Skattur á gistinætur skilað 670 milljónum svavar hávarðsson skrifar 15. apríl 2015 07:00 300 króna gistináttagjald myndi skila 800 milljónum – náttúrupassi á að skila milljarði á ári. fréttablaðið/gva Innheimta gistináttaskatts hefur skilað 670 milljónum króna síðan gjaldtakan hófst í byrjun árs 2012. Úthlutaðir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 2012 til 2015 eru rétt innan við 1,5 milljarða króna. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar, um innheimtan gistináttaskatt kemur fram að fyrsta heila árið sem gistináttagjaldið var lagt á gaf það 195 milljónir. Árið 2013 voru milljónirnar 222 og 262 í fyrra. Tekjur af gjaldinu útdeilast á fjárlögum að þremur fimmtuhlutum til Framkvæmdasjóðsins og tveimur fimmtuhlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði. Kristján vekur athygli á því í fréttatilkynningu að skatturinn er aðeins 100 krónur og segir upplýsingarnar vera mikilvægar í samhengi við frumvarp iðnaðarráðherra um náttúrupassa sem er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.Kristján Möller„Það þyrfti ekki að hækka gistináttagjaldið mikið til að ná inn tekjum sem náttúrupassinn á að skila á ári. Kannski 300 til 400 krónur sem væri einfaldasta leiðin fyrir þingið til að bregðast við aðkallandi vanda strax,“ segir Kristján sem vill skoða blandaða leið; gistigjald til viðbótar við gjaldtöku á bílastæðum við helstu náttúruperlur. Hann vill jafnframt að hluti teknanna renni til viðkomandi sveitarfélags, ólíkt því sem nú er. Þannig yrði komið til móts við kostnað sveitarfélaganna, sem er allnokkur án þess að tekjur komi á móti. Kristján telur útilokað að náttúrupassinn verði afgreiddur fyrir þinglok, og aldrei nema í mikið breyttri mynd. Heimildir Fréttablaðsins innan stjórnarflokkana taka undir það sjónarmið. Í hans stað verði hins vegar að finna leið til að afla tekna til uppbyggingar, og er gistináttagjald títt nefnt. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að gistináttaskatti sé helst fundið til foráttu að tekjurnar hafa ekki verið nægjanlegar og yrði hann hækkaður verulega gæti það haft áhrif á eftirspurn. Jafnframt þyki ókostur að skatturinn leggst aðeins á eina grein ferðaþjónustunnar.305 styrkjum úthlutað á þremur árum Í svari Ferðamálastofu til Fréttablaðsins kemur fram að frá því að Framkvæmdasjóðurinn var settur á stofn hefur 305 styrkjum að upphæð 1,5 milljarðar króna verið úthlutað. Úthlutanir fjármagnaðar með gistináttagjaldinu nema 644 milljónum. Í mars og apríl árið 2013 var þess utan sérstök úthlutun til þjóðgarða annars vegar og úthlutun tilkomin vegna fjárfestingaráætlunar þáverandi ríkisstjórnar hins vegar. Í maí 2014 var svo aukaúthlutun í brýn verkefni vegna öryggismála og uppbyggingar göngustíga. Þessir liðir skýra 805 milljónir af því fé sem hefur verið varið til verkefna úr sjóðnum. Alþingi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Innheimta gistináttaskatts hefur skilað 670 milljónum króna síðan gjaldtakan hófst í byrjun árs 2012. Úthlutaðir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 2012 til 2015 eru rétt innan við 1,5 milljarða króna. Í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Kristjáni L. Möller, þingmanni Samfylkingarinnar, um innheimtan gistináttaskatt kemur fram að fyrsta heila árið sem gistináttagjaldið var lagt á gaf það 195 milljónir. Árið 2013 voru milljónirnar 222 og 262 í fyrra. Tekjur af gjaldinu útdeilast á fjárlögum að þremur fimmtuhlutum til Framkvæmdasjóðsins og tveimur fimmtuhlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði. Kristján vekur athygli á því í fréttatilkynningu að skatturinn er aðeins 100 krónur og segir upplýsingarnar vera mikilvægar í samhengi við frumvarp iðnaðarráðherra um náttúrupassa sem er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.Kristján Möller„Það þyrfti ekki að hækka gistináttagjaldið mikið til að ná inn tekjum sem náttúrupassinn á að skila á ári. Kannski 300 til 400 krónur sem væri einfaldasta leiðin fyrir þingið til að bregðast við aðkallandi vanda strax,“ segir Kristján sem vill skoða blandaða leið; gistigjald til viðbótar við gjaldtöku á bílastæðum við helstu náttúruperlur. Hann vill jafnframt að hluti teknanna renni til viðkomandi sveitarfélags, ólíkt því sem nú er. Þannig yrði komið til móts við kostnað sveitarfélaganna, sem er allnokkur án þess að tekjur komi á móti. Kristján telur útilokað að náttúrupassinn verði afgreiddur fyrir þinglok, og aldrei nema í mikið breyttri mynd. Heimildir Fréttablaðsins innan stjórnarflokkana taka undir það sjónarmið. Í hans stað verði hins vegar að finna leið til að afla tekna til uppbyggingar, og er gistináttagjald títt nefnt. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að gistináttaskatti sé helst fundið til foráttu að tekjurnar hafa ekki verið nægjanlegar og yrði hann hækkaður verulega gæti það haft áhrif á eftirspurn. Jafnframt þyki ókostur að skatturinn leggst aðeins á eina grein ferðaþjónustunnar.305 styrkjum úthlutað á þremur árum Í svari Ferðamálastofu til Fréttablaðsins kemur fram að frá því að Framkvæmdasjóðurinn var settur á stofn hefur 305 styrkjum að upphæð 1,5 milljarðar króna verið úthlutað. Úthlutanir fjármagnaðar með gistináttagjaldinu nema 644 milljónum. Í mars og apríl árið 2013 var þess utan sérstök úthlutun til þjóðgarða annars vegar og úthlutun tilkomin vegna fjárfestingaráætlunar þáverandi ríkisstjórnar hins vegar. Í maí 2014 var svo aukaúthlutun í brýn verkefni vegna öryggismála og uppbyggingar göngustíga. Þessir liðir skýra 805 milljónir af því fé sem hefur verið varið til verkefna úr sjóðnum.
Alþingi Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent