Matvælalandið Ísland – gæði, ferskleiki og sérstaða Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun