Aðgerðir strax í þágu barna Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. janúar 2016 07:00 Fyrr í vikunni kynnti UNICEF á Íslandi skýrslu um lífskjör íslenskra barna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að hlutfall íslenskra barna sem býr við skort hefur tvöfaldast. Hér eru grafalvarlegar upplýsingar á ferð sem verður að setja í samhengi. Bornir eru saman tveir tímapunktar – árið 2009 og árið 2014. Kannanir sem þessar eru ekki gerðar með reglubundnum hætti og þess vegna ekki gott að átta sig á því hvort breytingar hafi átt sér stað síðan 2014 og þá í hvaða veru. Ákvarðanir og vilji stjórnvalda á hverjum tíma hafa áhrif á kjör barna. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa barnabætur og vaxtabætur verið lækkaðar, matarskattur verið hækkaður, örorkubætur ekki hækkaðar til samræmis við kjör á vinnumarkaði. Allar þessar ákvarðanir hafa áhrif á daglegt líf og kjör íslenskra barna. Þegar svo alvarlegar tölur koma í ljós hlýtur það að vera skýlaus krafa að stjórnvöld leggi fram skýra áætlun um að ráðast gegn skorti og fátækt í lífi barna á Íslandi. Við eigum ekki að líða að börn líði skort. Ekki undir nokkrum kringumstæðum og allra síst rík þjóð. Auk þess að leggja fram slíka áætlun verður ekki við annað unað en að sambærilegar kannanir verði gerðar ár hvert líkt og UNICEF á Íslandi hefur lagt áherslu á. Með því móti geta stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, byggt sínar ákvarðanir á traustari grunni öllum börnum til heilla. Það er ekki bragur að því að tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líða skort fjölgar eins og kemur fram í skýrslunni. Jöfnuður er sannarlega mikilvægt markmið í samfélaginu og verður sífellt meira aðkallandi í heiminum öllum að stemma stigu við misrétti og ójöfnuði hvar sem það birtist. Þegar börn eru annars vegar verður að grípa í taumana og hefja aðgerðir tafarlaust. Hagur allra barna er á ábyrgð samfélagsins alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni kynnti UNICEF á Íslandi skýrslu um lífskjör íslenskra barna. Í skýrslunni kom meðal annars fram að hlutfall íslenskra barna sem býr við skort hefur tvöfaldast. Hér eru grafalvarlegar upplýsingar á ferð sem verður að setja í samhengi. Bornir eru saman tveir tímapunktar – árið 2009 og árið 2014. Kannanir sem þessar eru ekki gerðar með reglubundnum hætti og þess vegna ekki gott að átta sig á því hvort breytingar hafi átt sér stað síðan 2014 og þá í hvaða veru. Ákvarðanir og vilji stjórnvalda á hverjum tíma hafa áhrif á kjör barna. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa barnabætur og vaxtabætur verið lækkaðar, matarskattur verið hækkaður, örorkubætur ekki hækkaðar til samræmis við kjör á vinnumarkaði. Allar þessar ákvarðanir hafa áhrif á daglegt líf og kjör íslenskra barna. Þegar svo alvarlegar tölur koma í ljós hlýtur það að vera skýlaus krafa að stjórnvöld leggi fram skýra áætlun um að ráðast gegn skorti og fátækt í lífi barna á Íslandi. Við eigum ekki að líða að börn líði skort. Ekki undir nokkrum kringumstæðum og allra síst rík þjóð. Auk þess að leggja fram slíka áætlun verður ekki við annað unað en að sambærilegar kannanir verði gerðar ár hvert líkt og UNICEF á Íslandi hefur lagt áherslu á. Með því móti geta stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, byggt sínar ákvarðanir á traustari grunni öllum börnum til heilla. Það er ekki bragur að því að tala um að allt gangi betur á Íslandi þegar börnum sem líða skort fjölgar eins og kemur fram í skýrslunni. Jöfnuður er sannarlega mikilvægt markmið í samfélaginu og verður sífellt meira aðkallandi í heiminum öllum að stemma stigu við misrétti og ójöfnuði hvar sem það birtist. Þegar börn eru annars vegar verður að grípa í taumana og hefja aðgerðir tafarlaust. Hagur allra barna er á ábyrgð samfélagsins alls.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar