Þjóðardýrgripirnir faldir ofan í geymslu Una Sighvatsdóttir skrifar 15. febrúar 2016 20:00 Áætluð verklok á Húsi íslenskra fræða eru eftir einn mánuð, samkvæmt skilti sem reist var þegar grunnurinn var tekinn árið 2013. Nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst og málið er enn fast á Alþingi. Það má heita kaldhæðnislegt að handan við hornið rís nú nýtt hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, á meðan ekkert bólar á húsi íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að glataður tími þýði glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. „Af því að í húsinu verður miðstöð íslenskunnar í heiminum eiginlega og þar verður til dæmis handritunum búinn þetta glæsilega sýningarrými sem okkur vantar og höfum ekki í dag. Nú streyma til landsins ferðamenn alls staðar að og vilja auðvitað sjá okkar helstu þjóðardýrgripi eins og við viljum þegar við förum til Aþenu eða Kaíró, en nú eru þessir gripir bara í geymslu," segir Guðrún.Svona á Hús íslenskra fræða að líta út fullgert samkvæmt teikningum, en upphaflega voru áætluð verklok í mars 2016. Grunnurinn stendur hinsvegar enn tómur.Þegar Danir afhentu handritin fyrir 45 árum var þeim búin geymsla í Árnagarði, en þar var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu fyrir almenning. „Nú á dögum viljum við auðvitað miðla handritunum. Þau eru komin á heimsminjaskrá UNESCO, og þetta er heimsarfur, þetta er ekki bara okkar einkamál. Þannig að okkur ber skylda til að miðla þeim til allra þeirra sem hafa áhuga á og það viljum við og brennum í skinninu að fá að gera það." Tillaga forsætisráðherra, um að húsið verði klárað fyrir hundrað ára afmæli fullveldis 1918, hefur nú beðið afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna í tæpt ár. Á meðan er algjör biðstaða í húsgrunninum sem gárungarnir nefna Holu íslenskra fræða, en um hana orti Bjarki Karlsson svo frægt varð: Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa. Ferðamennska á Íslandi Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Áætluð verklok á Húsi íslenskra fræða eru eftir einn mánuð, samkvæmt skilti sem reist var þegar grunnurinn var tekinn árið 2013. Nú þremur árum síðar hefur ekkert gerst og málið er enn fast á Alþingi. Það má heita kaldhæðnislegt að handan við hornið rís nú nýtt hús fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, á meðan ekkert bólar á húsi íslenskunnar. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, segir að glataður tími þýði glötuð tækifæri fyrir íslenska menningu og tungu. „Af því að í húsinu verður miðstöð íslenskunnar í heiminum eiginlega og þar verður til dæmis handritunum búinn þetta glæsilega sýningarrými sem okkur vantar og höfum ekki í dag. Nú streyma til landsins ferðamenn alls staðar að og vilja auðvitað sjá okkar helstu þjóðardýrgripi eins og við viljum þegar við förum til Aþenu eða Kaíró, en nú eru þessir gripir bara í geymslu," segir Guðrún.Svona á Hús íslenskra fræða að líta út fullgert samkvæmt teikningum, en upphaflega voru áætluð verklok í mars 2016. Grunnurinn stendur hinsvegar enn tómur.Þegar Danir afhentu handritin fyrir 45 árum var þeim búin geymsla í Árnagarði, en þar var ekki gert ráð fyrir sýningaraðstöðu fyrir almenning. „Nú á dögum viljum við auðvitað miðla handritunum. Þau eru komin á heimsminjaskrá UNESCO, og þetta er heimsarfur, þetta er ekki bara okkar einkamál. Þannig að okkur ber skylda til að miðla þeim til allra þeirra sem hafa áhuga á og það viljum við og brennum í skinninu að fá að gera það." Tillaga forsætisráðherra, um að húsið verði klárað fyrir hundrað ára afmæli fullveldis 1918, hefur nú beðið afgreiðslu ríkisstjórnarflokkanna í tæpt ár. Á meðan er algjör biðstaða í húsgrunninum sem gárungarnir nefna Holu íslenskra fræða, en um hana orti Bjarki Karlsson svo frægt varð: Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa.
Ferðamennska á Íslandi Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira