Ávinningur hönnunar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 11. mars 2015 10:00 Ímyndaðu þér heim þar sem þú skildir alltaf bréfin frá skattinum, þyrftir ekki fara á fjölda staða til að safna upplýsingum fyrir greiðslumatið, þyrftir ekki að vera með samviskubit þegar þú notar heilbrigðiskerfið og ekki að hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra. Allt eru þetta vandamál sem leysa mætti með aðferðafræði hönnunar því hönnun afmarkast ekki við eina vöru, einn stól eða eina flík. Framsækin fyrirtæki og stjórnvöld eru í auknum mæli farin að nýta sér hugmyndafræði hönnunar – þar sem leidd eru saman þverfagleg teymi til stefnumótunar, vöruþróunar og lausna vandamála. Skotland er eitt margra landa sem þekkja mátt þessarar hugmyndafræði en þar stendur nú yfir verkefni þar sem hið breska „Design council“ vinnur með stjórnvöldum að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og notendamiðaðri. Hönnuðir vinna með opinberum starfsmönnum að því að skilgreina þjónustuna út frá fólkinu sjálfu, notendunum, með því að setja sig í spor þeirra og læra þannig að hugsa þjónustuna út frá þeim – en ekki stofnuninni. Fyrir utan að lækka kostnað og auka starfsánægju, þá ýtir þessi aðferð undir valddreifingu og gegnumgangandi lausnamiðaða hugsun. En fjárhagslega hliðin skiptir ekki síður máli. Samkvæmt rannsókn „Design council“ á markvissu samstarfi hönnuða, fyrirtækja og stjórnsýslu skilaði hvert pund, sem fyrirtæki vörðu í hönnun, 20 pundum í auknar tekjur, fjórum pundum í aukinn hagnað og fimm punda aukningu útflutningstekna. Í opinbera geiranum skilaði hvert pund skilvirkari rekstri um sex pund, sem er gríðarlegt hagræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur sanna það að aðferðir hönnunar mætti nýta enn frekar til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Hönnun tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ættu að vera opin fyrir því að nýta sér þessa aðferðafræði en einhver hafa nú þegar innleitt slík verkefni. Hönnun er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og er gróflega áætlað að greinin velti um 20 milljörðum á ári. Samt sem áður er íslenski hönnunargeirinn aðeins að slíta barnskónum og mun umfang greinarinnar án efa aukast töluvert á næstu árum. HönnunarMars er nú haldinn í sjöunda sinn og er hægt að sækja nær 100 viðburði sem tengjast hönnun á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynnast þessum fjölbreyttu verkefnum og hugmyndum – sem auðga og bæta samfélag okkar til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér heim þar sem þú skildir alltaf bréfin frá skattinum, þyrftir ekki fara á fjölda staða til að safna upplýsingum fyrir greiðslumatið, þyrftir ekki að vera með samviskubit þegar þú notar heilbrigðiskerfið og ekki að hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra. Allt eru þetta vandamál sem leysa mætti með aðferðafræði hönnunar því hönnun afmarkast ekki við eina vöru, einn stól eða eina flík. Framsækin fyrirtæki og stjórnvöld eru í auknum mæli farin að nýta sér hugmyndafræði hönnunar – þar sem leidd eru saman þverfagleg teymi til stefnumótunar, vöruþróunar og lausna vandamála. Skotland er eitt margra landa sem þekkja mátt þessarar hugmyndafræði en þar stendur nú yfir verkefni þar sem hið breska „Design council“ vinnur með stjórnvöldum að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og notendamiðaðri. Hönnuðir vinna með opinberum starfsmönnum að því að skilgreina þjónustuna út frá fólkinu sjálfu, notendunum, með því að setja sig í spor þeirra og læra þannig að hugsa þjónustuna út frá þeim – en ekki stofnuninni. Fyrir utan að lækka kostnað og auka starfsánægju, þá ýtir þessi aðferð undir valddreifingu og gegnumgangandi lausnamiðaða hugsun. En fjárhagslega hliðin skiptir ekki síður máli. Samkvæmt rannsókn „Design council“ á markvissu samstarfi hönnuða, fyrirtækja og stjórnsýslu skilaði hvert pund, sem fyrirtæki vörðu í hönnun, 20 pundum í auknar tekjur, fjórum pundum í aukinn hagnað og fimm punda aukningu útflutningstekna. Í opinbera geiranum skilaði hvert pund skilvirkari rekstri um sex pund, sem er gríðarlegt hagræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur sanna það að aðferðir hönnunar mætti nýta enn frekar til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Hönnun tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ættu að vera opin fyrir því að nýta sér þessa aðferðafræði en einhver hafa nú þegar innleitt slík verkefni. Hönnun er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og er gróflega áætlað að greinin velti um 20 milljörðum á ári. Samt sem áður er íslenski hönnunargeirinn aðeins að slíta barnskónum og mun umfang greinarinnar án efa aukast töluvert á næstu árum. HönnunarMars er nú haldinn í sjöunda sinn og er hægt að sækja nær 100 viðburði sem tengjast hönnun á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynnast þessum fjölbreyttu verkefnum og hugmyndum – sem auðga og bæta samfélag okkar til muna.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun