Tálsýn verulegra launahækkana Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 13. maí 2015 12:00 Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumarfrí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosningu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækkun launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila launþegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnuveitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi umliðin ár má ætla að þau fyrirtæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við einstakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræðinnar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt samkeppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðshreyfingarinnar um verulega hækkun launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niðurstaða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Miðað við fréttir liðinna daga má búast við því að stór hluti vinnandi fólks fari í þvingað launalaust sumarfrí og óvíst er hversu lengi það mun standa og hverju það mun skila. Sá stutti þanki sem hér fer á eftir vinnur vafalaust ekki vinsældakosningu, en hvað um það. Staðreyndin er sú að verkföll og þvinguð, veruleg hækkun launa á hinum frjálsa markaði, munu ekki skila launþegum ábata til lengri tíma. Nú skal reynt að skýra þetta í stuttu máli. Þegar verkalýðsfélög setja fram kröfur um hækkun launa má ætla að slík krafa byggi á því að sækja megi slíka launahækkun í hagnað vinnuveitanda. Í ljósi þeirra umrótstíma sem verið hafa í íslensku efnahagslífi umliðin ár má ætla að þau fyrirtæki sem þó lifðu tímabilið af, séu fjarri því að vera komin í þá stöðu að miklum hagnaði sé úthlutað til eigenda. Þegar af þessari ástæðu er hugmyndin slæm. Þetta er þó ekki aðalatriðið og hugsanlega gengur það upp til skamms tíma eða við einstakar aðstæður að launahækkanir náist á kostnað hagnaðar. Það sem mun þó að öllum líkindum gerast, ef launahækkanir eru þvingaðar fram í fyrirtæki, er að hlutaðeigandi fyrirtæki mætir auknum kostnaði með hækkun verðs á seldri vöru eða þjónustu. Út frá lögmálum hagfræðinnar er raunar sérstaklega líklegt að þetta verði raunin hér á landi, enda fátítt að íslensk fyrirtæki búi við erlenda samkeppni sem getur veitt þeim íslensku verulegt samkeppnislegt aðhald. Launahækkunum er þannig velt yfir á neytendur, og þessir sömu neytendur eru auðvitað einnig launafólk. Við hækkun á vöru eða þjónustu munu raunlaun því aðeins verða lægri þegar upp er staðið. Heildarmyndin er þó ekki komin við þetta eitt, enda kann hækkandi verð að leiða til samdráttar í sölu og hagnaður hlutaðeigandi fyrirtækja verður minni. Líklegasta afleiðing þessa til lengri tíma er síðan sú að atvinna dregst saman og heildarlaun taka að lækka. Þrátt fyrir markmið verkalýðshreyfingarinnar um verulega hækkun launa, þá leiðir af fyrrgreindu að slík hækkun, gengi hún eftir, væri aðeins til skamms tíma. Til lengri tíma verður hin endanlega niðurstaða að öllum líkindum önnur. Of margir kjósa því miður að líta fram hjá þessu. Grasið verður því miður ekki grænna hinum megin við þvingaða, launalausa sumarfríið. Það má vonandi hafa það í huga áður en lagt er af stað.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar