Veldur þrjóskan í Yellen samdrætti í Bandaríkjunum? Lars Christensen skrifar 3. febrúar 2016 09:30 Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun