Verndum Rammann Árni Páll Árnason skrifar 14. maí 2015 07:00 Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni okkar þessar vikurnar er að finna leiðir til að standa saman. Við verðum að finna sátt um meginlínur og draga úr lamandi átökum sem einkenna þjóðmálin nú um stundir. Átök eru á vinnumarkaði, um hvort þjóðin eða fámennar klíkur fái arð af eða eignarhald á sameiginlegum auðlindum og um stefnu Íslands í alþjóðamálum. Okkur þykir eðlilega flestum nóg um. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er farsæl sáttaleið sem við sköpuðum til að leiða til lykta langvinn átök um náttúruvernd og orkunýtingu. Það skrýtna er að átakasækin ríkisstjórn reynir nú að brjóta upp þennan eina farsæla vettvang sem við höfum til að setja niður deilur. Rammaáætlun byggði á hugmyndinni um að ólík sjónarmið gætu mæst, ef fagleg sjónarmið réðu för. Hún endurspeglar þannig virðingu okkar fyrir þeim verðmætum sem eru í húfi og er kynslóðasáttmáli því að náttúran – og orkan sem hún getur skapað – eru í senn fjöregg okkar og framtíðaruppspretta atvinnu og tækni. Þessi viðhorf endurspeglast í stefnu Samfylkingarinnar um Fagra Ísland þar sem markmiðið er að byggja brú sáttar milli náttúruverndar og orkunýtingar. Verklag rammaáætlunar kemur í veg fyrir óvandaðar ákvarðanir, þar sem skammtímasjónarmið eru látin ráða. Grundvallarreglan er sú að verkefnisstjórn sérfróðra aðila gerir tillögur til stjórnmálamanna og stjórnmálamenn útfæra þær hugmyndir eftir tilteknum leikreglum. Þess vegna er ótrúlegt að við skulum nú eyða dýrmætum tíma okkar á Alþingi í að ræða tillögu ríkisstjórnarflokkanna sem færir þessar ákvarðanir aftur í pólitískan farveg. Átökin um rammaáætlun snúast um að meirihlutinn fer gegn ákvörðunum verkefnisstjórnar áætlunarinnar um að færa eina virkjun, Hvammsvirkjun, úr biðflokki í nýtingarflokk og færir að auki fjórar aðrar virkjanir með handafli. Um er að ræða virkjanir í neðri hluta Þjórsár og uppi á hálendinu sjálfu, við Skrokköldu á Sprengisandi og Hagavatn sunnan Langjökuls. Af þessum kostum stingur mest í augun að Hagavatnsvirkjun hefur aldrei komið til umfjöllunar hjá verkefnisstjórninni. Það er því jafn fráleitt hjá meirihlutanum að gera tillögu um hana og ef þeim hefði dottið í hug að Gullfoss yrði virkjaður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun