Skattur á gistinætur skilað 670 milljónum svavar hávarðsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 300 króna gistináttagjald myndi skila 800 milljónum – náttúrupassi á að skila milljarði á ári. fréttablaðið/gva Innheimta gistináttaskatts hefur skilað 670 milljónum króna síðan gjaldtakan hófst í byrjun árs 2012. Úthlutaðir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 2012 til 2015 eru rétt innan við 1,5 milljarða króna. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar, um innheimtan gistináttaskatt kemur fram að fyrsta heila árið sem gistináttagjaldið var lagt á gaf það 195 milljónir. Árið 2013 voru milljónirnar 222 og 262 í fyrra. Tekjur af gjaldinu útdeilast á fjárlögum að þremur fimmtuhlutum til Framkvæmdasjóðsins og tveimur fimmtuhlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði. Kristján vekur athygli á því í fréttatilkynningu að skatturinn er aðeins 100 krónur og segir upplýsingarnar vera mikilvægar í samhengi við frumvarp iðnaðarráðherra um náttúrupassa sem er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.Kristján Möller„Það þyrfti ekki að hækka gistináttagjaldið mikið til að ná inn tekjum sem náttúrupassinn á að skila á ári. Kannski 300 til 400 krónur sem væri einfaldasta leiðin fyrir þingið til að bregðast við aðkallandi vanda strax,“ segir Kristján sem vill skoða blandaða leið; gistigjald til viðbótar við gjaldtöku á bílastæðum við helstu náttúruperlur. Hann vill jafnframt að hluti teknanna renni til viðkomandi sveitarfélags, ólíkt því sem nú er. Þannig yrði komið til móts við kostnað sveitarfélaganna, sem er allnokkur án þess að tekjur komi á móti. Kristján telur útilokað að náttúrupassinn verði afgreiddur fyrir þinglok, og aldrei nema í mikið breyttri mynd. Heimildir Fréttablaðsins innan stjórnarflokkana taka undir það sjónarmið. Í hans stað verði hins vegar að finna leið til að afla tekna til uppbyggingar, og er gistináttagjald títt nefnt. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að gistináttaskatti sé helst fundið til foráttu að tekjurnar hafa ekki verið nægjanlegar og yrði hann hækkaður verulega gæti það haft áhrif á eftirspurn. Jafnframt þyki ókostur að skatturinn leggst aðeins á eina grein ferðaþjónustunnar.305 styrkjum úthlutað á þremur árum Í svari Ferðamálastofu til Fréttablaðsins kemur fram að frá því að Framkvæmdasjóðurinn var settur á stofn hefur 305 styrkjum að upphæð 1,5 milljarðar króna verið úthlutað. Úthlutanir fjármagnaðar með gistináttagjaldinu nema 644 milljónum. Í mars og apríl árið 2013 var þess utan sérstök úthlutun til þjóðgarða annars vegar og úthlutun tilkomin vegna fjárfestingaráætlunar þáverandi ríkisstjórnar hins vegar. Í maí 2014 var svo aukaúthlutun í brýn verkefni vegna öryggismála og uppbyggingar göngustíga. Þessir liðir skýra 805 milljónir af því fé sem hefur verið varið til verkefna úr sjóðnum. Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Innheimta gistináttaskatts hefur skilað 670 milljónum króna síðan gjaldtakan hófst í byrjun árs 2012. Úthlutaðir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 2012 til 2015 eru rétt innan við 1,5 milljarða króna. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar, um innheimtan gistináttaskatt kemur fram að fyrsta heila árið sem gistináttagjaldið var lagt á gaf það 195 milljónir. Árið 2013 voru milljónirnar 222 og 262 í fyrra. Tekjur af gjaldinu útdeilast á fjárlögum að þremur fimmtuhlutum til Framkvæmdasjóðsins og tveimur fimmtuhlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði. Kristján vekur athygli á því í fréttatilkynningu að skatturinn er aðeins 100 krónur og segir upplýsingarnar vera mikilvægar í samhengi við frumvarp iðnaðarráðherra um náttúrupassa sem er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.Kristján Möller„Það þyrfti ekki að hækka gistináttagjaldið mikið til að ná inn tekjum sem náttúrupassinn á að skila á ári. Kannski 300 til 400 krónur sem væri einfaldasta leiðin fyrir þingið til að bregðast við aðkallandi vanda strax,“ segir Kristján sem vill skoða blandaða leið; gistigjald til viðbótar við gjaldtöku á bílastæðum við helstu náttúruperlur. Hann vill jafnframt að hluti teknanna renni til viðkomandi sveitarfélags, ólíkt því sem nú er. Þannig yrði komið til móts við kostnað sveitarfélaganna, sem er allnokkur án þess að tekjur komi á móti. Kristján telur útilokað að náttúrupassinn verði afgreiddur fyrir þinglok, og aldrei nema í mikið breyttri mynd. Heimildir Fréttablaðsins innan stjórnarflokkana taka undir það sjónarmið. Í hans stað verði hins vegar að finna leið til að afla tekna til uppbyggingar, og er gistináttagjald títt nefnt. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að gistináttaskatti sé helst fundið til foráttu að tekjurnar hafa ekki verið nægjanlegar og yrði hann hækkaður verulega gæti það haft áhrif á eftirspurn. Jafnframt þyki ókostur að skatturinn leggst aðeins á eina grein ferðaþjónustunnar.305 styrkjum úthlutað á þremur árum Í svari Ferðamálastofu til Fréttablaðsins kemur fram að frá því að Framkvæmdasjóðurinn var settur á stofn hefur 305 styrkjum að upphæð 1,5 milljarðar króna verið úthlutað. Úthlutanir fjármagnaðar með gistináttagjaldinu nema 644 milljónum. Í mars og apríl árið 2013 var þess utan sérstök úthlutun til þjóðgarða annars vegar og úthlutun tilkomin vegna fjárfestingaráætlunar þáverandi ríkisstjórnar hins vegar. Í maí 2014 var svo aukaúthlutun í brýn verkefni vegna öryggismála og uppbyggingar göngustíga. Þessir liðir skýra 805 milljónir af því fé sem hefur verið varið til verkefna úr sjóðnum.
Alþingi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira