Að breytast eða deyja Stjórnarmaðurinn skrifar 17. júní 2015 07:00 „Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
„Change or die“ er frasi sem oft á við í viðskiptum og líklega óvíða meira en á fjölmiðlamarkaði. Rupert Murdoch er sennilega mesti frumkvöðull á sviði fjölmiðlunar sem þekkst hefur. Það var Murdoch sem á sínum tíma gerði The Sun að mest lesna dagblaði Bretlands, og færði dagblaðaprentun úr spennitreyju verkalýðsfélaga og til nútímans með nýtísku prentsmiðju í Austur-Lundúnum. Það var líka Murdoch sem lagði grunninn að evrópsku nútímaáskriftarsjónvarpi (og veðsetti fjölskylduheimilið í leiðinni) og átti stærstan þátt í því að enska knattspyrnan lagði heiminn að fótum sér sem dagskrárefni. Í seinni tíð hefur hann svo verið í fararbroddi tekjuöflunar fyrir vefmiðla, og var sá fyrsti sem þorði að setja greiðsluveggi á fréttasíður. Murdoch hefur aldrei óttast breytingar. Þvert á móti hefur hann reynt að sjá þær fyrir og lagt allt í sölurnar til að vera í lykilstöðu á umbrotatímum. Það er ástæða þess að hann hefur verið á toppnum í hálfa öld. Síðustu áratugir eru saga breytinga á fjölmiðlum. Þar er ekki einungis átt við tilkomu internetsins, heldur einnig annarrar nútímatækni á borð við upptökubúnað, snjallsíma, streymiþjónustu o.s.frv. Þessi bransi þróast svo hratt að fimm ára gamlir samningar við kvikmyndaver innihalda engin ákvæði um streymiþjónustu eða VOD – þessi hugtök voru hreinlega ekki til. Meira að segja sólarhringsfréttastöðvar á borð við CNN eða Sky, sem flestir taka nú sem sjálfsögðum hlut, eru einungis þrjátíu ára gamlar. Sumir segja að slíkar stöðvar verði brátt útdauðar, enda heyrir fréttaáhorf gegnum sjónvarp hjá yngstu aldurshópum fullorðinna nánast sögunni til. Þrjátíu ár eru ekki langur tími. Í ljósi sögunnar þótti stjórnarmanninum því athyglisvert að lesa að Apple væri nú að ráða blaðamenn til að starfa á svokölluðu Apple News Service, sem kunnugir segja að verði fréttauppflettiapp sem svipi til Google News. Munurinn er bara sá, að Apple ætlar ekki einungis að safna fréttum fjölmiðla, heldur einnig að framleiða eigin fréttir. Apple er sennilega það fyrirtæki sem mest áhrif hefur haft á atferli fólks undanfarin ár með því að kynna til leiks tæki, tól og hugbúnað sem fólk áður vissi ekki að það þyrfti á að halda. Því verður spennandi að sjá hvernig Apple tæklar fjölmiðlabransann. Ljóst er að keppinautar á þeim markaði þurfa að hafa augun opin, og vera reiðubúnir að breytast eða deyja.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira