Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Andri Ólafsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 16. febrúar 2015 07:00 Kona sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana um helgina var færð fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness klukkan þrjú í gærdag þar sem kveðinn var upp yfir henni gæsluvarðhaldsúrskurður. Fréttablaðið/Stefán Kona, sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkisborgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Sjá einnig: Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókninni, hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rannsókn málsins er á frumstigi.Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í samtali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lokinni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli. Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Kona, sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði á laugardag, var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Talið er að banamein mannsins hafi verið stungusár, en lögreglunni barst tilkynning um mannslát í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í gegnum neyðarlínuna, 112, rétt fyrir klukkan þrjú á laugardag. Þegar lögreglan kom á vettvang stuttu síðar voru þar fyrir hin grunaða, sem er pólskur ríkisborgari fædd 1959, og hinn látni, sambýlismaður hennar, einnig pólskur ríkisborgari fæddur 1974. Maðurinn var með eitt stungusár vinstra megin á brjóstholi og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Sjónarvottur sagði Fréttablaðinu í gærkvöldi að konan hefði verið leidd út í járnum um tveimur tímum eftir að lögregla og sjúkrabílar komu á vettvang. Sjá einnig: Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers konar eggvopni var beitt við verknaðinn, hnífi, skærum eða öðru. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókninni, hefur lögreglan ekki þurft að hafa afskipti af þessu fólki áður. Ekki liggur fyrir hvort þau hjúin hafi verið í óreglu en rannsókn málsins er á frumstigi.Tæknideild lögreglunnar var við rannsóknir á vettvangi í allan gærdag. Þá sagðist Kristján Ingi, í samtali við fréttastofu, ekki geta tjáð sig um hvort ætlað banavopn hefði fundist. Eins kom fram í máli hans að dánarorsök mannsins yrði ekki endanlega staðfest fyrr en að lokinni krufningu. Sömuleiðis vill Kristján Ingi ekki gefa upp hvort konan hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á verknaðarstundu, en tekin voru blóðsýni úr henni eftir handtöku. Hún var yfirheyrð á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fram eftir kvöldi á laugardag og í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur yfir konunni rennur út 23. febrúar, en hún gæti átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hún ákærð og fundin sek um manndráp af ásetningi. Þetta er fyrsta manndrápsmálið hér landi á þessu ári. Eitt slíkt mál kom upp í fyrra. Þá var ungur maður handtekinn eftir að eiginkona hans fannst látin á heimili þeirra í Stelkshólum. Hann er grunaður um að hafa þrengt að öndunarvegi hennar þannig að hún hlaut bana af. Ákæra hefur enn ekki verið gefin út í því máli.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira