska landsliðið heldur á morgun utan til Katar þar sem HM í handbolta hefst á fimmtudag. Strákarnir sýndu margt jákvætt á æfingamóti sem fór fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina sem kom einna best í ljós þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu ógnarsterk lið Danmerkur í Álaborg á laugardag. Þeim var svo kippt rækilega niður á jörðina gegn Slóvenum í Árósum í gær þar sem þeir voru í miklu basli með varnarleik sinn og markvörslu. Ísland var í miklum eltingarleik við Slóveníu en gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að vinna leikinn. Aron Pálmarsson átti síðasta skot leiksins en það var varið og voru leikmenn Íslands afar ósáttir við að ekki hafi verið dæmt vítakast á Slóvenana þá. En þar við sat og niðurstaðan 32-32 jafntefli. „Við komum mjög illa inn í þann leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Slóvenía, sem hafði tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa og var án leikstjórnandans Uros Zorman, byrjaði leikinn af miklum krafti og lét íslensku vörnina, sem og markverðina, líta afar illa út. „Það vantaði allan hreyfanleika í vörnina og þeir gengu á lagið og röðuðu á okkur mörkunum. Við vorum flatir og þeir náðu að opna mikið inn á línuna. Við lásum leikinn einfaldlega ekki nógu vel,“ segir Aron en bætir við að þetta hafi batnað til muna í síðari hálfleik, ekki síst eftir að Ísland skipti yfir í 3-2-1 vörnina. „Með henni náðum við að brjóta leikinn upp og strákarnir sýndu bæði baráttu- og sigurvilja. Vörnin þvingaði Slóvenana í ákveðin skot og Björgvin Páll kom sterkur inn og gaf okkur tækifæri á að vinna leikinn, þó svo að við þurftum á endanum að sætta okkur við jafntefli.“Aron gerir alla betri í kringum sig Sóknarleikurinn stórbatnaði með innkomu Arons Pálmarssonar sem var í stóru hlutverki þegar strákarnir lögðu Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans í danska landsliðinu. Var þetta fyrsti tapleikur Danmerkur undir stjórn Guðmundar sem er ef til vill viðeigandi, enda á Guðmundur stóran þátt í íslenska liðinu eftir að hafa stýrt því um árabil með frábærum árangri. Aron kom af miklum krafti inn í íslenska liðið eftir að hafa misst af síðustu æfingaleikjum vegna líkamsárásarinnar sem hann varð fyrir á milli jóla og nýárs. Þar kinnbeinsbrotnaði hann og fékk stóran skurð við augabrúnina. „Þetta var bara spurning um hvað myndi gerast þegar hann fengi fyrsta skellinn,“ segir þjálfarinn. „Mér fannst Aron bregðast vel við honum. Hann finnur ekkert fyrir þessu, líður vel og segist vera hættur að hugsa um þetta. Það veit á gott,“ segir Aron og bætir við að nafni sinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna í sóknarleik Íslands. „Hann gerir alla betri í kringum sig og lyftir sóknarleiknum á hærra plan. Samspilið á milli hans og Alexanders [Peterssonar] verður hættulegra og það verður erfiðara fyrir andstæðingana að kortleggja okkar leik. Snorri [Steinn Guðjónsson] og Róbert [Gunnarsson] hafa vaxið líka í sínum stöðum sem skiptir miklu máli.“Heilt yfir ágætlega sáttur Markvarslan var afar misjöfn um helgina. Aron Rafn átti góða innkomu gegn Dönum og Björgvin Páll var frábær á lokamínútunum gegn Slóveníu. En heilt yfir vantaði of mikið upp á og Aron hefur áhyggjur af því. „Ef við verðum á hælunum í varnarleiknum þá munum við lenda í miklum vandræðum gegn sterkum liðum. Við þurfum því að vera á tánum og þó svo að ég sé heilt yfir ágætlega sáttur þurfum við að vinna í ákveðnum þáttum fyrir fyrsta leikinn á HM [gegn Svíþjóð] og þá sérstaklega í varnarleiknum og markvörslunni,“ segir Aron.Guðmundur Árni hélt heim Guðmundur Árni Ólafsson kvaddi íslenska hópinn í gær en eftir standa sautján leikmenn sem halda til Katar á morgun. Guðjón Valur Sigurðsson gat ekki spilað með liðinu um helgina af persónulegum ástæðum en hittir landsliðið í Danmörku og heldur með því utan á HM. Ástand leikmanna er einnig gott. Alexander Petersson sneri sig á ökkla gegn Danmörku en var með gegn Slóveníu í gær. Þá var Arnór Þór Gunnarsson stífur aftan í læri og hvíldi því í seinni hálfleik í gær. Aron segir þó að báðir verða klárir í slaginn þegar út í alvöruna verður komið, rétt eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins. Handbolti HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Hefði viljað sjá betri frammistöðu Lokahópurinn fyrir HM verður valinn í kvöld og leikmönnum tilkynnt hverjir fara til Katar. 9. janúar 2015 21:52 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01 Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44 Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Íslenska landsliðið heldur á morgun utan til Katar þar sem HM í handbolta hefst á fimmtudag. Strákarnir sýndu margt jákvætt á æfingamóti sem fór fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina sem kom einna best í ljós þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu ógnarsterk lið Danmerkur í Álaborg á laugardag. Þeim var svo kippt rækilega niður á jörðina gegn Slóvenum í Árósum í gær þar sem þeir voru í miklu basli með varnarleik sinn og markvörslu. Ísland var í miklum eltingarleik við Slóveníu en gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að vinna leikinn. Aron Pálmarsson átti síðasta skot leiksins en það var varið og voru leikmenn Íslands afar ósáttir við að ekki hafi verið dæmt vítakast á Slóvenana þá. En þar við sat og niðurstaðan 32-32 jafntefli. „Við komum mjög illa inn í þann leik,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í gær. Slóvenía, sem hafði tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa og var án leikstjórnandans Uros Zorman, byrjaði leikinn af miklum krafti og lét íslensku vörnina, sem og markverðina, líta afar illa út. „Það vantaði allan hreyfanleika í vörnina og þeir gengu á lagið og röðuðu á okkur mörkunum. Við vorum flatir og þeir náðu að opna mikið inn á línuna. Við lásum leikinn einfaldlega ekki nógu vel,“ segir Aron en bætir við að þetta hafi batnað til muna í síðari hálfleik, ekki síst eftir að Ísland skipti yfir í 3-2-1 vörnina. „Með henni náðum við að brjóta leikinn upp og strákarnir sýndu bæði baráttu- og sigurvilja. Vörnin þvingaði Slóvenana í ákveðin skot og Björgvin Páll kom sterkur inn og gaf okkur tækifæri á að vinna leikinn, þó svo að við þurftum á endanum að sætta okkur við jafntefli.“Aron gerir alla betri í kringum sig Sóknarleikurinn stórbatnaði með innkomu Arons Pálmarssonar sem var í stóru hlutverki þegar strákarnir lögðu Guðmund Guðmundsson og lærisveina hans í danska landsliðinu. Var þetta fyrsti tapleikur Danmerkur undir stjórn Guðmundar sem er ef til vill viðeigandi, enda á Guðmundur stóran þátt í íslenska liðinu eftir að hafa stýrt því um árabil með frábærum árangri. Aron kom af miklum krafti inn í íslenska liðið eftir að hafa misst af síðustu æfingaleikjum vegna líkamsárásarinnar sem hann varð fyrir á milli jóla og nýárs. Þar kinnbeinsbrotnaði hann og fékk stóran skurð við augabrúnina. „Þetta var bara spurning um hvað myndi gerast þegar hann fengi fyrsta skellinn,“ segir þjálfarinn. „Mér fannst Aron bregðast vel við honum. Hann finnur ekkert fyrir þessu, líður vel og segist vera hættur að hugsa um þetta. Það veit á gott,“ segir Aron og bætir við að nafni sinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna í sóknarleik Íslands. „Hann gerir alla betri í kringum sig og lyftir sóknarleiknum á hærra plan. Samspilið á milli hans og Alexanders [Peterssonar] verður hættulegra og það verður erfiðara fyrir andstæðingana að kortleggja okkar leik. Snorri [Steinn Guðjónsson] og Róbert [Gunnarsson] hafa vaxið líka í sínum stöðum sem skiptir miklu máli.“Heilt yfir ágætlega sáttur Markvarslan var afar misjöfn um helgina. Aron Rafn átti góða innkomu gegn Dönum og Björgvin Páll var frábær á lokamínútunum gegn Slóveníu. En heilt yfir vantaði of mikið upp á og Aron hefur áhyggjur af því. „Ef við verðum á hælunum í varnarleiknum þá munum við lenda í miklum vandræðum gegn sterkum liðum. Við þurfum því að vera á tánum og þó svo að ég sé heilt yfir ágætlega sáttur þurfum við að vinna í ákveðnum þáttum fyrir fyrsta leikinn á HM [gegn Svíþjóð] og þá sérstaklega í varnarleiknum og markvörslunni,“ segir Aron.Guðmundur Árni hélt heim Guðmundur Árni Ólafsson kvaddi íslenska hópinn í gær en eftir standa sautján leikmenn sem halda til Katar á morgun. Guðjón Valur Sigurðsson gat ekki spilað með liðinu um helgina af persónulegum ástæðum en hittir landsliðið í Danmörku og heldur með því utan á HM. Ástand leikmanna er einnig gott. Alexander Petersson sneri sig á ökkla gegn Danmörku en var með gegn Slóveníu í gær. Þá var Arnór Þór Gunnarsson stífur aftan í læri og hvíldi því í seinni hálfleik í gær. Aron segir þó að báðir verða klárir í slaginn þegar út í alvöruna verður komið, rétt eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins.
Handbolti HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Hefði viljað sjá betri frammistöðu Lokahópurinn fyrir HM verður valinn í kvöld og leikmönnum tilkynnt hverjir fara til Katar. 9. janúar 2015 21:52 Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01 Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44 Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24 HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Aron: Hefði viljað sjá betri frammistöðu Lokahópurinn fyrir HM verður valinn í kvöld og leikmönnum tilkynnt hverjir fara til Katar. 9. janúar 2015 21:52
Umfjöllun: Danmörk - Ísland 29-30 | Innkoma Arons skipti sköpum Ísland bar sigurorð af Danmörku, 29-30, á Totalkredit-æfingamótinu sem fer fram í Danmörku og Svíþjóð um helgina. 10. janúar 2015 00:01
Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44
Aron Kristjánsson: Sýnir að við getum þetta „Ég held að þetta hafi verið mjög gott. Þeir áttu full auðvelt með að skora í byrjun en svo náðum við að standa þéttar og þá náðum við að þétta vörnina í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari Íslands eftir sigurinn á Danmörku í kvöld. 10. janúar 2015 21:24
HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út. 11. janúar 2015 16:34
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 32-32 | Strákarnir hársbreidd frá sigri Öflugur lokakafli bætti upp fyrir slæman leik Íslands gegn Slóveníu í Danmörku í dag. 11. janúar 2015 13:00