Hvað kostar að framleiða einn lítra af mjólk? Þórólfur Matthíasson skrifar 31. júlí 2015 07:00 Í grein í nýlegu eintaki af vikuritinu Vísbendingu leitast ég við að svara spurningunni „Hvað kostar að meðaltali að framleiða einn lítra af mjólk á meðalmjólkurbúi?“. Eins og fram kemur í Vísbendingu sýnir kostnaðarlíkan Verðlagsnefndar búvara að það hafi kostað 179,77 krónur að framleiða einn lítra af mjólk árið 2012. Verðlagsnefndin er þó ekki trúuð á útkomu úr eigin líkani og skammtaði framleiðendum 127,39 krónur á lítrann á árinu 2012. Hér skeikar svo miklu að væri einhver glóra í kostnaðarlíkani Verðlagsnefndarinnar væru allir mjólkurbændur landsins löngu gjaldþrota! Með því að skoða búreikninga og sníða af þeim aðferðafræðilega agnúa kemur í ljós að kostnaður meðalmjólkurframleiðslubús á Íslandi af að framleiða einn lítra af mjólk var 121,19 krónur árið 2012. Það er því greinilegt að slumpverðlagning Verðlagsnefndar búvara er bændum síður en svo óhagstæð! Hefði Verðlagsnefnd búvara endurnýjað verðlagsgrundvöll sinn í samræmi við tækniþróun og vinnusparnað hefði verð til bænda átt að vera um 5% lægra árið 2012 en það í raun var. Þarna munar um 6 krónum á lítra. Hvort vinnslukostnaður sé ofmetinn með sama hætti skal ósagt látið, en sjaldan er ein báran stök í verðlagsmálum. En vinnubrögð af því tagi sem Verðlagsnefnd búvara er hér uppvís að eru ekki sæmandi fyrir nefnd sem að nafninu til starfar á kostnað og í þágu almennings í landinu. Ég vil endurtaka kröfu mína um að Verðlagsnefnd búvara geri opinberlega grein fyrir verðákvörðunum sínum. Jafnframt leyfi ég mér að krefjast þess að ráðherra landbúnaðarmála afturkalli auglýsingu nefndarinnar frá 17. júlí síðastliðnum og leggi fyrir nefndina að vinna sína vinnu af meiri nákvæmni. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðslu undir samkeppnislög hið allra fyrsta og lækka tolla á ostum og öðrum úrvinnsluafurðum mjólkur verulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þórólfur Matthíasson Tengdar fréttir Enn af verðofbeldi Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. 23. júlí 2015 07:00 Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í grein í nýlegu eintaki af vikuritinu Vísbendingu leitast ég við að svara spurningunni „Hvað kostar að meðaltali að framleiða einn lítra af mjólk á meðalmjólkurbúi?“. Eins og fram kemur í Vísbendingu sýnir kostnaðarlíkan Verðlagsnefndar búvara að það hafi kostað 179,77 krónur að framleiða einn lítra af mjólk árið 2012. Verðlagsnefndin er þó ekki trúuð á útkomu úr eigin líkani og skammtaði framleiðendum 127,39 krónur á lítrann á árinu 2012. Hér skeikar svo miklu að væri einhver glóra í kostnaðarlíkani Verðlagsnefndarinnar væru allir mjólkurbændur landsins löngu gjaldþrota! Með því að skoða búreikninga og sníða af þeim aðferðafræðilega agnúa kemur í ljós að kostnaður meðalmjólkurframleiðslubús á Íslandi af að framleiða einn lítra af mjólk var 121,19 krónur árið 2012. Það er því greinilegt að slumpverðlagning Verðlagsnefndar búvara er bændum síður en svo óhagstæð! Hefði Verðlagsnefnd búvara endurnýjað verðlagsgrundvöll sinn í samræmi við tækniþróun og vinnusparnað hefði verð til bænda átt að vera um 5% lægra árið 2012 en það í raun var. Þarna munar um 6 krónum á lítra. Hvort vinnslukostnaður sé ofmetinn með sama hætti skal ósagt látið, en sjaldan er ein báran stök í verðlagsmálum. En vinnubrögð af því tagi sem Verðlagsnefnd búvara er hér uppvís að eru ekki sæmandi fyrir nefnd sem að nafninu til starfar á kostnað og í þágu almennings í landinu. Ég vil endurtaka kröfu mína um að Verðlagsnefnd búvara geri opinberlega grein fyrir verðákvörðunum sínum. Jafnframt leyfi ég mér að krefjast þess að ráðherra landbúnaðarmála afturkalli auglýsingu nefndarinnar frá 17. júlí síðastliðnum og leggi fyrir nefndina að vinna sína vinnu af meiri nákvæmni. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðslu undir samkeppnislög hið allra fyrsta og lækka tolla á ostum og öðrum úrvinnsluafurðum mjólkur verulega.
Enn af verðofbeldi Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. 23. júlí 2015 07:00
Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun