Hugleiðingar um ferðaþjónustu á Íslandi Snorri Snorrason skrifar 7. mars 2016 00:00 Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi. Koma ferðamanna er ekki lengur einskorðuð við sumarmánuðina. Það eru þættir sem gætu gengið betur í þjónustu við gesti okkar. Tel að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem koma til landsins , nema þá sem eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á að kynna og skýra slíka ákvörðun, svo ferðamenn skilji hvað sé um að tefla. Að óbreyttu verður þetta okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í Sviss og Austurríki hefur þurft að greiða til að mynda veggjöld, en þessi lönd standa okkur mun framar í allri uppbyggingu, enda rótgróin þjóðfélög. Ég hef verið að íhuga þessi mál almennt og komist að þeirri niðurstöðu, að ferðamálayfirvöld ættu að efna til samkeppni meðal arkitekta um að byggð verði stöðluð, hagkvæm, falleg og umhverfisvæn kaffihús við þjóðvegi með aðgangsstýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það sem gerist víða við þýsku hraðbrautirnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að snyrtingu, enda er hún þrifin og boðleg. Þetta er forgangsaðriði við móttöku ferðamanna, svo augljóst að það þarf vart að ræða.Eins og jólasveinar Mér er minnisstæð snyrtingin við einn þekktasta ferðamannastað á Suðausturlandi, þar eru allt of fá salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun ferðamanna, og að sveitarfélagið skuli ekki setja rekstraaðilum stólinn fyrir dyrnar þar til bætt verði úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk hafi þurft að fara út í móa til að gera þarfir sínar. Við Íslendingar erum að fjárfesta fyrir milljarða í hótelbyggingum um land allt, en erum eins og jólasveinar varðandi það að bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó eru þessi mál víða til fyrirmyndar. Síðan er það gæsla á ferðamannastöðum, við sem siðmenntuð þjóð verðum að taka hana fastari tökum. Það vantar sýnilega löggæslu víða um land, sem kemur niður á öryggi borgara og ferðamanna. Síðast en ekki síst, þegar búast má við einni og hálfri milljón ferðamanna á þessu ári, verður þjónusta og fjárhagur sjúkrahúsa landsins að standa undir öryggi þeirra sem sækja landið heim. Þjóðin ætlast til að þessi mál séu í lagi. Einnig má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitanna. Að mínu mati er það einsýnt að koma þarf á reglubundnum tekjustofni inn í þennan málaflokk. Stjórnvöld sem horfa á þennan stærsta atvinnuveg þjóðarinnar bera ríka ábyrgð og verða að taka frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki við mistökum sem við getum svo vel komið í veg fyrir, ef við vöndum okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú er það staðreynd að við erum fámenn þjóð, sem býr í stóru og harðbýlu landi. Koma ferðamanna er ekki lengur einskorðuð við sumarmánuðina. Það eru þættir sem gætu gengið betur í þjónustu við gesti okkar. Tel að stjórnvöld eigi að setja á hóflegt náttúrugjald t.a.m. 20 € á alla sem koma til landsins , nema þá sem eiga lögheimili á Íslandi. Byrja á að kynna og skýra slíka ákvörðun, svo ferðamenn skilji hvað sé um að tefla. Að óbreyttu verður þetta okkur fjárhagslega ofviða. Bæði í Sviss og Austurríki hefur þurft að greiða til að mynda veggjöld, en þessi lönd standa okkur mun framar í allri uppbyggingu, enda rótgróin þjóðfélög. Ég hef verið að íhuga þessi mál almennt og komist að þeirri niðurstöðu, að ferðamálayfirvöld ættu að efna til samkeppni meðal arkitekta um að byggð verði stöðluð, hagkvæm, falleg og umhverfisvæn kaffihús við þjóðvegi með aðgangsstýrðri snyrtiaðstöðu í takt við það sem gerist víða við þýsku hraðbrautirnar. Þar er greitt fyrir aðgengi að snyrtingu, enda er hún þrifin og boðleg. Þetta er forgangsaðriði við móttöku ferðamanna, svo augljóst að það þarf vart að ræða.Eins og jólasveinar Mér er minnisstæð snyrtingin við einn þekktasta ferðamannastað á Suðausturlandi, þar eru allt of fá salerni, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun ferðamanna, og að sveitarfélagið skuli ekki setja rekstraaðilum stólinn fyrir dyrnar þar til bætt verði úr, vekur furðu. Fyrir fáum árum lýsti fararstjóri í fjölmiðlum að fólk hafi þurft að fara út í móa til að gera þarfir sínar. Við Íslendingar erum að fjárfesta fyrir milljarða í hótelbyggingum um land allt, en erum eins og jólasveinar varðandi það að bæta þessa grundvallaraðstöðu, þó eru þessi mál víða til fyrirmyndar. Síðan er það gæsla á ferðamannastöðum, við sem siðmenntuð þjóð verðum að taka hana fastari tökum. Það vantar sýnilega löggæslu víða um land, sem kemur niður á öryggi borgara og ferðamanna. Síðast en ekki síst, þegar búast má við einni og hálfri milljón ferðamanna á þessu ári, verður þjónusta og fjárhagur sjúkrahúsa landsins að standa undir öryggi þeirra sem sækja landið heim. Þjóðin ætlast til að þessi mál séu í lagi. Einnig má ekki vanmeta mikilvægi björgunarsveitanna. Að mínu mati er það einsýnt að koma þarf á reglubundnum tekjustofni inn í þennan málaflokk. Stjórnvöld sem horfa á þennan stærsta atvinnuveg þjóðarinnar bera ríka ábyrgð og verða að taka frumkvæði. Því þjóðfélagið má ekki við mistökum sem við getum svo vel komið í veg fyrir, ef við vöndum okkur.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar