Burt með ofbeldið, inn með réttlætið Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 7. mars 2015 07:00 Í 105. sinn er nú haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna um heim allan. Í borginni Utrecht í Hollandi verður þess krafist að konur geti gengið óhultar um götur borgarinnar að nóttu sem degi. Í nokkrum löndum verður sýnd glæný heimildarmynd um stöðu kvenna í Indlandi en þar er gríðarlega mikið um nauðganir. Því miður setti indverska lögreglan lögbann á myndina af ótta við óeirðir en engir þurfa meira á því að halda en indverskir karlmenn að sjá hana miðað við algeng viðhorf til kvenna þar í landi. Í New York verður farin kröfuganga í samstarfi borgarinnar og UN Women þar sem áhersla verður lögð á 20 ára afmæli Pekingsáttmálans, ávinninga og áskoranir. Annarstaðar í heiminum verður áherslan á frið og öryggi enda er því miður afar ófriðlegt um að litast og miklar þjáningar sem konur og börn mega líða á flótta eða vergangi. Hér á Íslandi verða fundir á Akureyri 8. mars um ofbeldi og börn og í Reykjavík verður fjallað um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á fundi í hádeginu 9. mars. Áherslurnar eru því misjafnar en að gefnu tilefni er ofbeldi gegn konum víða efst á baugi. Árið 2015 verður mikið afmælisár hjá okkur Íslendingum. Eins og allir vita verða 100 ár liðin þann 19. júní frá því að Danakonungur undirritaði lög sem veittu fyrstu konunum hér á landi rétt til að kjósa til Alþingis, 40 ár verða liðin frá stofnun Kvennasögusafnsins sem og fyrsta kvennafrídeginum. Þá verða 35 ár liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur, 20 ár frá því að jafnréttisákvæðið kom inn í stjórnarskrána og Jafnréttisstofa verður 15 ára. Þannig mætti áfram telja en sérstaklega vil ég minna á að þau merku samtök Stígamót verða 25 ára. Þau voru einmitt stofnuð 8. mars árið 1990 til stuðnings og samstöðu með brotaþolum kynferðisofbeldis.Varpa ljósi á hryllinginn Ég held að ég geti fullyrt að þegar Stígamót voru stofnuð grunaði fáa að kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkum, hvað þá drengjum, væri jafn hræðilega útbreitt hér á landi og raun ber vitni. Fjöldi mála hefur komið upp á undanförnum árum sem varpa ljósi á hryllinginn. Þar má nefna sögu Thelmu og Bjargar, Breiðavíkurdrengina, alla karlmennina sem stigu fram þegar kynferðisbrotamaður var afhjúpaður, að ógleymdum ársskýrslum Stígamóta og Kvennaathvarfsins. Það starf sem Stígamót hafa unnið sem og systursamtök þeirra er gríðarlega mikilvægt. Það hefur gefið þolendum von og styrk til að takast á við lífið og styðja aðra í sömu stöðu. Það starf mun og verður að halda áfram með öflugum stuðningi ríkis og sveitarfélaga sem verða að axla sína ábyrgð á þessu samfélagsmeini og lýðheilsuvanda sem ofbeldið er, ekki síst þarf að taka á innan heilbrigðiskerfisins.Jákvæð teikn Það eru jákvæð teikn á lofti. Lögreglan er að endurskoða sín vinnubrögð og þar hefur lögreglan á Suðurnesjum verið í fararbroddi. Fulltrúar hennar hafa tekið þátt í námskeiðum á Akureyri og Eskifirði um aðgerðir til að draga úr heimilisofbeldi (ofbeldi í nánum samböndum) til að hvetja lögregluna í öðrum umdæmum til umbóta. Börnin og líðan þeirra er í forgrunni þar sem við á. Samstarfssamningar lögreglu og félagsþjónustu á Suðurnesjum, í Reykjavík og á Akureyri vekja vonir um betri tíma fyrir brotaþola og aukna meðferð fyrir ofbeldismenn. Framundan eru námskeið víðar um land sem vonandi skila svipuðum árangri. Á þessum 105. baráttudegi kvenna er vert að minna á að það eru kvennahreyfingar sem hafa dregið vagninn í áratugi þegar kemur að réttindum og stöðu kvenna, ekki síst í umræðu og aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi. Ofbeldið er þjóðarskömm sem veldur ómældum þjáningum og kostar samfélagið gríðarlegt fé. Burt með ofbeldið, inn með réttlæti og mannöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Í 105. sinn er nú haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna um heim allan. Í borginni Utrecht í Hollandi verður þess krafist að konur geti gengið óhultar um götur borgarinnar að nóttu sem degi. Í nokkrum löndum verður sýnd glæný heimildarmynd um stöðu kvenna í Indlandi en þar er gríðarlega mikið um nauðganir. Því miður setti indverska lögreglan lögbann á myndina af ótta við óeirðir en engir þurfa meira á því að halda en indverskir karlmenn að sjá hana miðað við algeng viðhorf til kvenna þar í landi. Í New York verður farin kröfuganga í samstarfi borgarinnar og UN Women þar sem áhersla verður lögð á 20 ára afmæli Pekingsáttmálans, ávinninga og áskoranir. Annarstaðar í heiminum verður áherslan á frið og öryggi enda er því miður afar ófriðlegt um að litast og miklar þjáningar sem konur og börn mega líða á flótta eða vergangi. Hér á Íslandi verða fundir á Akureyri 8. mars um ofbeldi og börn og í Reykjavík verður fjallað um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á fundi í hádeginu 9. mars. Áherslurnar eru því misjafnar en að gefnu tilefni er ofbeldi gegn konum víða efst á baugi. Árið 2015 verður mikið afmælisár hjá okkur Íslendingum. Eins og allir vita verða 100 ár liðin þann 19. júní frá því að Danakonungur undirritaði lög sem veittu fyrstu konunum hér á landi rétt til að kjósa til Alþingis, 40 ár verða liðin frá stofnun Kvennasögusafnsins sem og fyrsta kvennafrídeginum. Þá verða 35 ár liðin frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur, 20 ár frá því að jafnréttisákvæðið kom inn í stjórnarskrána og Jafnréttisstofa verður 15 ára. Þannig mætti áfram telja en sérstaklega vil ég minna á að þau merku samtök Stígamót verða 25 ára. Þau voru einmitt stofnuð 8. mars árið 1990 til stuðnings og samstöðu með brotaþolum kynferðisofbeldis.Varpa ljósi á hryllinginn Ég held að ég geti fullyrt að þegar Stígamót voru stofnuð grunaði fáa að kynferðisofbeldi gegn konum og stúlkum, hvað þá drengjum, væri jafn hræðilega útbreitt hér á landi og raun ber vitni. Fjöldi mála hefur komið upp á undanförnum árum sem varpa ljósi á hryllinginn. Þar má nefna sögu Thelmu og Bjargar, Breiðavíkurdrengina, alla karlmennina sem stigu fram þegar kynferðisbrotamaður var afhjúpaður, að ógleymdum ársskýrslum Stígamóta og Kvennaathvarfsins. Það starf sem Stígamót hafa unnið sem og systursamtök þeirra er gríðarlega mikilvægt. Það hefur gefið þolendum von og styrk til að takast á við lífið og styðja aðra í sömu stöðu. Það starf mun og verður að halda áfram með öflugum stuðningi ríkis og sveitarfélaga sem verða að axla sína ábyrgð á þessu samfélagsmeini og lýðheilsuvanda sem ofbeldið er, ekki síst þarf að taka á innan heilbrigðiskerfisins.Jákvæð teikn Það eru jákvæð teikn á lofti. Lögreglan er að endurskoða sín vinnubrögð og þar hefur lögreglan á Suðurnesjum verið í fararbroddi. Fulltrúar hennar hafa tekið þátt í námskeiðum á Akureyri og Eskifirði um aðgerðir til að draga úr heimilisofbeldi (ofbeldi í nánum samböndum) til að hvetja lögregluna í öðrum umdæmum til umbóta. Börnin og líðan þeirra er í forgrunni þar sem við á. Samstarfssamningar lögreglu og félagsþjónustu á Suðurnesjum, í Reykjavík og á Akureyri vekja vonir um betri tíma fyrir brotaþola og aukna meðferð fyrir ofbeldismenn. Framundan eru námskeið víðar um land sem vonandi skila svipuðum árangri. Á þessum 105. baráttudegi kvenna er vert að minna á að það eru kvennahreyfingar sem hafa dregið vagninn í áratugi þegar kemur að réttindum og stöðu kvenna, ekki síst í umræðu og aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi. Ofbeldið er þjóðarskömm sem veldur ómældum þjáningum og kostar samfélagið gríðarlegt fé. Burt með ofbeldið, inn með réttlæti og mannöryggi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun